„Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 20:06 Donald Trump segir að Macron sé fínn gaur en það sem hann hafi að segja um sjálfstætt ríki Palestínu skipti engu máli. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að ákvörðun Frakklands að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki skipti engu máli. Það skipti í sjálfu sér engu máli það sem Macron eða Frakkland segi um málið. Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025 Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá því í samfélagsmiðlafærslu í gær að Frakkland viðurkenndi Palestínu sem sjálfstætt ríki, og sagðist ætla lýsa því opinberlega yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Trump var inntur viðbragða við þessu þegar hann tók við nokkrum spurningum fréttamanna áður en hann steig um borð í forsetaþotuna fyrr í dag og hélt til Skotlands. „Hann er öðruvísi gaur. Hann er allt í lagi, hann er liðsmaður. En hér eru góðu fréttirnar, það sem hann segir skiptir engu máli,“ sagði Trump. „Hann gaf út yfirlýsingu, Macron. Það er engin vigt í þeirri yfirlýsingu, hann er mjög góður gaur, Macron, ég kann vel við hann, en þessi yfirlýsing skiptir engu máli,“ sagði Trump. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, brást ókvæða við ákvörðun Frakklands í gær með harðorðri færslu á samfélagsmiðlum. „Bandaríkin hafna algjörlega fyrirætlunum Macrons að viðurkenna palestínskt ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.“ „Þessi kærulausa ákvörðun er vatn á myllu áróðursvélar Hamas og tefur fyrir friðarviðræðum. Þetta er kjaftshögg fyrir fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar 7. október 2023,“ sagði Marco Rubio. The United States strongly rejects @EmmanuelMacron’s plan to recognize a Palestinian state at the @UN general assembly. This reckless decision only serves Hamas propaganda and sets back peace. It is a slap in the face to the victims of October 7th.— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) July 25, 2025 Frakkland hefur nú bæst í hóp tæplega 150 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki, en aðildarríkin telja 193. Ísland er meðal þeirra sem viðurkenna Palestínu. Frakkland er valdamesta ríki Evrópu sem hefur viðurkennt Palestínu, en ríki eins og Bandaríkin, Þýskaland, og Ísrael eru mjög andvíg slíkri viðurkenningu. BREAKING: President Trump on French President Macron wanting to recognize a Palestinian state: "Here’s the good news, what he says doesn’t matter. His statement doesn’t carry any weight." pic.twitter.com/vuiI1DOXdx— Eyal Yakoby (@EYakoby) July 25, 2025
Palestína Bandaríkin Frakkland Donald Trump Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira