Erlent

Vaktin: Ráðast ör­lög Úkraínu í Washington DC?

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá því þegar Selenskí fór síðast til Washington DC í febrúar. Sá fundur með Trump fór vægast sagt illa.
Frá því þegar Selenskí fór síðast til Washington DC í febrúar. Sá fundur með Trump fór vægast sagt illa. AP/Ben Curtis

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sækir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, heim í dag auk fjölmargra þjóðarleiðtoga frá Evrópu sem standa við bakið á Úkraínumönnum vegna innrásar Rússa. 

Trump gaf í skyn í nótt að það væri á ábyrgð Selenskís að binda enda á stríðið, með því að verða við kröfum Rússa. Úkraínski forsetinn svaraði og sagði það verkefni Vladimírs Pútin, forseta Rússlands.

Sjá einnig: „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“

Greinendur búast við því að Selenskí eigi erfiðan fund með Trump í vændum í dag, sem á að  hefjast um klukkan fimm í dag. Fyrst ætlar hann þó að funda með leiðtogunum frá Evrópu.

Búist er við því að leiðtogarnir frá Evrópu mæti í Hvíta húsið klukkan fjögur að íslenskum tíma. Fundurinn milli Selenskís og Trumps á svo að hefjast klukkan fimm.

Upp úr klukkan sex mun Trump, samkvæmt áætlun, taka á móti leiðtogunum frá Evrópu og á sameiginlegur fundur þeirra allra að hefjast klukkan sjö.

Leiðtogarnir evrópsku eru Frederich Merz, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Gioriga Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, Alexander Stubb, forseti Finnlands, Mark Rutte, framkvæmdastjóri NATO, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Sjá einnig: Mögu­legt að ná fram öryggis­tryggingum en aðild að NATO úr myndinni

Hér að neðan ætlum við að fylgjast með helstu vendingum dagsins.

Ef vaktin birtist ekki hér að neðan, gæti þurft að hlaða síðuna upp aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×