Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar 23. september 2025 10:00 Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er mér minnisstætt frá uppvaxtarárum mínum þegar foreldrar mínir fóru með mig í sunnudagaskólann í Odda á Rangárvöllum. Við krakkarnir sátum kyrr og hlýddum á prestinn predika um Guð og Jesú, þó hugurinn væri stundum heima í leikjum. Ég er enn í dag þakklátur fyrir kennsluna því hún kenndi manni grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Sérstaklega er mér minnisstætt þegar Jesús sagði: „Hús mitt á að vera bænahús en þið gerið það að ræningjabæli.“ (Matt. 21:13). Það er því kaldhæðnislegt að í meirihluta Reykjavíkurborgar sitji flokkur sem kennir sig við sjóræningja, má búast við öðru en að ráðhúsið sé gert að ræningjabæli? Sannleikur og blekking Borgin á að þjóna íbúum sínum, en hefur árum saman falið taprekstur með bókhaldsbrellum. Matsbreytingar á félagslegum íbúðum eru færðar sem tekjur, eins og hækkun fasteignamats sé nýr tekjustofn þó þær íbúðir séu ekki fjárfestingar til hagnaðar heldur skjól fyrir þá sem minnst mega sín. Spurningin er einföld: Ef fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar, ertu þá með hærri laun? Nei – þú færð ekkert meira útborgað. Reykjavíkurborg hins vegar notar óinnleystar verðhækkanir á félagslegum íbúðum sem rekstrartekjur. Það er ekki bara rangt heldur bein blekking gagnvart borgarbúum, villandi bókhald sem grefur undan þjónustu borgarinnar. Réttlæti og óréttlæti Jesús sagði: „En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið.“ (Matt. 7:26–27). Reykjavíkurborg hefur byggt fjármál sín á sandi. En ekki aðeins fjármálin: stjórnsýslan blæs út með háum launum, fríðindum og ráðstefnuferðum, á meðan leik- og grunnskólar búa við skort. Opnunartími leikskóla er skertur, grunnskólar hafa ekki lengur húsverði til að sinna minniháttar viðhaldi, sjálfstæði hverfastöðva hefur verið minnkað. Gangstéttir grotna niður, þó þær skipti mestu máli fyrir börn og eldri borgara. Spillingin blasir við í málum á borð við vöruskemmuna við Árskóga – Græna skrímslið – sem var reist í miklum flýti og án samráðs við íbúa. Orð og verk Hræsnin birtist í smáatriðum: Samfylkingin boðar borgarbúum bíllausan lífsstíl, en á sjálfum bíllausa deginum var bílastæðið við Kastalakaffi fullt af bílum flokksmanna. Jakob spyr: „Hvað stoðar það, bræður mínir og systur, þótt einhver segist hafa trú en sýnir það eigi í verki?“ (Jak. 2:14). Sama gildir hér: Hvað stoðar að prédika bíllausan dag ef menn leggja sjálfir upp á kant? Borgarbúar ganga plankann Ég rifja upp sunnudagaskólann ekki af trú, heldur vegna þess að þar lærði maður einföld grunngildi sem duga enn: að greina á milli orða og verka, sannleika og blekkinga, réttlætis og óréttlætis. Þau gildi eiga að vera hornsteinn í stjórnun borgarinnar. Þegar þau eru fótum troðin verða afleiðingarnar óhjákvæmilegar: hús sem byggt er á sandi fellur. Reykjavík á ekki að vera rekin sem ræningjabæli undir svörtum fána. Hún á að rísa á traustum grunni og þjóna borgarbúum, með festu, ábyrgð og jarðtengingu. Það er sú leið sem þarf að stefna að eftir næstu kosningar: að treysta þeim sem vilja halda þessum grunngildum á lofti, ekki þeim sem sigla borginni áfram í sjóræningjaferð með borgarbúa bundna við mastrið. Höfundur er verkfræðingur og í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun