Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar 14. september 2025 11:30 Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helen Ólafsdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Öryggis- og varnarmál Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi utanríkisráðherra, kæru alþingismenn, Ísland hefur löngum státað af því að standa vörð um mannréttindi og alþjóðalög. Nú stöndum við frammi fyrir prófraun sem krefst skýrrar afstöðu og raunverulegra aðgerða. Fólk sem hefur tekið þátt í vopnuðum átökum getur borið með sér alvarleg áföll, þar á meðal einkenni áfallastreituröskunar. Það er öryggismál fyrir Íslendinga ef ungir menn sem hafa tekið þátt í ógeðfelldum stríðsglæpum og jafnvel pyntingum, og má ætla að þjáist af áfallastreituröskun séu á götum borgarinnar, í fríi frá þjóðarmorði, jafnvel með áfengi um hönd. Það er nauðsynlegt að stjórnvöld meti og stýri slíkri áhættu með ábyrgum hætti. Víti til varnaðar má sjá í nýlegri ítalskri umfjöllun í dagblaðinu Il Fatto Quotidiano. Þar er lýst hvernig hópar hermanna úr ísraelska hernum hafa verið sendir til Marche-héraðs á Ítalíu til að ná sér eftir átök, þar sem þeir njóta sérstakrar verndar ítalskra öryggissveita, í trássi við vilja heimamanna. Sú umfjöllun vekur spurningar um hvernig ríki, sem líkt og Ísland eru bundin af samningi um þjóðarmorð og Rómarsamþykktinni, bregðast við þegar einstaklingar sem hafa tekið þátt í stríðsglæpum ferðast um Evrópu til hvíldar og afþreyingar. Alþjóðadómstóllinn (ICJ) hefur í bráðabirgðaúrskurði staðfest að trúverðugar líkur séu á því að aðgerðir Ísraels á Gaza fallist undir þjóðarmorð. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) hefur þegar gefið út ákærur á hendur forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, og varnarmálaráðherra Yoav Gallant, vegna stríðsglæpa og glæpa gegn mannkyninu. Þeir sem framkvæma skipanir þeirra, hermenn ísraelska hersins (IDF), eru þar af leiðandi líka stríðsglæpamenn. Samkvæmt samningi Sameinuðu Þjóðanna um þjóðarmorð ber aðildarríkjum bæði skylda til að koma í veg fyrir og að refsa fyrir þjóðarmorð, óháð því hvar það á sér stað. Ísland er aðili að þessum samningi. Við getum ekki látið sem ekkert sé. Aðgerðaleysi getur falið í sér brot á 1. grein samningsins, þar sem kveðið er á um skyldur ríkja til að grípa til „alls þess sem í þeirra valdi stendur“ til að koma í veg fyrir þjóðarmorð. Einnig er Ísland aðili að Rómarsamþykkt Alþjóðlega sakamáladómstólsins og skuldbindur sig þar með til að aðstoða við rannsóknir og handtökur vegna ákæra fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. Ef við leyfum meðvitað einstaklingum sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem Alþjóðlega sakamáladómstóllinn telur að feli í sér stríðsglæpi að koma hingað til lands, án nokkurra takmarkana, er hætta á að Ísland verði talið hafa brugðist samvinnuskyldu sinni og jafnvel sýnt meðábyrgð. Samkvæmt venjubundnum þjóðarétti, m.a. grein 16 í „Articles on State Responsibility“, getur ríki sem veitir aðstoð eða stuðning við alþjóðlega ólögmæta háttsemi talist meðábyrgt ef það veit eða á að vita að háttsemin á sér stað. Að veita óhindraðan aðgang til Íslands fyrir þá sem hafa tekið þátt í aðgerðum sem hafa verið stimplaðar sem stríðsglæpir og mögulegt þjóðarmorð fellur undir slíka hættu. Það er ekki nóg að lýsa áhyggjum eða gefa út yfirlýsingar. Ísland verður að sýna í verki að það tekur alþjóðalög og mannréttindi alvarlega. Ég hvet því ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að: Setja tafarlaust tímabundnar ferðatakmarkanir á meðlimi ísraelska hersins sem hafa tekið þátt í hernaðaraðgerðum í Palestínu. Kalla eftir því að Ísland styðji við framkvæmd ákæru Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Móta skýra stefnu sem tryggir að Ísland verði ekki meðábyrgt með aðgerðaleysi í ljósi bráðabirgðaúrskurðar Alþjóðadómstólsins. Við höfum sem þjóð bæði siðferðilega og lagalega skyldu til að bregðast við. Ísland má ekki vera griðastaður þeirra sem kunna að bera ábyrgð á alvarlegustu alþjóðlegu glæpum samtímans. Virðingarfyllst, Helen Ólafsdóttir. Höfundur er ráðgjafi í öryggis- og varnarmálum.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun