Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 14:08 Ýmiss konar áfengi fæst nú keypt hjá fjölda netverslana með áfengi, til að mynda bjór eins og þessi. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason lögmaður í samtali við Vísi. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrstu ákæruna sem gefin hefur verið út vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til smásölu áfengis, með því að selja áfengi í gegnum erlenda netsölu. Ákæran var birt í gær og málið verður þingfest eftir tæpar tvær vikur. Rúmlega fimm ár í vinnslu Ákæran hefur verið nokkuð lengi í burðarliðnum en tvær kærur vegna ætlaðrar ólögmætrar netverslunar með áfengi voru lagðar fram fyrir liðlega fimm árum. Í byrjun júní komu málin inn á borð ákærusvið Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ný, eftir að sviðið hafði sent málin aftur í rannsókn hjá lögreglu. Hingað til hefur lögreglan ekki viljað láta uppi að hvaða netverslunum kærurnar tvær beindust en nú liggur fyrir að önnur þeirra var Smáríkið. Arnar Sigurðsson, eigandi Santé, sagði í samtali við Ríkisútvarpið á dögunum að honum hefði verið tjáð af lögreglumanni að hann ætti yfir höfði sér ákæru. Við það tilefni sagði Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, í samtali við blaðamann að engin ákvörðun þess efnis hefði verið tekin. Allt að sex ára fangelsi Heiðar Ásberg segir ákæruna á hendur framkvæmdastjóranum vera heldur óljósa í heild en ljóst sé að hann sé ákærður fyrir háttsemi sem allt að þrjátíu fyrirtæki hafa stundað hér á landi um árabil. Ákært sé fyrir brot á áfengislögum en slík brot varða allt að sex ára fangelsisvist. Þá getur sá sem fer með ávinning af slíkum brotum gerst sekur um peningaþvætti í skilningi almennra hegningarlaga, sem varðar einnig sex ára fangelsi. Netverslun með áfengi Lögreglumál Dómsmál Áfengi Tengdar fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17 Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár. 16. apríl 2025 13:37 Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3. september 2024 16:54 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Þetta staðfestir Heiðar Ásberg Atlason lögmaður í samtali við Vísi. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá. Um er að ræða fyrstu ákæruna sem gefin hefur verið út vegna meints brots á ákvæði áfengislaga um einkarétt ríkisins til smásölu áfengis, með því að selja áfengi í gegnum erlenda netsölu. Ákæran var birt í gær og málið verður þingfest eftir tæpar tvær vikur. Rúmlega fimm ár í vinnslu Ákæran hefur verið nokkuð lengi í burðarliðnum en tvær kærur vegna ætlaðrar ólögmætrar netverslunar með áfengi voru lagðar fram fyrir liðlega fimm árum. Í byrjun júní komu málin inn á borð ákærusvið Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á ný, eftir að sviðið hafði sent málin aftur í rannsókn hjá lögreglu. Hingað til hefur lögreglan ekki viljað láta uppi að hvaða netverslunum kærurnar tvær beindust en nú liggur fyrir að önnur þeirra var Smáríkið. Arnar Sigurðsson, eigandi Santé, sagði í samtali við Ríkisútvarpið á dögunum að honum hefði verið tjáð af lögreglumanni að hann ætti yfir höfði sér ákæru. Við það tilefni sagði Hildur Sunna Pálmadóttir, sviðsstjóri ákærusviðs, í samtali við blaðamann að engin ákvörðun þess efnis hefði verið tekin. Allt að sex ára fangelsi Heiðar Ásberg segir ákæruna á hendur framkvæmdastjóranum vera heldur óljósa í heild en ljóst sé að hann sé ákærður fyrir háttsemi sem allt að þrjátíu fyrirtæki hafa stundað hér á landi um árabil. Ákært sé fyrir brot á áfengislögum en slík brot varða allt að sex ára fangelsisvist. Þá getur sá sem fer með ávinning af slíkum brotum gerst sekur um peningaþvætti í skilningi almennra hegningarlaga, sem varðar einnig sex ára fangelsi.
Netverslun með áfengi Lögreglumál Dómsmál Áfengi Tengdar fréttir Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07 Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17 Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár. 16. apríl 2025 13:37 Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3. september 2024 16:54 Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. 27. desember 2024 12:07
Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. 27. desember 2024 21:17
Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Mál tveggja netverslana með áfengi eru komin aftur á borð lögreglu til rannsóknar. Þau fóru frá lögreglu til ákærusviðs í september í fyrra og höfðu þá verið í rannsókn nokkur ár. 16. apríl 2025 13:37
Málið runnið undan rifjum „afdankaðrar ríkisstofnunar“ Forsvarsmenn netverslunarinnar Sante, sem höndlar með áfengi, hafa engar áhyggjur af því að mál tveggja áfengisnetverslanna séu komin á borð ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 3. september 2024 16:54