Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2025 13:48 Vistvangurinn hverfist um Snæfellsjökulsþjóðgarð. Vísir/Vilhelm Snæfellsnes varð í dag fyrsta svæðið á Íslandi til að vera skilgreint sem vistvangur af Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Björg Ágústsdóttir, formaður stjórnar Svæðisgarðsins og bæjarstjóri í Grundarfirði, segir þetta afrakstur áralangs starfs sem Snæfellingar hafa verið í, í umhverfis- og samfélagsmálum. „Ekki bara sveitarfélögin í sínu umhverfisstarfi, sem er margvíslegt, heldur hafa Snæfellingar haft frumkvæði víða samanber til dæmis að sjómenn við Breiðafjörð hér á Snæfellsnesi hafi frumkvæði fyrir allmörgum árum að því að ná friðun á hrygningarstofna á svæðinu af því að það tryggir sjálfbærni,“ segir Björg. Þetta sé viðurkenning á því sem gert hefur verið í áraraðir. Skilgreining vistvangs er veitt þeim svæðum þar sem unnið er á markvissan hátt að tengslum fólks og umhverfis. Hún segir þetta mikið tækifæri fyrir svæðið og Ísland í framtíðinni að vinna með þessa viðurkenningu. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þessi viðurkenning er eitt skref í löngu ferli, bæði í því sem búið er og er búið að byggja undir en líka þá að þetta er langhlaup og ég tel að þetta feli í sér mikil tækifærit il að læra af öðrum svæðum. Tækifæri til að efla rannsóknir og fræðslu.“ Hún bendir á að UNESCO sé ótrúlega sterkt vörumerki og það hjálpi til við að efla samfélagið á svæðinu og koma á fót samstarfsverkefnum sem geri svæðið meira aðlaðandi, bæði til búsetu og heimsókna. Til að fá visvangsvottun UNESCO verður svæði að hafa ákveðið kjarnasvæði, sem nýtur verndar - sem í þessu tilfelli er Snæfellsjökulsþjóðgarður. „Það, plús umhverfisstarf og sú stjórnunarumgjörð sem Snæfellingar hafa komið sér upp er lykillinn að því og fellur að þeim gildum og kröfum sem vistvangar gera. Það er undir snæfellingum komið hvernig þeir spila úr því í framtíðinni,“ segir Björg. Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Grundarfjörður Snæfellsbær Stykkishólmur Menning Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Ekki bara sveitarfélögin í sínu umhverfisstarfi, sem er margvíslegt, heldur hafa Snæfellingar haft frumkvæði víða samanber til dæmis að sjómenn við Breiðafjörð hér á Snæfellsnesi hafi frumkvæði fyrir allmörgum árum að því að ná friðun á hrygningarstofna á svæðinu af því að það tryggir sjálfbærni,“ segir Björg. Þetta sé viðurkenning á því sem gert hefur verið í áraraðir. Skilgreining vistvangs er veitt þeim svæðum þar sem unnið er á markvissan hátt að tengslum fólks og umhverfis. Hún segir þetta mikið tækifæri fyrir svæðið og Ísland í framtíðinni að vinna með þessa viðurkenningu. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar.Vísir/Egill Aðalsteinsson „Þessi viðurkenning er eitt skref í löngu ferli, bæði í því sem búið er og er búið að byggja undir en líka þá að þetta er langhlaup og ég tel að þetta feli í sér mikil tækifærit il að læra af öðrum svæðum. Tækifæri til að efla rannsóknir og fræðslu.“ Hún bendir á að UNESCO sé ótrúlega sterkt vörumerki og það hjálpi til við að efla samfélagið á svæðinu og koma á fót samstarfsverkefnum sem geri svæðið meira aðlaðandi, bæði til búsetu og heimsókna. Til að fá visvangsvottun UNESCO verður svæði að hafa ákveðið kjarnasvæði, sem nýtur verndar - sem í þessu tilfelli er Snæfellsjökulsþjóðgarður. „Það, plús umhverfisstarf og sú stjórnunarumgjörð sem Snæfellingar hafa komið sér upp er lykillinn að því og fellur að þeim gildum og kröfum sem vistvangar gera. Það er undir snæfellingum komið hvernig þeir spila úr því í framtíðinni,“ segir Björg.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Grundarfjörður Snæfellsbær Stykkishólmur Menning Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira