Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar 3. desember 2025 19:01 Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Léttir í ráðhúsinu Svörin frá borginni bera vott um alvarlegan skort á ábyrgðartilfinningu. Eftir að íbúar gengu á borgina með kröfur um úrbætur á umræddum gatnamótum fékkst þetta viðmót: „Okkur var mjög létt þegar við lásum í bæði skiptin að sem betur fer hafi þau sem urðu fyrir bíl á þessum stað, ekki orðið fyrir neinum umtalsverðum líkamlegum skaða. Vonandi ná báðir einstaklingar sér fljótt andlega af atburðunum.“ Það er erfitt að ímynda sér hvernig hægt er að upplifa létti þegar börn eru keyrð niður á gangbraut við grunnskóla. Sjúkrabíll var kallaður á vettvang. Að einblína á að börnin nái sér „andlega“ er kaldranaleg tilraun til að gera lítið úr þeirri bráðu hættu sem börnunum var stefnt í. Viðbrögðin bera vott um veruleikafirringu. Borgarstarfsmönnum er líklega fyrst og fremst létt yfir því að hafa ekki þurft að takast á við stærra vandamál. Er Reykjavík enn þorp? Borgin heldur því fram að gatnamótin standist „ítrustu hönnunarstaðla“. Jafnframt er sólinni kennt um slysin. Hún skín víst lágt og blindar ökumenn einmitt þegar börnin eru á leið heim úr skóla. Í svarinu segir að „mjög erfitt er að eiga við þessar aðstæður eftir á“. Þetta er auðvitað þvæla. Ef „ítrustu hönnunarstaðlar“ gera ráð fyrir því að börn fari yfir tvær götur án gönguljósa á stað þar sem veruleg og fyrirsjáanleg hætta er á slysum vegna sólar og annarra utanaðkomandi þátta þá hljóta þessir staðlar að vera frá því Reykjavík var þorp. Ný sundlaug fyrir lunda Ótrúlegasta afsökunin sem borgin hefur boðið upp á er fjárskortur. Það þurfi að forgangsraða og fjármagn sé af skornum skammti þegar kemur að því að setja upp lífsnauðsynleg umferðarljós. En svo les maður fréttirnar. Einar Þorsteinsson á hrós skilið fyrir að benda á í nýlegri færslu að nú er meirihlutinn að glíma við þann kostnaðarsama raunveruleika að jarðvegurinn undir nýju selalauginni í Húsdýragarðinum haldi ekki og þess vegna þurfi að færa hana og byggja nýja lundalaug! Þetta er með miklum ólíkindum. Það eru ekki til peningar til að vernda börn á leið heim úr skóla en það virðist vera til sjóður til að tryggja að selir hafi byggingarfræðilega trausta aðstöðu - og nú á að bæta við nýrri laug fyrir lunda. Þetta sýnir að málið snýst ekki um skort á fjármagni heldur sýnir þetta að þeir sem stjórna borginni eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Hugmynd menningar- og íþróttaráðs að nýrri selalaug. Ráðið leggur til að byggja lundabyggð þar sem selalaugin stendur nú.Reykjavíkurborg Íbúar taka völdin Borgin hefur tekið afstöðu og hún ætlar ekki að bregðast við. Þess vegna verða íbúar að gera það. Foreldrafélagið hefur af miklum krafti þegar skipulagt gangbrautarvörslu en tilefni er til að ganga lengra. Nú er í vinnslu á öðrum vettvangi að panta færanleg, samstillt umferðarljós sem áætlað er að sett verði upp á gatnamótunum á næstunni. Þar sem borgin getur ekki tryggt öryggi barnanna okkar þá munu íbúarnir sjálfir gera það. Spurningin er, hvað verður borgin lengi að bregðast við þá? Munu borgarstarfsmenn virkja mannskap til að fjarlægja öryggisbúnað sem íbúar setja upp sjálfir? Það yrði viðeigandi lokahnykkur á þetta sorglega mál. Höfundur er faðir barna í Laugarnesskóla.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun