Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. ágúst 2025 20:26 Arnór Sigurjónsson, lengst til hægri, er varnarmálasérfræðingur. Vísir/Samsett Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira