Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir, Stefán Yngvi Pétursson, Rósa Líf Darradóttir og Anahita S. Babaei skrifa 27. ágúst 2025 14:30 Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Árnadóttir Rósa Líf Darradóttir Hvalveiðar Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Við í Hvalavinum vernd hafsins höfum hafið nýja herferð sem miðar að því að fræða ferðamenn um hvali og lunda. Við viljum hvetja þá til að upplifa þessi stórkostlegu dýr í sínu náttúrulega umhverfi, en ekki á disknum. Herferð þessi er framhald af því þegar 140 aðrir listamenn sendu áskorun á veitingastaði í vor og biðluðu til þeirra að taka hvalkjöt af matseðli. Sú áskorun leiddi til þess að fimm af tíu veitingastöðum á SV-landi ákváðu að hætta að bjóða upp á hvalkjöt. Af hverju að beina þessu til ferðamanna? Á hverju ári koma allt að 2,5 milljónir ferðamanna til Íslands, sem er sexfaldur fjöldi íbúa landsins. Kannanir sýna að innan við 2% Íslendinga borða hvalkjöt reglulega og að 82% hafa aldrei smakkað það. Það er því ljóst að eftirspurnin eftir hval- og lundakjöti er að mestu leyti knúin áfram af ferðamönnum, ferðamönnum sem oft er sagt að þetta sé hefðbundinn íslenskur matur. Í dag er það hvalkjöt sem ferðamenn fá á Íslandi að mestu leyti innflutt hrefnukjöt frá Noregi. Eitt íslenskt fyrirtæki hefur leyfi til hrefnuveiða en engar veiðar hafa þó farið fram í sumar. Leyfið gildir hins vegar næstu fimm árin, á meðan það er í gildi er því yfirvofandi möguleiki á veiðum á ný. Við í Hvalavinum höfum þegar séð árangur af því að vekja athygli á þessum málum. Nú viljum við taka næsta skref: að draga úr eftirspurn. Ef enginn kaupir hvalkjöt er engin ástæða til að halda veiðum áfram. Lundinn er í hættu Nýlegar rannsóknir sýna að lundastofninn við Íslandsstrendur hefur dregist saman um 70% á síðustu 30 árum. Þar spila bæði loftslagsbreytingar og veiðar inn í. Lundinn verpir aðeins einu eggi á ári, heldur sig við sama maka alla ævi og snýr ár eftir ár aftur í sama hreiður. Þetta gerir stofninn sérstaklega viðkvæman. Stjórnvöld hafa þegar beint þeim tilmælum til veiðimanna og veitingastaða að gæta hófs í lundaveiðum og endurskoða sölu á lundakjöti, þar sem veiðarnar eru ekki sjálfbærar. Við í Hvalavinum teljum að það sé tímabært í ljósi stöðunnar að lundinn verði alfarið tekinn af matseðlum líkt og hvalir og biðlum til stjórnvalda að ganga fram með góðu fordæmi og vernda þessi stórkostlegu dýr. Skilaboðin til ferðamanna Villt náttúra er aðal aðdráttarafl Íslands. Það er einstök upplifun að sjá hvali synda frjálst eða fylgjast með lunda spóka sig á klettasyllum. Það eru minningar sem ferðamenn taka með sér héðan, og þær eru mikils meira virði en ein máltíð. Við hvetjum ferðamenn til að: Sleppa því að borða hval- eða lundakjöt Virða dýrin í sínu náttúrulega umhverfi Styðja fyrirtæki sem vernda villta náttúru Skrifaðu undir áheit Við bjóðum ferðamönnum að skrifa undir áheit til að hvetja til verndar á hval og lunda. Hver undirskrift sendir skýr skilaboð til veitingastaða, fyrirtækja og stjórnvalda um að þeir sem heimsækja Ísland vilja upplifa ósnortna náttúru og sjá villt dýr en ekki neyta tegunda sem standa höllum fæti. Áheitasíðuna og frekari upplýsingar um hvali og lunda má finna hér: www.fortheloveoficeland.is Við værum þakklát öllum þeim sem deila áheitinu á samfélagsmiðlum, Villt dýr eru meira virði á lífi. Hvalavinir vernd hafsins Undirrituð, Valgerður Árnadóttir, formaður Hvalavina vernd hafsins Stefán Yngvi Pétursson, listamaður fyrir náttúruvernd og dýravelferð Rósa Líf Darradóttir, formaður Samtaka um dýravelferð Anahita S. Babaei, aðgerðasinni, lista- og kvikmyndagerðarkona
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun