Leik lokið: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Arnar Skúli Atlason skrifar 31. ágúst 2025 15:58 Eyjamenn fagna fyrr í sumar ÍBV Knattspyrna Facebook Útlitið er enn dekkra hjá botnliði Skagamanna eftir þriðja tapið í röð í Bestu deild karla í fótbolta. Þorlákur Breki Þ. Baxter skoraði sitt fyrsta marki á ferlinum í efstu deild þegar hann kom Eyjaliðinu yfir í þessum góða 2-0 sigri. Markið skoraði strákurinn með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf Olivers Heiðarssonar á 66. mínútu. Eyjamenn bættu síðan við marki í uppbótatíma sem Sverrir Páll Hjaltested skoraði úr vítaspyrnu sem Hermann Þór Ragnarsson fékk. ÍBV hoppaði upp í sjötta sæti deildarinnar og þar með upp í efri hlutann en liðið hefur náði í sjö stig í síðustu þremur leikjum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Besta deild karla ÍBV ÍA
Útlitið er enn dekkra hjá botnliði Skagamanna eftir þriðja tapið í röð í Bestu deild karla í fótbolta. Þorlákur Breki Þ. Baxter skoraði sitt fyrsta marki á ferlinum í efstu deild þegar hann kom Eyjaliðinu yfir í þessum góða 2-0 sigri. Markið skoraði strákurinn með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf Olivers Heiðarssonar á 66. mínútu. Eyjamenn bættu síðan við marki í uppbótatíma sem Sverrir Páll Hjaltested skoraði úr vítaspyrnu sem Hermann Þór Ragnarsson fékk. ÍBV hoppaði upp í sjötta sæti deildarinnar og þar með upp í efri hlutann en liðið hefur náði í sjö stig í síðustu þremur leikjum. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.