Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 27. ágúst 2025 19:33 Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Tillögur Viðskiptaráðs til ríkisins um atvinnustefnu þess endurspegla hugsun sem setur rekstrarumhverfi fyrirtækja í fyrsta sæti, en gerir það á kostnað samfélagsins sem þau byggja á. Þar eru skattkerfið, regluverkið og opinber þjónusta sett fram sem hindranir á meðan grunnstoðir samfélagsins, heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið, eru skilgreindar sem byrði. Í augum viðskiptaráðs er framleiðni, stöðugleiki og alþjóðleg samkeppnishæfni taldar lykilforsendur hagsældar: ef fyrirtæki dafna, skapast störf, aukin verðmætasköpun og þar með bætt lífskjör. Þetta sjónarhorn er ekki rangt í sjálfu sér, en það segir aðeins hálfa söguna. Á móti stendur sú sýn að hagsæld byggist ekki eingöngu á mælanlegum hagvaxtartölum heldur á því hvernig samfélagið heldur utan um fólk: hvort það hafi húsnæði, hvort það njóti jafnra tækifæra og hvort það búi við öryggi og traust til framtíðar. Það má segja að hér rekist tvö gildiskerfi á: annars vegar hagfræðileg skilgreining á árangri sem mælir framleiðni og verga landsframleiðslu á mann, hins vegar samfélagsleg sýn sem mælir gæði lífsins og styrk samheldninnar. Við getum ekki hunsað annað kerfið án þess að veikja hitt, því þau eru ekki andstæður heldur tvær hliðar sama tenings. Án félagslegs öryggis veikist framleiðnin; án framleiðni hrynur félagslegi grunnurinn. Sjálfbær hagvöxtur krefst þess að við samþættum bæði: öflugt rekstrarumhverfi fyrirtækja og sterkar samfélagsstoðir sem tryggja að hagsældin nýtist öllum. Því ef fólk hefur ekki kaupmátt, öryggi og aðgang að menntun hverfur sú undirstaða sem fyrirtækin sjálf hvíla á. Að líta á samfélagið sem hindrun er eins og að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar. Við sjáum þetta skýrt í orðræðu ráðsins í tillögunum: jafnlaunavottun verður „kostnaður“, húsnæðisstuðningur „skekkja“, öryrkjar „útgjaldavandi“ og menningarstarfsemi „sérhagsmunir“. Þetta er tungutak sem gerir manneskjuna ósýnilega. Það er ekki lengur spurt hvað samfélagið þarfnast, heldur hvernig það má laga að kröfum markaðarins. Afleiðingin af þessari hugsun er fyrirsjáanleg. Þegar ríkið hörfar og markaðsöflin ráða ein breikkar bilið milli þeirra sem hafa fjármagn og þeirra sem ekki hafa það. Það er ekki aðeins óréttlæti heldur bein ógn við samheldni og stöðugleika samfélagsins. Þegar fjölmiðlastuðningur er skorin niður og menningarstarfsemi sett undir sama hatt og hefðbundin fyrirtæki minnkar rýmið fyrir sjálfstæða umræðu og lýðræðislegt aðhald. Þegar raddir almennings og minnihlutahópa veikjast verður samfélagið sjálft brothætt. Sú trú á að markaðurinn geti leyst öll vandamál leiðir til þess að langtímahagsmunir samfélagsins, menntun, heilbrigði, félagslegt öryggi og jafnrétti, missa vægi. Fyrirtæki geta hagnast til skamms tíma, en ef samfélagið molnar innan frá hverfur grundvöllur til varanlegs vaxtar. Raunveruleg hagsæld er ekki mæld í vergri landsframleiðslu einni. Hún er mæld í því hvort börn fá góða menntun, hvort fólk hafi aðgang að húsnæði, hvort kynin njóta jafnra tækifæra og hvort almenningur hefur trú á framtíðinni. Þetta eru nauðsynlegar undirstöður samfélags, ekki hindranir. Að skilgreina þær sem byrði jafngildir því að hafna því sem hagsæld byggist á. Hér er ekki verið að hafna mikilvægi fyrirtækja eða markaðarins til framfara og til samfélagsins í heild, Þvert á móti. Það er ekki mótsögn að efla bæði framleiðni og félagslegt öryggi. Þvert á móti er það skilyrði sjálfbærs vaxtar. Fyrirtæki dafna innan sterks samfélags. Þau þurfa fyrirsjáanleika, traustar stoðir og innviði. Fyrirtæki eru stofnuð til að leysa vandamál en hagnaður er nauðsynleg forsenda þeirra. Það má ekki missa sjónar á því hver raunverulegur tilgangur þeirra er. Sjálfbær hagvöxtur byggir á þessu jafnvægi. Við styrkjum rekstrarumhverfið með því að þjóna samfélaginu betur: skapa störf, auka lífsgæði og byggja upp réttlátt, sanngjarnt og stöðugt samfélag. Hér má lesa tillögur Viðskiptaráðs: https://vi.is/umsagnir/leidarljos-fyrir-atvinnustefnu-islands Höfundur er viðskiptafræðinemi
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun