Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 19:25 Hér má sjá vettvang hraðbankaránsins. Vísir/Anton Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“ Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31