Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2025 19:23 Mægðurnar Margrét Hugrún Gústavsdóttir og Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir á góðri stundu. Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, dóttir hennar, segir að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ byrjar Margrét á að segja í tengslum við málið. Ósátt við kistulagningu í heimahúsi Margrét segir að fyrsta áfallið hafi riðið yfir þegar hún frétti að makinn ætlaði að hafa kistulagninguna heima hjá sér. „Hann kallaði þetta húskveðju að gömlum sið sem þýðir að kistan var tekin úr líkhúsinu, borin upp á aðra hæð í raðhúsi og farið með hana inn í stofu. Þar var hún látin standa. Mér skilst af þeim sem mættu í kistulagninguna að móðir mín hafi verið í opinni kistu inni í stofu og svo hafi bara verið boðið upp á veitingar þar. Hvorki mig né dóttur mína langaði að taka þátt í athöfninni. Við fórum ekki,“ segir Margrét. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir er látin. Dóttir hennar er allt annað en sátt við hvernig staðið var að útför hennar. Hún telur að þetta hafi ekki verið í takt við vilja sinn eða móður sinnar sem hún telur að hefði frekar viljað hafa kistulagninguna í kapellu. Margrét segist skömmu síðar hafa frétt af því að makinn ætlaði að hafa útför móður sinnar þremur mánuðum eftir andlát hennar eða á afmælisdegi hennar. Henni hafi brugðið verulega við þær fréttir. „Mamma þurfti þá, eða líkið hennar, að dúsa þessa mánuði í líkhúsi uppi á Höfða. Hann tilgreindi að ástæðan væri einhverjar plöntur sem hann vildi hafa sem skreytingar í útförinni og ætlaði svo að hafa í garðinum hjá sér eftir útförina. Þetta fékk ofsalega mikið á mig. Það var afar sárt fyrir mig að vera algjörlega útilokuð frá ferlinu, hann hafði skipulagt allt saman eftir eigin höfði. Þetta var gert án samkenndar eða tillits til annarra nánustu aðstandenda sem er ég, einkadóttir konunnar, og einkadóttir mín. Ég óskaði þess bara að mamma fengi að hvíla í gröf sinni í stað þess að liggja af tilefnislausu í líkhúsi mánuðum saman. Svo þegar kom loks að jarðarförinni voru þessar plöntur sem hann tilgreindi hvergi sýnilegar. Þetta í raun raskaði öllu sorgarferlinu. Mig dreymdi á nóttinni að mamma væri á hótelum og gistiheimilum að bíða eftir hvíldinni,“ segir Margrét. Frá minningarathöfn um Ágústu Rut Sigurgeirsdóttur sem Margrét hélt í Kópavogskirkju, „Makinn ræður þessu“ Margrét segist hafa reynt að hafa samband bæði við Biskupsstofu og útfararstofuna þar sem jarðneskar leifar móður hennar voru geymdar, til að flýta útförinni og breyta fyrirætlun mannsins um að kistulagningin færi fram í heimahúsi. Hún hafi aðeins fengið þau svör að makinn réði för. „Ég fékk engin almennileg svör og eigandi útfararstofunnar svaraði mér ekki. Svarið sem ég fékk í raun frá Biskupsstofu var að makinn ræður þessu. Ég hugsaði, makinn ræður þessu og má þá gera hvað sem er,“ segir hún. En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Kirkjan hafi svo ráðlagt henni að halda eigin athöfn, þá kistulagningu í kapellu og svo minningarathöfn, sem Margrét hélt svo í Kópavogskirkju. Hún segir að allt ferlið hafi tekið mikið á sig. „Það var þessi yfirgangur, þetta var óbærilegur yfirgangur. Það var allt rangt við þetta, mér leið illa, dóttur minni og fleiri aðstandendum,“ segir hún. Kallar eftir lagaramma Margrét segir að það skorti lagaramma um hvað gerist á milli andláts og greftrunar. „Það þarf að gera kröfu til útfararstofa um að taka tillit til nánustu aðstandenda í fleirtölu. Það þarf að setja skýran ramma um hversu lengi má bíða með greftrun. Það þarf að vernda fólk fyrir því að lenda í svona aðstæðum. Þetta á ekki að geta komið fyrir,“ segir Margrét. Viðtalið við Margréti Hugrúnu sem birtist í þættinum Ísland í dag má sjá hér að