Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 1. september 2025 11:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Tryggingastofnunar. Silla Páls Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi varann á sér þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Sjá meira
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?