Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar 12. desember 2025 08:03 Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tinna Traustadóttir Orkumál Áliðnaður Landsvirkjun Stóriðja Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum borið gæfu til þess að fá hingað til lands stöndug og vel rekin fyrirtæki í orkusæknum iðnaði. Þessi fyrirtæki, sem eru stórnotendur rafmagns frá Landsvirkjun, þurfa um þessar mundir að glíma við sífellt flóknara viðskiptaumhverfi og æ harðari samkeppni í breyttum heimi. Það er ákveðið áhyggjuefni í ljósi þess að velsæld íslensku þjóðarinnar helst að miklu leyti í hendur við velgengni þessara mikilvægu burðarstoða atvinnulífsins. Til viðbótar við hefðbundna stórnotendur hefur ný kynslóð viðskiptavina rutt sér til rúms hér á landi, t.a.m. gagnaver og landeldisfyrirtæki. Þessi aukna fjölbreytni, sem byggist upp víða um land, er í takti við áherslur stjórnvalda á öflugan vöxt útflutningstekna og háframleiðnistörf. Í ljósi nýlegra atburða hefur mikilvægi stórnotenda fyrir íslenskt hagkerfi og samfélag sýnt sig með skýrum hætti. Rótgrónir stórnotendur á Íslandi hafa unnið að því að þróa vöruframboð sitt yfir í virðisaukandi vörur, eins og sést á nýjum steypuskála Norðuráls. Vörur úr ál- og kísilafurðum eru grundvallarhráefni fyrir breytta heimsmynd. Þessir málmar gegna lykilhlutverki í orkuskiptum, enda eru þeir nauðsynlegir í orkuinnviði á borð við sólarsellur, vindtúrbínur, raflínur og rafhlöður. Jafnframt eru þeir lykilmálmar í varnar- og öryggismálum. Það er ekki tilviljun að Evrópusambandið hefur skilgreint ál og kísilmálma sem þjóðhagslega mikilvæga málma. Við erum stolt af þessum iðnaði, sem stendur keikur hér á landi þrátt fyrir tímabundin áföll á mörkuðum. Áskoranir á mörkuðum Við Íslendingar erum í hringiðu heimsmála og við verðum að horfast í augu við þá staðreynd að ákvarðanir stórvelda á borð við Bandaríkin, Kína og Evrópusambandið hafa bein áhrif á framleiðendur hér á landi. Það er því sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja samkeppnishæfni stórnotenda á Íslandi. Álframleiðsla í heiminum, sem kemur að 60% frá Kína, hefur þrefaldast frá aldamótum. Spáð er áframhaldandi vexti eftirspurnar en hóflegum vexti í frumframleiðslu vegna endurvinnslu áls. Í Bandaríkjunum og Evrópu hefur framleiðsla dregist saman vegna hás raforkuverðs, á meðan staðan hefur styrkst í Noregi og á Íslandi. Markaðsaðstæður fyrir kísilmálm hafa hins vegar verið afar krefjandi vegna offramboðs frá Kína, sem hefur leitt til lágs markaðsverðs, enda getur kínversk framleiðsla annað nær tvöfaldri allri heimsþörfinni fyrir kísilmálm. Nýleg ákvörðun ESB um að setja verndartoll á kísiljárn, þar sem Ísland og Noregur voru ekki undanskilin, er gott dæmi um þessar áskoranir. Tollunum er ætlað að vernda evrópska framleiðendur fyrir ódýru kísiljárni. Elkem á Íslandi, eini framleiðandi kísiljárns á Íslandi, framleiðir um 100.000 tonn á ári. Tollfrjáls kvóti fyrir Ísland er 53.000 tonn á ári, sem fer nærri því að duga fyrir sölu fyrirtækisins til Evrópu. Sala umfram kvótann er hins vegar óhagstæð framleiðendum vegna hárra tolla sem reiknast af mismuninum á viðmiðunarverði og markaðsverði. Þessi verndartollur hefur þó þegar leitt til verðhækkunar á kísiljárni og spennandi verður að fylgjast með framhaldinu. Hvað er í okkar höndum? Samkeppnishæfni okkar hefur dregist aftur úr samanburðarlöndum undanfarin ár og þess vegna er nauðsynlegt að leggja áherslu á þá þætti sem eru raunverulega í okkar höndum: Hagkvæmni orkukerfisins: Stórnotendur þurfa hagkvæmt orku- og flutningskerfi. Það krefst þess að mögulegt sé að nýta alþjóðlega samkeppnishæfa orkukosti og að flutningskostnaður raforku sé lágmarkaður. Stöðugleiki í viðskiptaumhverfi: Við þurfum að tryggja að stórnotendum bjóðist áfram langtímasamningar sem tryggja rekstrarskilyrði til lengri tíma. Stöðugleiki er númer eitt, tvö og þrjú. Við þurfum einnig að horfa til ytri áhrifaþátta. Ákvarðanir annarra ríkja hafa einnig áhrif á samkeppnishæfni okkar, t.d. niðurgreiðslur til raforkuframleiðenda og notenda og viðskiptahindranir á borð við tolla. Þar verða stjórnvöld að vera á verði og verja hagsmuni okkar. Í kapphlaupinu um samkeppnishæfni þarf stöðugt að vera á varðbergi. Við þurfum að efla þau atriði sem við stjórnum og verja hagsmuni okkar þegar kemur að ákvörðunum annarra. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun