Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson og Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifa 2. september 2025 07:32 Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjavík Einar Þorsteinsson Magnea Gná Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að gæði samfélaga séu metin eftir því hvernig þau hlúa að velferð barna. Við í Framsókn erum sammála því og viljum því leggja til að Reykjavík ráðist í metnaðarfullt verkefni til að bæta líf barna í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar í dag leggjum við til að Reykjavíkurborg hefji vinnu við að verða barnvænt sveitarfélag samkvæmt alþjóðlegu verkefni UNICEF, Child Friendly Cities Initiative. Með þeirri ákvörðun skuldbindur borgin sig til að setja börn og hagsmuni þeirra í forgang í allri stefnumótun, ákvarðanatöku og daglegum rekstri. Takk Reykjavíkurráð ungmenna! Við í Framsókn erum innilega þakklát Reykjavíkurráði ungmenna sem lýst hefur opinberlega yfir stuðningi við tillögu okkar í borgarstjórn. Við hvetjum borgarfulltrúa til að lesa ályktun ráðsins áður en þeir greiða atkvæði um tillöguna. Reykjavík hefur þegar tekið mikilvæg skref með réttindaskólum og frístund UNICEF þar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er innleiddur í leik- og grunnskólum, frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Með barnvænu sveitarfélagi er stigið næsta skref: að tryggja að Barnasáttmálinn verði raunverulegur rauður þráður í allri starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Ný hugsun Ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi borgarinnar hafa víðtæk áhrif á börn. Hvort sem um ræðir skipulag hverfa, samgöngur, menntun eða félagsþjónustu. Því er mikilvægt að „barnaréttindagleraugun“ séu ávallt uppi og aðkoma barna á ákvörðunartöku sé aukin. Verkefnið barnvænt sveitarfélag felur í sér markvissari innleiðingu á Barnasáttmálanum og er grundvallarbreyting á því hvernig við högum stefnumótun borgarinnar og forgangsröðun. Barnvæn höfuðborg Aðeins ein höfuðborg á Norðurlöndunum er barnvæn samkvæmt skilgreiningu verkefnis UNICEF og sómi væri af því ef Reykjavík yrði önnur höfuðborgin sem færi þessa leið. Þótt ríkisvaldið beri formlega ábyrgð á því að Ísland uppfylli Barnasáttmálann er ljóst að hann verður aldrei innleiddur án aðkomu sveitarfélaganna. Sem höfuðborg og stærsta sveitarfélag landsins ber Reykjavík ríka ábyrgð á að tryggja réttindi og farsæld barna á Íslandi og ganga á undan með góðu fordæmi. Pólitísk afstaða Ákvörðun um að taka þátt í verkefninu Barnvænt sveitarfélag er pólitísk afstaða um að réttindi barna skipti máli. Við í Framsókn vonum að borgarstjórn geti sameinast um að setja börnin í borginni forgang. Við vitum að þegar börnum líður vel, þá líður samfélaginu vel. Reykjavíkurborg á að hafa metnað til þess að vera leiðandi á meðal borga á heimsvísu þegar kemur að innleiðingu á Barnasáttmálanum og þar með réttindum barna. Höfundar eru oddviti Framsóknar og borgarfulltrúi Framsóknar sem situr í velferðarráði og mannréttindaráði.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun