Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 11:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki einhug innan Evrópusambandsins um verndartollana sem sambandið hyggst leggja á Ísland. Vísir/anton brink Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands. Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands.
Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17