Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:14 Siv Friðleifsdóttir skilur ekkert í því af hverju það hefur tekið lögregluna fimm ár að rannsaka vefverslanir með áfengi sem enn er ólokið. Vísir Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir sæta furðu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki enn lokið rannsókn á fólki sem selur áfengi á netinu í trássi við lög. Áfengissala á Íslandi þurfi að vera á samfélagslegum forsendum. Rannsókn lögreglu á tveimur netverslunum með áfengi liggja á borði ákærusviðs lögreglu. Málin hafa verið til rannsóknar í fimm ár. Sviðsstjóri ákærusviðs sagði í júní að niðurstöðu í málunum væri að vænta á næstunni. Siv Friðleifsdóttir var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árin 2006 til 2007. Í aðsendri grein á Vísi þakkar hún ÁTVR fyrir að sinna skildum sínum sem felist meðal annars um að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki. Þá sérstaklega að vernda ungt fólk fyrir neyslu. „Fyrst áfengi er ekki bönnuð vara og einhver þarf að sjá um söluna, er gott að það er gert undir hatti ÁTVR því þið seljið á þann hátt að lýðheilsa er vernduð sem mest og samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi,“ segir Siv. Þótt sumir segi að það sé þægilegt að kaupa áfengi með steikinni í matvöruverslun telji hún ekki eftir sér að ganga nokkur aukaskref til að kaupa hjá ÁTVR. „Því ég veit að rannsóknir og gagnreynd þekking sýnir að einkasala ríkis á áfengi, eins og viðhöfð er á öllum Norðurlöndum nema Danmörku, er til þess fallin að vernda velferð ungmenna og lýðheilsu allra. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið samfélags okkar að vernda velferð barna og ungmenna og bæta forvarnir og lýðheilsu fyrir alla.“ Netsalar maki krókinn en samfélagið skaðann Siv telur afleitt að markaðsvæða áfengissöluna með tilheyrandi auglýsingamennsku. „Svo netsalar geti selt sem mest og makað krókinn með áfengissölu upp á milljarða króna. Ekki bera netsalar samfélagsskaðann af neyslunni heldur samfélagið.“ Vísar hún til þess að eigandi Santé, netverslunar með áfengi, hafi búist við veltu upp á tvo milljarða í fyrra. Verslunin er önnur þeirra sem sætt hefur rannsókn lögreglu í fimm ár. „Jú, þessi umdeilda sala er til rannsóknar og er breiðfylking forvarnarsamtaka sammála kæru ÁTVR um að hún sé ólögleg. Enn er beðið niðurstöðu lögreglu í málinu þótt sala þessi hafi verið kærð til lögreglu þann 16. júní 2020 fyrir rúmlega fimm árum. Slíkur dráttur á niðurstöðu er undrunarefni,“ segir Siv. „Ég hef ekki áhuga á að borga hærri skaðaskatta til að dekka þann samfélaglega kostnað sem fylgir því að netsalarnir velti sér upp úr peningum fengnum með áfengissölu þvert á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Ekki trúi ég, fyrr en tek á, að stjórnvöld sem tala um hagræðingu ætli að opna fyrir slíkan útgjaldakrana. Krana upp á milljarða króna árlega.“ Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum Siv veltir fyrir sér áhrifum þess að leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa talað fyrir undanfarin ár. „Allra veigamesta afleiðingin er stóraukinn samfélagskostnaður, sem fyrr segir. Aukin sjúkdómabyrði, meiri örorka, fleiri slys, meiri þungi í barnavernd, aukin verkefni lögreglu og svo framvegis. Velferð barna og lýðheilsa allra er undir. Þá færu umfangsmiklar áfengisauglýsingar í gang þar sem áfengi og tilboðspakkar væru auglýstir. Áfengi yrði otað að fólki, ungum sem öldnum.“ Það væri afleitt því áfengi sé ekki hver önnur verslunarvara. „Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum. Slíkt sjáum við nú þegar og stjórnvöld bregðast ekki við. Önnur áhrif, sem skipta líka máli fyrir hóp fólks, eru að vöruúrval myndi minnka mjög mikið. Þetta vita allir sem hafa keypt sér áfengi í matvöruverslunum á Spáni, í Danmörku og víðar. Örfáar tegundir yrðu seldar, einungis þær sem tryggðu matvörubúðinni mestan gróða.“ Siv bætir við að óumflýjanlega myndu störf á landsbyggðinni tapast. Málið á hraða snigilsins Siv vísar til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í febrúar síðastliðnum þar sem norræn stjórnvöld eru hvött til að forgangsraða í þágu heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Stofnunin snertir einnig á rannsókn lögreglu á netsölu áfengis á Norðurlöndum. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að málshraði í málum er snertu ungmenni hefði verið aukinn um fimm hundruð prósent. Áhersla væri á svokallaða snemmtæka íhlutun og að ný fjárveiting Alþingis hefði orðið til þess að unnt hefði verið að fjölga stöðugildum rannsóknarlögreglumanna og eins þeirra sem fara með ákæruvald í málum sem lögregla annast saksókn í. „Með allri virðingu þá hlýtur maður að spyrja, af hverju hefur þá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki klárað kæruna á hendur netsölum áfengis í ríflega fimm ár? Málið er á hraða snigils. Um er að ræða mál sem skiptir ungmenni og samfélagið allt mjög miklu máli. Meðan lögreglan heldur málinu hjá sér hefur netsalan frítt spil og grefur um sig. Staða þessi er til vansa. Samkvæmt lögum á lögreglan að hraða málsmeðferð í kærumáli eins og unnt er. Nú verður lögreglan að klára verkið. Vonandi sigrar lýðheilsan og vernd ungmenna að lokum þannig að áfram verði unnt að reka áfengissölu á Íslandi á samfélagslegum forsendum.“ Lögreglumál Netverslun með áfengi Áfengi Barnavernd Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira
