KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skaga­menn

Hjörvar Ólafsson skrifar
090A0782

KR og ÍA mættust fyrsta skipti í efstu deild karla í körfubolta, eftir aldarfjórðungs bið, í fimmtu umferð Bónus-deildar karla á Meistaravöllum í kvöld. KR sýndi mátt sinn og megin að þessu sinni og vann 34 stiga sigu. 

í fimmtu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld.

Liðin hafa farið vel af stað í deildinni á keppnistímabilinu en KR hafði haft betur í þremur leikjum fyrir þessa viðureign og Skagamenn tveimur.

Það tók smá tíma fyrir bæði lið að koma sér almennilega í gang í þessum leik eftir jafnan fyrsta leikhluta þar sem KR var skrefinu á undan var staðan 24-22 heimamönnum í vil.

KR-ingar byggðu svo hægt og rólega upp forskot sem varð mest 16 stig í öðrum leikhluta. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan svo 52-38 fyrir KR.

Linards Jaunzems og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson fóru fyrir KR-liðinu í fyrri hálfleik en Reynir Bjarkan Barðdal Róbertsson varð níundi leikmaðurinn til þess að setja stiga á töfluna fyrir KR þegar hann setti niður tvö sig á lokaandartökum annars leikhluta.

Leikmenn KR spiluðu feykilega öfluga vörn í upphafi þriðja leikhluta og hitnuðu svo um munar fyrir utan þriggja stiga línuna. Kenneth Jamar Doucet Jr setti niður þrist um miðbik þriðja fjórðjungs og munurinn kominn upp í 26 stig, 66-40.

KR-liðið slakaði ekkert á klónni í framhaldinu og þéttur varnarleikur liðsins sem og skilvirkur sóknarleikur sá til þess að heimamenn voru 30 stigum yfir, 75-45, undir lok þriðja leikhluta. Fyrir lokafjórðunginn var síðan 84-57 fyrir KR.

Fjórði leikhluti rann sitt skeið án þess að Skagamenn næðu að velgja KR-ingum undir uggum og lokatölur 109-75 KR í vil

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira