Handbolti

Mis­jafnt gengi Ís­lendinga í skandinavískum hand­bolta

Árni Jóhannsson skrifar
Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum.
Elvar Ásgeirsson á ferðinni í leik gegn Grænhöfðaeyjum. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Elvar Ásgeirsson, Birgir Steinn Jónsson og Einar Bragi Aðalsteinsson áttu misjöfnu gengi að fagna með liðum sínum í danska og sænska handboltanum í dag. Elvar og Einar Bragi fögnuðu sigrum en Birgir mátti þola tap.

Elvar Ásgeirsson og félagar í Ribe-Esbjerg unnu Frederica á útivelli en Elvar skoraði eitt mark 32-34 sigri í Bambuni Herreligaen í Danmörku. Birgir Steinn og Einar Bragi skoruðu báðir tvö mörk í leikjunum sínum. Ribe-Esbjerg er í níunda sæti sem stendur.

Einar Bragi hrósaði sigri með Kristianstad á móti Eksilstuna, 22-28, í Handbollsligan sænsku á meðan mörk Birgis hjálpuðu ekki til þegar Sävehof lá fyrir Ystads, 33-37. Kristianstad er í öðru sæti deildarinnar á meðan Sävehof er í því níunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×