Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2025 10:40 Konan er ákærð fyrir manndráp og tilraun til manndráps á heimili fjölskyldunnar við Súlunes í Garðabæ. Héraðssaksóknari hefur ákært 28 ára konu í Garðabæ fyrir manndráp, með því að hafa orðið föður sínum að bana, og tilraun til að verða móður sinni að bana. Konan hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í apríl. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir efni ákærunnar í samtali við Vísi en hún fæst ekki afhent að svo stöddu. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, er sökuð um að hafa orðið föður sínum að bana á heimili fjölskyldunnar föstudaginn 11. apríl. Samkvæmt heimildum fréttastofu var eiginkona hans flutt illa slösuð á sjúkrahús um svipað leyti eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás dótturinnar. Fyrir þá árás er dóttirin ákærð fyrir tilraun til manndráps. Auk þess er dóttirin ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart bæði föður sínum og móður. Fólk sem þekkir til fjölskyldunnar hefur lýst því í samtali við fréttastofu að dóttirin hafi beitt foreldra sínu andlegu og líkamlegu ofbeldi árum saman sem foreldrarnir hafi látið yfir sig ganga. Karl Ingi segir að varakrafa héraðssaksóknara hljóði upp á stórfellda líkamsárás bæði gagnvart móðurinni og föðurnum, Hans Roland Löf sem var á áttugasta aldursári þegar hann lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það móðirin sem hringdi í Neyðarlínuna að morgni föstudagsins 11. apríl þegar eiginmaður hennar hneig niður í framhaldi af ofbeldi dótturinnar. Hjónin bjuggu í einbýlishúsi við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ. Töluverðir áverkar voru á móðurinni samkvæmt heimildum fréttastofu og lá hún inni á Landspítalanum í nokkra daga. Sonur hins látna gerir kröfu um miskabætur úr hendi Margrétar hálfsystur sinnar upp á sex milljónir króna. Eiginkona hins látna og móðir ákærðu gerir ekki kröfu um bætur vegna málsins. Dagsetning fyrir þingfestingu málsins sem verður til meðferðar við Héraðsdóm Reykjaness liggur ekki fyrir. Rannsókn á andláti í Garðabæ Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 29. júlí 2025 11:27 Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur. 16. apríl 2025 22:48 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, staðfestir efni ákærunnar í samtali við Vísi en hún fæst ekki afhent að svo stöddu. Konan, hin 28 ára gamla Margrét Halla Hansdóttir Löf, er sökuð um að hafa orðið föður sínum að bana á heimili fjölskyldunnar föstudaginn 11. apríl. Samkvæmt heimildum fréttastofu var eiginkona hans flutt illa slösuð á sjúkrahús um svipað leyti eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás dótturinnar. Fyrir þá árás er dóttirin ákærð fyrir tilraun til manndráps. Auk þess er dóttirin ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gagnvart bæði föður sínum og móður. Fólk sem þekkir til fjölskyldunnar hefur lýst því í samtali við fréttastofu að dóttirin hafi beitt foreldra sínu andlegu og líkamlegu ofbeldi árum saman sem foreldrarnir hafi látið yfir sig ganga. Karl Ingi segir að varakrafa héraðssaksóknara hljóði upp á stórfellda líkamsárás bæði gagnvart móðurinni og föðurnum, Hans Roland Löf sem var á áttugasta aldursári þegar hann lést. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það móðirin sem hringdi í Neyðarlínuna að morgni föstudagsins 11. apríl þegar eiginmaður hennar hneig niður í framhaldi af ofbeldi dótturinnar. Hjónin bjuggu í einbýlishúsi við Súlunes á Arnarnesinu í Garðabæ. Töluverðir áverkar voru á móðurinni samkvæmt heimildum fréttastofu og lá hún inni á Landspítalanum í nokkra daga. Sonur hins látna gerir kröfu um miskabætur úr hendi Margrétar hálfsystur sinnar upp á sex milljónir króna. Eiginkona hins látna og móðir ákærðu gerir ekki kröfu um bætur vegna málsins. Dagsetning fyrir þingfestingu málsins sem verður til meðferðar við Héraðsdóm Reykjaness liggur ekki fyrir.
Rannsókn á andláti í Garðabæ Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 29. júlí 2025 11:27 Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur. 16. apríl 2025 22:48 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Öllum sleppt úr haldi og rannsókn á viðkvæmu stigi Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sjá meira
Dóttirin í Súlunesi ákærð Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Margréti Höllu Hansdóttur Löf, 28 ára konu, sem sökuð er um aðild að andláti föður síns á heimili þeirra í Súlunesi í Garðabæ í apríl síðastliðnum. 29. júlí 2025 11:27
Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Maðurinn sem lést í Garðabæ á mánudaginn hét Hans Roland Löf og var fæddur árið 1945. Gæsluvarðhald yfir dóttur mannsins var í dag framlengt um þrjár vikur. 16. apríl 2025 22:48