Innlent

Þriggja fólks­bíla á­rekstur ná­lægt Blöndu­ósi

Agnar Már Másson skrifar
Glerhált er og svartaþoka að sögn viðbragðsaðila en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand farþega.
Glerhált er og svartaþoka að sögn viðbragðsaðila en engar upplýsingar liggja fyrir um ástand farþega. Landhelgisgæslan

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið ræst út eftir að árekstur varð milli þriggja fólksbíla á Þverárfjallsvegi í Austur-Húnavatnssýslu upp úr klukkan 16 í dag. Tólf manns voru í bílunum. Einhverjir hafa verið fluttir undir læknishendur. Miklar umferðartafir eru á Norðurlandi vestra en annað bílslys varð á svæðinu á svipuðum tíma.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Hún segir að hópslysaáætlun hafi verið virkjuð. Samhæfingarstöð almannavarna hafi einnig verið virkjuð. 

Slys urðu á tveimur stöðum upp úr klukkan 16 í dag.Umferdin.is

Tólf manns hafi verið í bílunum. Ástand fólks sem lenti í slysinu liggur heldur ekki fyrir. 

Þverárfjallsvegur er lokaður vegna slyssins samkvæmt upplýsingum á umferðarvef Vegagerðarinnar.

Annað slys varð kl. 16.20 við Laugarbakka í Miðfirði þar sem pallbíll og jepplingur skullu saman á þjóðveginum, eins og Vísir greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×