Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Agnar Már Másson skrifar 22. ágúst 2025 23:44 Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, fékk sex ára dóm árið 2023 vegna árásarinnar á Bankastræti Club árið á undan. Hann fékk reynslulausn sem nú er farin út um gluggan fyrst hann var gómaður við að reyna að smygla inn kannabis til landsins. Vísir/Vilhelm Maður sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps á Bankastæti Club var í gær aftur dæmdur í fangelsi, nú fyrir að flytja kannabis frá Taílandi til Íslands í hundamatsumbúðum. Hann var á reynslulausn en honum hefur nú aftur verið stungið í steininn. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill. Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að sakborningurinn Alexander Máni Ingason, áður Björnsson, hafi játað sök í málinu og hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm. Tollurinn mun hafa lagt hald á umbúðirnar þegar þær komu með póstinum frá Taílandi. Annar maður var skráður fyrir sendingunni, samkvæmt dómnum, og tveir menn til viðbótar höfðu ætlað sér að sækja hundamatinn á pósthús í Reykjavík en þá hafði Tollurinn fundið um 992 grömm af marijúana í hundamatsumbúðunum. Ákæran var gefin út á hendur Alexander 1. júlí en í dómnum en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alexander, sem er tæplega tuttugu og tveggja ára, kemst í kast við lögin. Eitt stærsta ofbeldismál síðustu ára Hann á sér nokkurn brotaferil að baki, en árið 2022 var Alexander dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. En hann var einnig einn af aðalsakborningum í máli er varðar stuguárás á Bankastræti Club í miðborg Reykjavíkur árið 2022. Alexander var dæmdur í sex ára fangelsi árið 2023 fyrir tilraun til manndráps. Hann fékk aftur á móti reynslulausn í fyrra á 1.450 daga eftirstöðvum refsingar. En þegar upp komst um fíkniefnalagabrotið sem hér er fjallað um var hann færður í fangelsi að nýju fyrir rof á reynslulausn til afplánunar að nýju. Hann fær því 60 daga fangelsisdóm sem ekki eru forsendur til að skilorðsbinda í ljósi sakarferils, segir í dómnum. Bankastræti Club-málið er eitt umfangsmesta ofbeldismál sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla á undanförnum árum. Málið snýst um hópárás sem átti sér stað á skemmtistaðnum Bankastræti Club í Reykjavík í nóvember 2022. Tuttugu og fimm menn ruddust inn á skemmtistaðinn og veittust að þremur mönnum á neðri hæð staðarins. Alexander Máni var dæmdur fyrir að hafa stungið tvo menn með hníf en var sýknaður af ásökunum um þriðju stunguna. Tíu menn voru dæmdir fyrir beinar árásir með hnefa og spörkum og fjórtán voru dæmdir fyrir hlutdeild í árásinni, þar sem þeir voru inni á staðnum og veittu óbeint liðsinni. Fjöldi sakborninga og verjenda varð til þess að réttarhöldin fóru fram í Gullhömrum, þar sem hefðbundinn dómsalur þótti of lítill.
Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Fíkniefnabrot Reykjavík Fangelsismál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira