Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. september 2025 19:23 Mægðurnar Margrét Hugrún Gústavsdóttir og Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir á góðri stundu. Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Dóttirin telur að með því hafi minningu móður hennar verið sýnd vanvirðing. Hún segir bæði Biskupsstofu og útfararstofu hafa brugðist og kallar eftir skýrum lögum um ferlið milli andláts og greftrunar. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á Krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir dóttir hennar segir að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ byrjar Margrét á að segja í tengslum við málið. Ósátt við kistulagningu í heimahúsi Margrét segir að fyrsta áfallið hafi riðið yfir þegar hún frétti að makinn ætlaði að hafa kistulagninguna heima hjá sér. „Hann kallaði þetta húskveðju að gömlum sið. Sem þýðir að kistan var tekin úr líkhúsinu borin upp á aðra hæð í raðhúsi og farið með hana inn í stofu. Þar var hún látin standa. Mér skilst af þeim sem mættu í kistulagninguna að móðir mín hafi verið í opinni kistu inn í stofu og svo hafi bara verið boðið upp á veitingar þar. Hvorki mig né dóttur minni langaði að taka þátt í athöfninni. Við fórum ekki,“ segir Margrét. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir. Hún telur að þetta hafi ekki verið í takt við vilja sinn eða móður sinnar sem hún telur að hefði frekar viljað hafa kistulagninguna í kapellu. Margrét segist skömmu síðar hafa frétt af því að makinn ætlaði að hafa útför móður sinnar þremur mánuðum eftir andlát hennar eða á afmælisdegi hennar. Henni hafi brugðið verulega við þær fréttir. „Mamma þurfti þá, eða líkið af henni að dúsa þessa mánuði í líkhúsi upp á höfða. Hann tilgreindi að ástæðan væri einhverjar plöntur sem hann vildi hafa sem skreytingar í útförinni og ætlaði svo að hafa í garðinum hjá sér á eftir hana. Þetta fékk ofsalega mikið á mig. Það var afar sárt fyrir mig að vera algjörlega útilokuð frá ferlinu, hann hafði skipulagt allt saman eftir eigin höfði. Þetta var gert án samkenndar eða tillits til annarra nánustu aðstandenda sem er ég einkadóttir konunnar og einkadóttir mín. Ég óskaði þess bara að mamma fengi að hvíla í gröf sinni í stað þess að liggja af tilefnislausu í líkhúsi mánuðum saman. Svo þegar kom loks að jarðarförinni voru þessar plöntur sem hann tilgreindi hvergi sýnilegar. Þetta í raun raskaði öllu sorgarferlinu. Mig dreymdi á nóttinni að mamma væri á hótelum og gistiheimilum að bíða eftir hvíldinni,“ segir Margrét. Frá minningarathöfn um Ágústu Rut Sigurgeirsdóttur sem Margrét hélt í Kópavogskirkju, „Makinn ræður þessu" Margrét segist hafa reynt að hafa samband bæði við Biskupsstofu og útfararstofuna þar sem jarðneskar leifar móður hennar voru geymdar, til að flýta útförinni og breyta fyrirætlun mannsins um að kistulagningin færi fram í heimahúsi. Hún hafi aðeins fengið þau svör að makinn réði för. „Ég fékk engin almennileg svör og eigandi útfararstofunnar svaraði mér ekki. Svarið sem ég fékk í raun frá Biskupsstofu var að makinn ræður þessu. Ég hugsaði, makinn ræður þessu og má þá gera hvað sem er,“ segir hún. En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Kirkjan hafi svo ráðlagt henni að halda eigin athöfn, þá kistulagningu í kapellu og svo minningarathöfn, sem Margrét hélt svo í Kópavogskirkju. Hún segir að allt ferlið hafi tekið mikið á sig. „Það var þessi yfirgangur, þetta var óbærilegur yfirgangur. Það var allt rangt við þetta, mér leið illa, dóttur minni og fleiri aðstandendum,“ segir hún. Kallar eftir lagaramma Margrét segir að það skorti lagaramma um hvað gerist á milli andláts og greftrunar. „Það þarf að gera kröfu til útfararstofa um að taka tillit til nánustu aðstandenda í fleirtölu. Það þarf að setja skýran ramma um hversu lengi má bíða með greftrun. Það þarf að vernda fólk fyrir því að lenda í svona aðstæðum. Þetta á ekki að geta komið fyrir,“ segir Margrét. Viðtalið við Margréti Hugrúnu sem birtist í þættinum Ísland í dag má sjá hér að neðan: Kirkjugarðar Fjölskyldumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir