Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. september 2025 12:22 Það fór vel á með Macron og Selenskí í París í gær. Getty/Anadolu/Mustafa Yalcin Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað. Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað. Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður munu ræða við helstu leiðtoga eftir fundarhöldin en áhersla hefur verið lögð á að freista þess að fá Bandaríkjamenn til að eiga aðkomu að málum. Trump hefur áður sagt að Bandaríkin væru mögulega reiðubúin til að styðja við friðargæslu- eða herlið úr lofti. Mark Rutte, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði fyrir fundinn að markmiðið væri að skýra hvað bandamenn Úkraínu í Evrópu hefðu fram að færa, til að greiða fyrir viðræðum um mögulega þátttöku Bandaríkjanna. BBC hefur eftir heimildarmanni innan franska stjórnkerfisins að markmið öryggistrygginganna yrði þríþætt; að styrkja hersveitir Úkraínu, að styðja þær með utanaðkomandi herliði til að taka af allan vafa um afstöðu Evrópu og að fá Bandaríkjamenn að borðinu. З Президентом @ZelenskyyUa у Парижі, напередодні зустрічі Коаліції волі.Безпека українців — це й наша безпека.Європа готова надати надійні гарантії безпеки. Ми готові до міцного й тривалого миру в Україні. pic.twitter.com/n1mz9vx6lJ— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) September 3, 2025 Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti sagðist í aðdraganda fundarhaldanna í dag að hann hefði fengið „merki“ frá Bandaríkjastjórn að þau myndu koma einhvern veginn að málum. Greint hefur verið frá því að Selenskí muni eiga fund með Steve Witkoff, sendifulltrúa Bandaríkjaforseta, á hliðarlínum ráðstefnunnar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði fyrr í vikunni að það væri ljós við enda ganganna en Rússar hafa hins vegar ekkert slegið af kröfum sínum og vilja sjálfir koma að því að tryggja öryggi Úkraínu, eins furðulega og það hljómar. Rutte sagði hins vegar í morgun að Rússar hefðu alls ekkert neitunarvald þegar kæmi að viðveru erlends herliðs í Úkraínu. „Af hverju ættum við að hafa áhuga á því hvað Rússum finnst um herlið í Úkraínu? Þetta er sjálfstætt ríki. Það er ekki þeirra að ákveða.“ Trump sagðist í samtali við CBS News í gær enn eiga í góðum samskiptum við bæði Pútín og Selenskí og að hann stefndi enn á að leysa málið, eins og hann hefur ítrekað lofað.
Frakkland Úkraína Rússland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bretland Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira