„Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2025 19:00 Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum segir jákvætt að löggjafinn sé loks að bregðast við. Vísir/Arnar Stöðva þarf áfengissölu á netinu að mati formanns foreldrasamtaka sem fagnar því að ákært hafi verið fyrir netsölu áfengis á Íslandi. Þetta hafi mikla þýðingu sér í lagi nú þegar unglingadrykkja er að aukast. Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“ Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Greint var frá því fyrir helgi að framkvæmdastjóri íslenska hluta Smáríkisins hefði verið ákærður fyrir brot á áfengislögum en málið verður þingfest þann 3. september í Héraðsdómi Reykjaness. Fyrirtækið hefur í nokkur ár boðið fólki að kaupa áfengi á netinu og fá sent heim. Þetta er í fyrsta sinn sem ákært er fyrir smásölu áfengis hér á landi til einstaklinga á netinu. Samkvæmt íslenskum lögum er innflutningur áfengis til einkanota og heildsölu leyfilegur á Íslandi en ekki til smásölu. Árni Guðmundsson formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum telur algjörlega skýrt að þau fyrirtæki sem hafa rekið netverslanir sem selja áfengi síðustu ár hafi brotið lög. „Þetta fyrirkomulag sem hefur tíðkast hér til margra ára og loksins á að fara að taka á er bara smásölufyrirkomulag í sinni tærustu mynd. Þetta er bara netsala í gegnum smásölufyrirkomulag. Þess vegna finnst mér mjög sérkennilegt þegar þetta byrjaði að það hafi ekki verið gripið inn í þetta strax.“ Mikilvægt sé að lögreglan sé nú loksins að bregðast við. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Vegna þess að þetta er starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa og það að þetta sé komið núna er auðvitað fagnaðarefni. Við hefðum bara viljað sjá þetta miklu miklu miklu fyrr.“ Árni og samtök hans hafa barist ötullega gegn netverslun með áfengi. Til að vekja athygli á málinu kærði meðal annars Árni sjálfan sig fyrir að kaupa áfengi hjá netverslun. Mál hans er í skoðun hjá lögreglunni. Hann segir um mikilvægt lýðheilsumál að ræða og vonar að tekið verði harðar á málum sem þessum. „Aukin sala áfengi leiðir auðvitað til aukinnar neyslu og viðkvæmustu hóparnir eru auðvitað börn og ungmenni þegar svona hlutir eru. Við státum af íslensku forvarnarmódeli sem er gott en við sjáum hins vegar aukna áfengisneyslu unglinga í dag og það er auðvitað einn angi af því þessi ofboðslega markaðssókn auglýsingar og aukið framboð á áfengi. Það er bara ekki flóknara en það.“
Áfengi Netverslun með áfengi Börn og uppeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00