neðan: Kirkjugarðar Fjölskyldumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir, dóttir hennar, segir að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ byrjar Margrét á að segja í tengslum við málið. Ósátt við kistulagningu í heimahúsi Margrét segir að fyrsta áfallið hafi riðið yfir þegar hún frétti að makinn ætlaði að hafa kistulagninguna heima hjá sér. „Hann kallaði þetta húskveðju að gömlum sið sem þýðir að kistan var tekin úr líkhúsinu, borin upp á aðra hæð í raðhúsi og farið með hana inn í stofu. Þar var hún látin standa. Mér skilst af þeim sem mættu í kistulagninguna að móðir mín hafi verið í opinni kistu inni í stofu og svo hafi bara verið boðið upp á veitingar þar. Hvorki mig né dóttur mína langaði að taka þátt í athöfninni. Við fórum ekki,“ segir Margrét. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir er látin. Dóttir hennar er allt annað en sátt við hvernig staðið var að útför hennar. Hún telur að þetta hafi ekki verið í takt við vilja sinn eða móður sinnar sem hún telur að hefði frekar viljað hafa kistulagninguna í kapellu. Margrét segist skömmu síðar hafa frétt af því að makinn ætlaði að hafa útför móður sinnar þremur mánuðum eftir andlát hennar eða á afmælisdegi hennar. Henni hafi brugðið verulega við þær fréttir. „Mamma þurfti þá, eða líkið hennar, að dúsa þessa mánuði í líkhúsi uppi á Höfða. Hann tilgreindi að ástæðan væri einhverjar plöntur sem hann vildi hafa sem skreytingar í útförinni og ætlaði svo að hafa í garðinum hjá sér eftir útförina. Þetta fékk ofsalega mikið á mig. Það var afar sárt fyrir mig að vera algjörlega útilokuð frá ferlinu, hann hafði skipulagt allt saman eftir eigin höfði. Þetta var gert án samkenndar eða tillits til annarra nánustu aðstandenda sem er ég, einkadóttir konunnar, og einkadóttir mín. Ég óskaði þess bara að mamma fengi að hvíla í gröf sinni í stað þess að liggja af tilefnislausu í líkhúsi mánuðum saman. Svo þegar kom loks að jarðarförinni voru þessar plöntur sem hann tilgreindi hvergi sýnilegar. Þetta í raun raskaði öllu sorgarferlinu. Mig dreymdi á nóttinni að mamma væri á hótelum og gistiheimilum að bíða eftir hvíldinni,“ segir Margrét. Frá minningarathöfn um Ágústu Rut Sigurgeirsdóttur sem Margrét hélt í Kópavogskirkju, „Makinn ræður þessu“ Margrét segist hafa reynt að hafa samband bæði við Biskupsstofu og útfararstofuna þar sem jarðneskar leifar móður hennar voru geymdar, til að flýta útförinni og breyta fyrirætlun mannsins um að kistulagningin færi fram í heimahúsi. Hún hafi aðeins fengið þau svör að makinn réði för. „Ég fékk engin almennileg svör og eigandi útfararstofunnar svaraði mér ekki. Svarið sem ég fékk í raun frá Biskupsstofu var að makinn ræður þessu. Ég hugsaði, makinn ræður þessu og má þá gera hvað sem er,“ segir hún. En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Kirkjan hafi svo ráðlagt henni að halda eigin athöfn, þá kistulagningu í kapellu og svo minningarathöfn, sem Margrét hélt svo í Kópavogskirkju. Hún segir að allt ferlið hafi tekið mikið á sig. „Það var þessi yfirgangur, þetta var óbærilegur yfirgangur. Það var allt rangt við þetta, mér leið illa, dóttur minni og fleiri aðstandendum,“ segir hún. Kallar eftir lagaramma Margrét segir að það skorti lagaramma um hvað gerist á milli andláts og greftrunar. „Það þarf að gera kröfu til útfararstofa um að taka tillit til nánustu aðstandenda í fleirtölu. Það þarf að setja skýran ramma um hversu lengi má bíða með greftrun. Það þarf að vernda fólk fyrir því að lenda í svona aðstæðum. Þetta á ekki að geta komið fyrir,“ segir Margrét. Viðtalið við Margréti Hugrúnu sem birtist í þættinum Ísland í dag má sjá hér að neðan:
En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu.
Kirkjugarðar Fjölskyldumál Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira