Stólarnir fastir í München Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2025 13:30 Arnar Guðjónsson er þjálfari Tindastóls-liðsins sem festist í München. Það er margt verra en það, að hans sögn. Vísir/Arnar Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum. Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum. Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Líkt og greint var frá á Vísi í morgun voru sautján flugferðir frá flugvellinum í München lagðar af vegna drónaumferðar við hann. Ein þeirra véla átti að fara til Íslands, með körfuboltalið Tindastóls innanborðs. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Daginn eftir, í gær, flugu þeir þaðan til München og áttu að fara þaðan heim á leið. Ekkert varð af því vegna drónaumferðarinnar. „Við vorum úti á braut í gær, að horfa á dómarahornið hans Harðar Unnsteinssonar. Við horfðum á það úti á flugbraut. Svo um leið og framlengingin kláraðist í Vesturbænum var okkur tilkynnt að við værum að fara aftur inn,“ segir Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls, léttur. Hann vísar þar til Skiptiborðsins í umsjón Harðar Unnsteinssonar á Sýn Sport, þar sem sýnt var frá fyrstu fjórum leikjum Bónus-deildar karla. Framlengingin í Vesturbæ endaði með naumum sigri KR á Íslandsmeisturum Stjörnunnar. Þegar sá leikur kláraðist hafði fólk setið í vélinni um hríð. „Það var ekki einu sinni kominn hálfleikur þegar við fórum út í vél,“ segir Arnar en menn höfðu þó blessunarlega Skiptiborðið til að stytta sér stundir. Þakklátir Valsmönnum Tindastóll átti að mæta Val klukkan 16:00 að Hlíðarenda á morgun. Stólarnir fengu flug í kvöld og koma heim upp úr miðnætti til Keflavíkur. Þeir höfðu samband við Valsmenn og þakka þeim liðleikann að færa leikinn fram á mánudag vegna aðstæðnanna sem upp eru komnar. „Við höfðum samband við Valsara og þeir tóku mjög vel í þetta. Það er frábært hvað þeir voru viljugir til að aðstoða okkur í þessum aðstæðum. Þeim stendur engin skylda til þess, þannig að við erum mjög þakklátir,“ „Leikurinn átti að vera klukkan fjögur vegna þess að það er fótboltaleikur á Hlíðarenda um kvöldið. Það hefði verið svolítið stuttur viðsnúningur þar sem við komum upp á hótel um tvöleytið í nótt. Þannig að við erum mjög þakklátir hversu samvinnuþýðir Valsmenn voru,“ segir Arnar. Stytta sér stundir á Oktoberfest Þá voru hæg heimatökin að finna sér eitthvað til dægrarstyttingar í Þýskalandi. „Við náðum að redda okkur æfingu hjá einhverju akademíufélagi sem verður klukkan hálf sex. Við förum þangað og höfum létta æfingu áður en við skellum okkur út á völl og fljúgum heim. Menn fóru að fá sér snæðing niðri í bæ og skoða mannlífið. Það er Oktoberfest, þannig að það er nóg að gerast,“ „Þetta er minnsta málið í heimi, að það falli niður eitt flug. Það hefur ekki drepið neinn hingað til,“ segir Arnar að lokum.
Tindastóll Þýskaland Bónus-deild karla Körfubolti Fréttir af flugi Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira