Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:04 Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skóla- og menntamál Grunnskólar Rekstur hins opinbera Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar