Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Jón Þór Stefánsson skrifar 29. nóvember 2025 14:23 Mennirnir stálu ansi miklu áfengi úr skotti Teslunnar. Myndin er úr safni. Getty Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Atvik þetta mun hafa átt sér stað um miðjan ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur annars þessara tveggja manna, en varðhaldið mun renna út í næstu viku. Þar kemur jafnframt fram að sá maður hefur áður hlotið dóm og er grunaður um að hafa framið stunguárás fyrir þremur árum síðan. Náði mönnunum á upptöku Lögreglu var tilkynnt um meint áfengisrán þann 14. ágúst síðastliðinn. Á vettvangi lýsti ökumaður bílsins, brotaþolinn í málinu, því að tveir menn hafi komið inn í bílinn, sem var af gerðinni Tesla. Annar þeirra hafi sest í framsætið við hlið ökumannsins, og hinn í aftursætið aftan við ökumannssætið. Sá sem var fyrir aftan ökumanninn hafi tekið um háls hans, meðan hinn hafi kýlt hann í kinnina og haldið hníf að læri hans. Þeir hafi skipað honum að opna skottið og síðan allir stigið úr bílnum. Ræningjarnir hafi síðan tekið umtalsvert magn áfengis sem maðurinn geymdi í skottinu. Þegar þeir hafi verið að bera áfengið í burtu hafi stúlka komið og hjálpað þeim. Um var að ræða fimm til sex kassa af bjór, þrjár 500 millilítra flöskur af Opal, tvær hvítvínsflöskur, tólf dósir af Bara, tólf lítersflöskur af vodka og fjörutíu 500 millilítra flöskur af vodka. Í kjölfarið fannst áfengið á víð og dreif um skólalóð, skammt frá þar sem meint rán var framið. Jafnframt hafi flöskur fundist utan við heimili annars mannsins, þar sem þeir tveir voru handteknir. Fram kemur að á myndefni úr upptökubúnaði Teslunnar megi sjá mennina tvo stíga úr bílnum. Síðan hafi annar þeirra opnað skottið og hinn haldið á litlum hníf. Tvær stórfelldar árásir Líkt og áður segir hefur annar mannanna grunaður í fleiri málum. Í síðasta mánuði var hann ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir. Önnur þeirra mun hafa verið framin í nóvember 2022 og hin á gamlársdag 2023. Atvik fyrra málsins áttu sér stað á göngustíg í Reykjavík, en þar er maðurinn grunaður um að hafa, ásamt öðrum manni, ráðist á þriðja manninn og stungið hann í bakið með hníf. Sá sem var stunginn mun hafa hlotið umtalsverða áverka. Í síðara málinu er maðurinn grunaður, aftur ásamt öðrum manni, um að ráðast á tvær konur með því að kasta í þær flöskum, glösum, borði, stólum, vegghillu og hurð. Fyrir vikið munu þær hafa hlotið nokkra áverka. Dómsmál Lögreglumál Áfengi Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Atvik þetta mun hafa átt sér stað um miðjan ágúst á þessu ári. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði á hendur annars þessara tveggja manna, en varðhaldið mun renna út í næstu viku. Þar kemur jafnframt fram að sá maður hefur áður hlotið dóm og er grunaður um að hafa framið stunguárás fyrir þremur árum síðan. Náði mönnunum á upptöku Lögreglu var tilkynnt um meint áfengisrán þann 14. ágúst síðastliðinn. Á vettvangi lýsti ökumaður bílsins, brotaþolinn í málinu, því að tveir menn hafi komið inn í bílinn, sem var af gerðinni Tesla. Annar þeirra hafi sest í framsætið við hlið ökumannsins, og hinn í aftursætið aftan við ökumannssætið. Sá sem var fyrir aftan ökumanninn hafi tekið um háls hans, meðan hinn hafi kýlt hann í kinnina og haldið hníf að læri hans. Þeir hafi skipað honum að opna skottið og síðan allir stigið úr bílnum. Ræningjarnir hafi síðan tekið umtalsvert magn áfengis sem maðurinn geymdi í skottinu. Þegar þeir hafi verið að bera áfengið í burtu hafi stúlka komið og hjálpað þeim. Um var að ræða fimm til sex kassa af bjór, þrjár 500 millilítra flöskur af Opal, tvær hvítvínsflöskur, tólf dósir af Bara, tólf lítersflöskur af vodka og fjörutíu 500 millilítra flöskur af vodka. Í kjölfarið fannst áfengið á víð og dreif um skólalóð, skammt frá þar sem meint rán var framið. Jafnframt hafi flöskur fundist utan við heimili annars mannsins, þar sem þeir tveir voru handteknir. Fram kemur að á myndefni úr upptökubúnaði Teslunnar megi sjá mennina tvo stíga úr bílnum. Síðan hafi annar þeirra opnað skottið og hinn haldið á litlum hníf. Tvær stórfelldar árásir Líkt og áður segir hefur annar mannanna grunaður í fleiri málum. Í síðasta mánuði var hann ákærður fyrir tvær stórfelldar líkamsárásir. Önnur þeirra mun hafa verið framin í nóvember 2022 og hin á gamlársdag 2023. Atvik fyrra málsins áttu sér stað á göngustíg í Reykjavík, en þar er maðurinn grunaður um að hafa, ásamt öðrum manni, ráðist á þriðja manninn og stungið hann í bakið með hníf. Sá sem var stunginn mun hafa hlotið umtalsverða áverka. Í síðara málinu er maðurinn grunaður, aftur ásamt öðrum manni, um að ráðast á tvær konur með því að kasta í þær flöskum, glösum, borði, stólum, vegghillu og hurð. Fyrir vikið munu þær hafa hlotið nokkra áverka.
Dómsmál Lögreglumál Áfengi Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira