Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar 1. desember 2025 12:31 Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Geðheilbrigði Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Einmanaleiki er flókið fyrirbæri sem á sér mismunandi orsakir. Stundum læðist hann að okkur smám saman, eins og skuggi sem fylgir fallandi sól, en getur líka komið skyndilega og sprottið af aðstæðum sem einstaklingur hefur litla stjórn á. Missir maka, fjölskyldumeðlims eða náins vinar breytir til dæmis daglegu lífi og fjarlægir mikilvæga félagslega stoð. Heilsufarsvandi og færniskerðing, þar sem hreyfing og samfélagsleg virkni verða erfiðari, ýta einnig undir einangrun. Sumir búa einir, langt frá fjölskyldu eða á stöðum þar sem samgöngur eru stopular. Enginn velur einmanaleikann - hann er afleiðing aðstæðna. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf fyrr á árinu út skýrslu þar sem meðal annars er fjallað um umfang einmanaleika á heimsvísu og um áhrif hans á heilsu fólks. Samkvæmt skýrslunni upplifir einn af hverjum sex einstaklingum einmanaleika og tengist hann yfir 870.000 dauðsföllum árlega. Rannsóknir sýna að einmanaleiki hefur alvarleg og mikil áhrif á heilsu okkar. Hann eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, þunglyndi, vitrænni skerðingu og ótímabærum dauða. Stofnunin telur að allt að einn af hverjum þremur í hópi eldra fólks upplifi félagslega einangrun. WHO bendir á að sterk félagsleg tengsl bæti ekki aðeins heilsuna, heldur styrki samfélög og dragi úr kostnaði í heilbrigðis- og velferðarkerfum. WHO hvetur ríki heims til að setja félagsleg tengsl í forgang í lýðheilsumálum. Samvera hefur mikil og jákvæð áhrif á heilsu og líðan eldra fólks. Samtal um daginn og veginn eða stutt samverustund getur haft ótrúleg áhrif til hins betra, svo einfalt er það. Hvers kyns samvera í leik og starfi hjálpar til við að styrkja sjálfsmynd fólks, dregur úr kvíða og skapar tilgang í lífinu. Samvera er því ekki bara skemmtun heldur raunveruleg heilbrigðisforvörn sem styrkir einstaklinginn - og þar með samfélagið í heild. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs, Hrafnistu og DAS íbúða eru hannaðir með það að markmiði að byggja upp samfélag þar sem félagsleg tengsl geta myndast og blómstrað. Þar er lögð sérstök áhersla á hlý og notaleg rými sem hvetja fólk til að hitta nágranna, spjalla saman og taka þátt í daglegu lífi. Sameiginlegar stofur, veitingasalir og aðstaða til tómstundastarfs og líkamsræktar eru ekki aukaatriði heldur kjarninn í þjónustunni. Þessir staðir eru vettvangur þar sem íbúar, aðstandendur, starfsfólk og gestir koma sama til samveru og styrkja félagsleg tengsl. Skipulögð dagskrá og óformleg samskipti fara þar hönd í hönd. Uppbyggingaráætlun Sjómannadagsráðs til 2040 setur fram skýra framtíðarsýn um þjónustu og búsetu fyrir eldra fólk. Áætlunin er unnin í kjölfar víðtæks samráðs við íbúa, starfsfólk og hagsmunaaðila. Hún er í sífelldri endurskoðun og getur almenningur haft áhrif á hana með því að senda inn athugasemdir á vefsvæði hennar. Áætlunin kallar eftir samþættingu heilbrigðis- og félagsþjónustu, nýsköpun og virkni íbúa. Markmiðið er að byggja samfélag þar sem lífsgæði og félagsleg virkni eru í hávegum höfð og allt umhverfi, bæði inni og úti, er hugsað sem heilsueflandi þáttur sem leiðir fólk saman. Lífsgæðakjarnar Sjómannadagsráðs eru því ekki aðeins húsnæði, þeir eru samfélag sem stuðlar að raunverulegum félagsauð. Höfundur er framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun