Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 1. september 2025 11:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Tryggingastofnunar. Silla Páls Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44