Innlent

Kviknaði í rusla­tunnu í fjöl­býlis­húsi á Sel­fossi

Agnar Már Másson skrifar
Brunavarnir Austurlands sinna útkallinu. 
Brunavarnir Austurlands sinna útkallinu.  Vísir/Vilhelm

Slökkviliðsmenn á Suðurlandi hafa verið ræstir út til að slökkva eld sem kom upp í ruslatunnu í fjölbýlishúsi á Selfossi.

Viðbragðsaðilum barst tilkynning um eld í ruslatunnu innandyra, að sögn Garðars Más Garðarssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi.

„Þeir eru bara nýlentir,“ segir Garðar um slökkviliðið. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð sjúkrabíl, lögreglubíl og bruna niður Eyrarveg. Ekki liggur fyrir hvort einhvern hafi sakað. Það hafi ekki fylgt boðinu að nokkur væri slasaður.

Ekki hefur náðst í varðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Veistu meira? Áttu myndir? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot eða tölvupóst á frettir@syn.is Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.

Frétt verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×