Rannsókn lögreglu á tveimur netverslunum með áfengi liggja á borði ákærusviðs lögreglu. Málin hafa verið til rannsóknar í fimm ár. Sviðsstjóri ákærusviðs sagði í júní að niðurstöðu í málunum væri að vænta á næstunni. Siv Friðleifsdóttir var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árin 2006 til 2007. Í aðsendri grein á Vísi þakkar hún ÁTVR fyrir að sinna skildum sínum sem felist meðal annars um að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki. Þá sérstaklega að vernda ungt fólk fyrir neyslu. „Fyrst áfengi er ekki bönnuð vara og einhver þarf að sjá um söluna, er gott að það er gert undir hatti ÁTVR því þið seljið á þann hátt að lýðheilsa er vernduð sem mest og samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi,“ segir Siv. Þótt sumir segi að það sé þægilegt að kaupa áfengi með steikinni í matvöruverslun telji hún ekki eftir sér að ganga nokkur aukaskref til að kaupa hjá ÁTVR. „Því ég veit að rannsóknir og gagnreynd þekking sýnir að einkasala ríkis á áfengi, eins og viðhöfð er á öllum Norðurlöndum nema Danmörku, er til þess fallin að vernda velferð ungmenna og lýðheilsu allra. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið samfélags okkar að vernda velferð barna og ungmenna og bæta forvarnir og lýðheilsu fyrir alla.“ Netsalar maki krókinn en samfélagið skaðann Siv telur afleitt að markaðsvæða áfengissöluna með tilheyrandi auglýsingamennsku. „Svo netsalar geti selt sem mest og makað krókinn með áfengissölu upp á milljarða króna. Ekki bera netsalar samfélagsskaðann af neyslunni heldur samfélagið.“ Vísar hún til þess að eigandi Santé, netverslunar með áfengi, hafi búist við veltu upp á tvo milljarða í fyrra. Verslunin er önnur þeirra sem sætt hefur rannsókn lögreglu í fimm ár. „Jú, þessi umdeilda sala er til rannsóknar og er breiðfylking forvarnarsamtaka sammála kæru ÁTVR um að hún sé ólögleg. Enn er beðið niðurstöðu lögreglu í málinu þótt sala þessi hafi verið kærð til lögreglu þann 16. júní 2020 fyrir rúmlega fimm árum. Slíkur dráttur á niðurstöðu er undrunarefni,“ segir Siv. „Ég hef ekki áhuga á að borga hærri skaðaskatta til að dekka þann samfélaglega kostnað sem fylgir því að netsalarnir velti sér upp úr peningum fengnum með áfengissölu þvert á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Ekki trúi ég, fyrr en tek á, að stjórnvöld sem tala um hagræðingu ætli að opna fyrir slíkan útgjaldakrana. Krana upp á milljarða króna árlega.“ Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum Siv veltir fyrir sér áhrifum þess að leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa talað fyrir undanfarin ár. „Allra veigamesta afleiðingin er stóraukinn samfélagskostnaður, sem fyrr segir. Aukin sjúkdómabyrði, meiri örorka, fleiri slys, meiri þungi í barnavernd, aukin verkefni lögreglu og svo framvegis. Velferð barna og lýðheilsa allra er undir. Þá færu umfangsmiklar áfengisauglýsingar í gang þar sem áfengi og tilboðspakkar væru auglýstir. Áfengi yrði otað að fólki, ungum sem öldnum.“ Það væri afleitt því áfengi sé ekki hver önnur verslunarvara. „Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum. Slíkt sjáum við nú þegar og stjórnvöld bregðast ekki við. Önnur áhrif, sem skipta líka máli fyrir hóp fólks, eru að vöruúrval myndi minnka mjög mikið. Þetta vita allir sem hafa keypt sér áfengi í matvöruverslunum á Spáni, í Danmörku og víðar. Örfáar tegundir yrðu seldar, einungis þær sem tryggðu matvörubúðinni mestan gróða.“ Siv bætir við að óumflýjanlega myndu störf á landsbyggðinni tapast. Málið á hraða snigilsins Siv vísar til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í febrúar síðastliðnum þar sem norræn stjórnvöld eru hvött til að forgangsraða í þágu heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Stofnunin snertir einnig á rannsókn lögreglu á netsölu áfengis á Norðurlöndum. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að málshraði í málum er snertu ungmenni hefði verið aukinn um fimm hundruð prósent. Áhersla væri á svokallaða snemmtæka íhlutun og að ný fjárveiting Alþingis hefði orðið til þess að unnt hefði verið að fjölga stöðugildum rannsóknarlögreglumanna og eins þeirra sem fara með ákæruvald í málum sem lögregla annast saksókn í. „Með allri virðingu þá hlýtur maður að spyrja, af hverju hefur þá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki klárað kæruna á hendur netsölum áfengis í ríflega fimm ár? Málið er á hraða snigils. Um er að ræða mál sem skiptir ungmenni og samfélagið allt mjög miklu máli. Meðan lögreglan heldur málinu hjá sér hefur netsalan frítt spil og grefur um sig. Staða þessi er til vansa. Samkvæmt lögum á lögreglan að hraða málsmeðferð í kærumáli eins og unnt er. Nú verður lögreglan að klára verkið. Vonandi sigrar lýðheilsan og vernd ungmenna að lokum þannig að áfram verði unnt að reka áfengissölu á Íslandi á samfélagslegum forsendum.“
Lögreglumál Netverslun með áfengi Áfengi Barnavernd Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir „Gervigreind er líka fyrir heimilið“, segir Óli tölva Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Sjá meira