lést á Krabbameinsdeild Landspítalans fyrir rúmum þremur árum. Margrét Hugrún Gústavsdóttir dóttir hennar segir að allt ferlið frá banalegu til greftrunar hafi verið sárt og óeðlilegt. Makinn hafi ráðið öllu án þess að tillit væri tekið til óska hennar sem einkadóttur. Hann hafi verið búinn að skipuleggja jarðarför og kistulagningu fyrir andlát móður hennar án samráðs við sig. „Ekkert í kringum þetta var eðlilegt. Allt ferlið einkenndist af ofríki og skilningsleysi,“ byrjar Margrét á að segja í tengslum við málið. Ósátt við kistulagningu í heimahúsi Margrét segir að fyrsta áfallið hafi riðið yfir þegar hún frétti að makinn ætlaði að hafa kistulagninguna heima hjá sér. „Hann kallaði þetta húskveðju að gömlum sið. Sem þýðir að kistan var tekin úr líkhúsinu borin upp á aðra hæð í raðhúsi og farið með hana inn í stofu. Þar var hún látin standa. Mér skilst af þeim sem mættu í kistulagninguna að móðir mín hafi verið í opinni kistu inn í stofu og svo hafi bara verið boðið upp á veitingar þar. Hvorki mig né dóttur minni langaði að taka þátt í athöfninni. Við fórum ekki,“ segir Margrét. Ágústa Rut Sigurgeirsdóttir. Hún telur að þetta hafi ekki verið í takt við vilja sinn eða móður sinnar sem hún telur að hefði frekar viljað hafa kistulagninguna í kapellu. Margrét segist skömmu síðar hafa frétt af því að makinn ætlaði að hafa útför móður sinnar þremur mánuðum eftir andlát hennar eða á afmælisdegi hennar. Henni hafi brugðið verulega við þær fréttir. „Mamma þurfti þá, eða líkið af henni að dúsa þessa mánuði í líkhúsi upp á höfða. Hann tilgreindi að ástæðan væri einhverjar plöntur sem hann vildi hafa sem skreytingar í útförinni og ætlaði svo að hafa í garðinum hjá sér á eftir hana. Þetta fékk ofsalega mikið á mig. Það var afar sárt fyrir mig að vera algjörlega útilokuð frá ferlinu, hann hafði skipulagt allt saman eftir eigin höfði. Þetta var gert án samkenndar eða tillits til annarra nánustu aðstandenda sem er ég einkadóttir konunnar og einkadóttir mín. Ég óskaði þess bara að mamma fengi að hvíla í gröf sinni í stað þess að liggja af tilefnislausu í líkhúsi mánuðum saman. Svo þegar kom loks að jarðarförinni voru þessar plöntur sem hann tilgreindi hvergi sýnilegar. Þetta í raun raskaði öllu sorgarferlinu. Mig dreymdi á nóttinni að mamma væri á hótelum og gistiheimilum að bíða eftir hvíldinni,“ segir Margrét. Frá minningarathöfn um Ágústu Rut Sigurgeirsdóttur sem Margrét hélt í Kópavogskirkju, „Makinn ræður þessu" Margrét segist hafa reynt að hafa samband bæði við Biskupsstofu og útfararstofuna þar sem jarðneskar leifar móður hennar voru geymdar, til að flýta útförinni og breyta fyrirætlun mannsins um að kistulagningin færi fram í heimahúsi. Hún hafi aðeins fengið þau svör að makinn réði för. „Ég fékk engin almennileg svör og eigandi útfararstofunnar svaraði mér ekki. Svarið sem ég fékk í raun frá Biskupsstofu var að makinn ræður þessu. Ég hugsaði, makinn ræður þessu og má þá gera hvað sem er,“ segir hún. En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu. Kirkjan hafi svo ráðlagt henni að halda eigin athöfn, þá kistulagningu í kapellu og svo minningarathöfn, sem Margrét hélt svo í Kópavogskirkju. Hún segir að allt ferlið hafi tekið mikið á sig. „Það var þessi yfirgangur, þetta var óbærilegur yfirgangur. Það var allt rangt við þetta, mér leið illa, dóttur minni og fleiri aðstandendum,“ segir hún. Kallar eftir lagaramma Margrét segir að það skorti lagaramma um hvað gerist á milli andláts og greftrunar. „Það þarf að gera kröfu til útfararstofa um að taka tillit til nánustu aðstandenda í fleirtölu. Það þarf að setja skýran ramma um hversu lengi má bíða með greftrun. Það þarf að vernda fólk fyrir því að lenda í svona aðstæðum. Þetta á ekki að geta komið fyrir,“ segir Margrét. Viðtalið við Margréti Hugrúnu sem birtist í þættinum Ísland í dag má sjá hér að neðan:
En miðað við lögin þá virðist við fyrstu sýn ekkert standa í lögum um hve lengi má geyma lík. Skv. lögum virðist einnig eiginmaðurinn hafa forræði yfir málinu.
Kirkjugarðar Fjölskyldumál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira