Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 08:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir þríhliðafundi með leiðtogum Rússlands og Úkraínu. EPA Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira