Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. september 2025 12:49 Gísli Marteinn Baldursson segist ekki vera að íhuga framboð. Vísir/Vilhelm Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður og fyrrverandi borgarfulltrúi segist alls ekki vera að íhuga framboð í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann vill þó ekki segja til um hvort fulltrúar einhverra flokka hafi komið að máli við sig og hvatt hann til að fara fram, en þvertekur fyrir að hann sé að íhuga nokkuð slíkt. Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Gengið verður til sveitarstjórnarkosninga í vor en nafn Gísla Marteins hefur reglulega komið upp í umræðunni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Gísli Marteinn var borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma og hefur lengi látið sig málefni Reykjavíkurborgar varða, einkum umhverfis-, skipulags- og samgöngumál. Hann er jafnframt menntaður í borgarskipulagi frá Harvard háskóla í Bandaríkjunum og frá Edinborgarháskóla í Skotlandi. Hann hefur tekið virkan þátt í umræðu um málefni borgarinnar eftir að hann hætti í borgarstjórn árið 2013 og hefur meðal annars verið gagnrýninn á stefnu flokksins í borginni síðan. Gísli Marteinn var staddur í strætó þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Ég hef alls ekki verið að íhuga neitt framboð,“ segir Gísli Marteinn, spurður hvort hann hafi íhugað að bjóða sig fram í komandi kosningum í vor. Sjálfur sé hann fyrst og fremst upptekinn við að sjónvarpsþáttinn Vikuna og næsta þátt sem er á morgun. Hvorki staðfestir né útilokar áhuga annarra flokka Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Gísli til að mynda verið orðaður við framboð fyrir Viðreisn, og jafnvel Samfylkinguna í Reykjavík. Nokkrir hafa þegar verið orðaðir við oddvitasætið í Viðreisn eftir að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tilkynnti að hún væri á förum. Sjá einnig: Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur hins vegar gefið það út að hún hafi áfram áhuga á að leiða Samfylkinguna í borginni, en orðrómur hefur verið uppi um að forysta Samfylkingarinnar, með Kristrúnu Frostadóttur í broddi fylkingar, hafi mögulega áhuga á að endurnýjun fari fram í borgarstjórnarflokknum. Spurður hvort einhverjir hafi komið að máli við sig varðandi mögulegt framboð fyrir sinn flokk kveðst Gísli ekki vilja segja til um það. „Það er þá bara á milli mín og þeirra, en ég er alla veganna ekki á leiðinni í neitt framboð,“ segir Gísli.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira