Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar 24. ágúst 2025 15:31 Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Til að skilja stöðu hagkerfisins í dag verðum við að horfa á þróunina síðustu 40–50 ár. Myndin er nokkuð skýr. Launatekjur hafa ár eftir ár misst markvisst gildin sín, einfaldlega vegna þess að þær hækka ekki í samræmi við nauðsynlegan kostnað. Á sama tíma hefur t.d. húsnæðisverð hækkað um 200–400% á síðastliðnum 14 árum. Tökum dæmi: íbúð sem er til sölu á vísi í dag seldist árið 2011 á 19,1m en er í dag ásett á 84,5m. Það er hækkun um 340% á aðeins 14 árum. Hafa launin þín hækkað um 340% á þessum tíma? Það eru margar leiðir til að afla tekna. Launatekjur er ein leið, en aðrar eru fjármagnstekjur en þær eru t.d. leigutekjur, vaxtatekjur, söluhagnaður, arðgreiðslur og arfur. Ein af þessum tekjulindum stendur ekki í takt við kostnað á því að lifa, og það eru launin. Fjármagnstekjur hins vegar hafa hækkað langt umfram nauðsynlegan kostnað heimila. Piketty (2014, Capital in the 21st Century) sýnir að þegar ávöxtun fjármagns (r) er hærri en hagvöxtur (g), þá magnast auður upp hjá þeim sem þegar hafa fjármagn, því þeir uppskera leigu, arð og vexti af þeim sem eiga bara launin sín. OECD og World Inequality Database sýna að í flestum vestrænum ríkjum hefur þetta mynstur aukið efnahagslegt ójafnvægi síðustu áratugi. 50% af Íslendingum eiga að jafnaði ekki neitt. Sem þýðir að helmingur þjóðarinnar erfir ekki neina eignarmyndun, föst á leigumarkaði og dýrara verður ár hvert að reyna að eignast eitthvað. Núna vitum við öll hvað það þýðir fyrir hagkerfið og samfélagið en ég útskýri það meira neðar. Á Íslandi má sjá þetta í tölum Hagstofunnar: fjármagnstekjur heimila jukust um 13,1% árið 2024, en launatekjur aðeins um 7,6%. þannig að fjármagn veltist hraðar áfram en laun. Þetta er ekkert óhapp, heldur formúla og hönnun á efnahagskerfi sem kallast kapítalismi. Kapítalismi er sagður vera byggður á samkeppni. Keppnin á að knýja áfram hagvöxt og allir eiga að njóta góðs af því. En þegar þú setur einstaklinga sem lifa eingöngu á laununum sínum í keppni á móti einstaklingum sem hafa bæði laun og fjármagnstekjur þá er sú keppni nokkuð auðveldlega ákveðin fyrirfram. Það er eins og að setja 17 ára 50 kg einstakling upp í kraftlyftingakeppni á móti Hafþóri Júlíussyni. Rétt eins og Hafþór vill keppa við aðra risavaxna karla, þá vilja stórfyrirtæki og auðmenn keppa sín á milli. Sú barátta hristir verulega í hagkerfinu en ekki á hagkvæman hátt. Ímyndaðu þér hoppukastala með hópi barna. Inn koma tveir pabbar og byrja að hoppa. Börnin (launþegarnir) meiðast, en pabbarnir (auðmennirnir) finna lítið fyrir því. Á toppnum hristist hagkerfið en það kemur lítið til baka niður. Auðurinn fer frekar í skattaskjól, lúxusvörur og þjónustu en í innviði samfélagsins. Sá lífsstíll hækkar meðalverðlag fyrir alla. Það hefur því áhrif á alla innan samfélagsins því við deilum öll sama hagkerfinu. Eyðsla þeirra auðugustu er nauðsynleg tölfræðileg breyta þegar við sjáum vaxandi verðbólgu vegna þess að þeir eru einfaldlega of stórir pabbar í of litlum hoppukastala. Þeir sem eiga mestan auð geta stjórnað leikreglunum með áhrifum á pólitík, lög og stefnumótun. Þannig er talið ólíklegt að tekjulægsta fólkið nái að koma sér út úr vítahring fátæktar. Hópur tekjulágra sér nauðsynlegan kostnað verða dýrari með hverju árinu með þessari þróun og ef við skoðum afleiðingar þess útfrá sál- og félagsfræðilegum rannsóknum þá veldur það beint andlegri hnignun sem breiðist út í samfélagið með alvarlegum hegðunar og andfélagslegum vandamálum. Svo sem hækkandi glæpatíðni, ofbeldi og vímuefnaneyslu. Langvinn streita, kvíði og þunglyndi þar sem fólk missir bæði von og vald á eigin lífi vegna þess hversu ólíkleg þau eru til þess að eiga innihaldsríkt líf. Kerfið vinnur gegn þeim, grefur undan styrkleikum þeirra og ýtir undir veikleika eins og tilfinningalegt ójafnvægi, örvættingu og græðgi. Þetta er ekki bara persónuleg kreppa heldur samfélagsleg þróun sem byggist upp smám saman í gegnum margar kynslóðir. Lokastig kapítalismans birtist því sjaldnast sem augljós endir. heldur þróast í það að einstaklingar og hópar leita uppi sökudólga á efnahagslegum óstöðuleika og tilfinningalegu ójafnvægi: launþegar ásaka elítuna, elítan ásakar launþega, margir ásaka innflytjendur og fólk á bótum, hægrið ásakar vinstrið og öfugt. Það er því fráhrindandi hugsunarháttur að telja sig sig trú um það að endalaus hagvöxtur, ósanngjörn samkeppni, og mannskemmandi neysluhyggja geti viðhaldið traustu og heilbrigðu samfélagi. Stattu vörð um launin þín og verndaðu samfélagið þitt með því að sameinast þeim 50% sem lifa eingöngu á launum. Þannig tryggjum við grunnstoðir samfélagsins í stað þess að þær renni til elítunnar sem gerir þær að munaðarvöru og selur eða leigir þær aftur til launafólksins. Höfundur er sósíalisti og starfsmaður velferðarsviðs Reykjavíkur
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar