Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 23:24 Trump og Pútín fóru með sitthvora yfirlýsinguna á sitthvoru tungumálinu. ap Fundi forseta Rússlands og forseta Bandaríkjanna er lokið. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þá hafa komist að ákveðnum skilningi um málefni Úkraínu en engar nánari upplýsingar fengust um hvað fælist í þeim skilning. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist ætla upplýsa evrópska leiðtoga, þar á meðal Úkraínuforseta, um hvað fór fram á fundinum. Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira
Fundur forsetanna tveggja stóð í um tvær og hálfa klukkustund en að honum loknum héldu þeir sameiginlegan blaðamannafund. Pútín hélt fyrst ræðu þar sem hann ávarpaði Trump sem „kæran nágranna“ og vonaði að hann væri við góða heilsu. Pútín sagði fund forsetanna hafa verið uppbyggilegan auk þess sem hann minntist á hversu margar rússneskar rétttrúnaðarkirkjur væru í borginni Anchorage í Alaskafylki þar sem forsetarnir funduðu. Mál málanna er auðvitað friðarviðræður um Úkraínu en fyrir fundinn sagði Trump að hann yrði afar vonsvikinn ef hann gengi ekki út af fundinum með einhvers konar vopnahléssamkomulag. „Við höfum alltaf litið á úkraínsku þjóðina sem bræðraþjóð,“ sagði Pútín samkvæmt The Guardian. Rússlandsforsetinn sagði að þeir hefðu náð ákveðnum skilningi og vonar hann að leiðtogar Úkraínu muni ekki koma í veg fyrir endalok stríðsins. Ekki liggur fyrir um hvers konar samkomulag sé að ræða og í hverju það felist. Þá sagði hann að innrás Rússa í Úkraínu hefði ekki gerst hefði Trump verið forseti árið 2022. „Við erum sannfærð um að til þess að gera lausnina varanlega og til langs tíma þurfum við að útrýma öllum aðalorsökum átakanna,“ sagði Pútín samkvæmt NYT. Rússar vilja fá stærri hluta af landi Úkraínu auk þess að Úkraína gangi ekki í Atlantshafsbandalagið og skipti um hver sitji á valdastól. Skjallaði Pútín og teymið hans „Við áttum mjög árangursríkan fund,“ sagði Trump sem hélt tölu á eftir Pútín. „Ég vil þakka Pútín forseta og öllu teyminu hans, andlit þeirra fæ ég að sjá í dagblöðunum, þið eruð næstum því jafn fræg og yfirmaðurinn,“ sagði hann og rétti hönd sína í átt að Pútín sem hann ávarpaði sem yfirmanninn. Varðandi málefni Úkraínu og Rússa sagði Trump að þeir hefðu sammælst um flest atriði en nokkur atriði ætti eftir að ræða. Hann myndi sjálfur ræða við evrópska leiðtoga og leiðtoga Atlantshafsbandalagsins til að upplýsa þau um fund forsetanna. Hann sagðist einnig ætla tala sjálfur við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, en honum var ekki boðið á fundinn. Hins vegar, þrátt fyrir að Pútín hafi sagt að ákveðinn skilningur um málefnið væri þeirra á milli, sagði Trump að það væri enginn samningur þar til það væri samningur. „Við munum hittast aftur Vladimír,“ sagði Trump. „Næst í Moskvu,“ svaraði Pútín á ensku.“ „Það er áhugavert, ég veit það ekki, ég gæti fengið smá hita vegna þess en ég gæti séð það gerast. Takk Vladimír,“ sagði Trump og með þeim orðum lauk hann blaðamannafundinum. Engir viðstaddir blaðamenn fengu að spyrja leiðtoganna spurninga heldur tókust forsetarnir í hendur, stilltu sér upp fyrir mynd og yfirgáfu svo herbergið. Samúel Karl Ólason, blaðamaður Vísis, fór yfir stöðuna fyrir fundinn í kvöldfréttum Sýnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Bandaríkin Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Sjá meira