Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar 20. október 2025 11:00 Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Bárðarson Veitingastaðir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Veitingageirinn á Íslandi stendur frammi fyrir meiri áskorunum nú en um langt árabil. Á undanförnum mánuðum hafa margir staðir lokað – allt frá nýjum frumkvöðlaverkefnum til rótgróinna veitingahúsa með traustan viðskiptavinahóp. Þetta er þróun sem ætti að vekja athygli okkar allra, því hér er ekki um einstaka rekstrarerfiðleika að ræða heldur kerfisbundið vandamál. Grunnforsendur reksturs hafa breyst. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum hefur á fáum árum hækkað í kringum 50%, sem eitt og sér gerir hefðbundið rekstrarlíkan veitingastaða ósjálfbært. Til samanburðar er þumalputtaregla í alþjóðlegum veitingarekstri að laun, hráefni og annar rekstrarkostnaður vegi hvort um sig 25–30% af tekjum, þannig að eftir standi hóflegur hagnaður. Aukinn kostnaður við hráefni og hæstu áfengisskattar í Evrópu hafa síðan þrengt svigrúmið enn frekar. Veitingastaðir kaupa vín og hráefni á sama verði og neytendur og hafa því takmarkaða möguleika á að lækka kostnað án þess að skerða gæði. Þegar húsaleiga er jafnframt á pari við stórborgir á borð við Stokkhólm eða Kaupmannahöfn, er ljóst að rekstrarumhverfið er orðið afar brothætt. Ofan á þetta bætast flókin leyfisferli og langir afgreiðslutímar stjórnvalda. Það er ekki óalgengt að veitingamenn bíði mánuðum saman eftir rekstrarleyfi eða breytingaheimild, jafnvel þótt engar efnislegar breytingar séu á starfseminni. Slíkt veldur bæði fjárhagslegu tjóni og dregur úr trú á stjórnsýsluna. Til að tryggja framtíð greinarinnar þarf að grípa til markvissra aðgerða. Það felst meðal annars í því að: tryggja að kjarasamningar og launaviðmið endurspegli raunhæfa getu fyrirtækjanna til að standa undir þeim. hafa kjarasamninga í nágrannalöndunum sem leiðarljós þegar kemur að veitingamarkaðinum • endurskoða skattlagningu og gjaldtöku sem beinast sérstaklega að veitingarekstri, • einfalda og samræma leyfisferli milli sveitarfélaga, Veitingamenningin á Íslandi er ekki aðeins hluti af ferðaþjónustu eða afþreyingu – hún er mikilvæg stoð í samfélaginu, atvinnugrein sem skapar þúsundir starfa og eykur lífsgæði fólks. Til að hún dafni áfram þurfum við að hlúa að rekstrarumhverfinu með raunsæi og ábyrgð. Höfundur er framkvæmdastjóri SVEIT – Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun