Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2025 09:27 Axel Jósefsson Zarioh féll fyrir borð af netabáti og drukknaði í maí 2020. Hann hafði þá starfað á sjó í þrettán daga. Lík hans rak á land tæpu ári síðar. Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni foreldra sem krefja Brim hf. og TM hf. um miskabætur vegna andláts sonar þeirra sem féll fyrir borð af netabáti þegar hann starfaði hjá Brimi í maí 2020. Dómurinn byggði ákvörðun sína á því að annmarkar kunni að hafa verið á málsmeðferð Landsréttar í málinu. Axel Jósefsson Zarioh hafði starfað hjá útgerðinni í þrettán daga þegar hann féll fyrir borð á netabáti í maí 2020, þá átján ára gamall. Leit bar ekki árangur en tæplega ári eftir hvarf Axels rak lík hans á land í Vopnafirði. Foreldrar Axels hafa rekið mál á hendur TM og Brimi og krafist miskabóta. Nafn útgerðarinnar hefur verið nafnhreinsað í opinberum gögnum um málið en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Brim hf. Foreldrarnir hafa meðal annars byggt kröfu sína á því að útgerðin hafi vanrækt skyldu sína til að skrá Axel á öryggisfræðslunámskeið þegar hann hóf störf, og á því að skipstjóri og áhöfn hafi ekki brugðist við með réttum hætti í kjölfar slyssins. Háttsemin hafi verið með þeim hætti að uppfyllt væri skilyrði um stórkostlegt gáleysi samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, sem kveður á um bótaskyldu þess sem af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi veldur dauða annars manns. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útgerðina og tryggingafélagið af kröfunni í febrúar á þessu ári og Landsréttur staðfesti dóminn í október með vísan til forsendna dóms héraðsdóms. Annmarkar á málsmeðferð Landsréttar Foreldrar Axels byggðu málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi. Málið varði skaðabótaskyldu útgerðar og starfsmanna hennar og þá sönnunarstöðu sem aðstandendur sjómanna sem látast á sjó standi frammi fyrir. Þá hefði málið verulega almenna þýðingu á sviði einkamálaréttarfars í ljósi annmarka á málsmeðferð Landsréttar. Foreldrarnir hefðu hvorki fengið að flytja mál sitt munnlega né leiða nánar tilgreind vitni fyrir réttinn. Af sömu ástæðu væri dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi til. Dómur Landsréttar væri auk þess rangur að efni til. Í þeim efnum var vísað til þess að ekki hafi verið lagt til grundvallar að Axel hafi látist í slysatburði þótt það hefði verið óumdeilt í málinu. Þá hefði ekki verið leyst úr öllum málsástæðum foreldranna. Loks byggðu foreldrarnir á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda varði það andlát sonar þeirra og miska. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim grundvelli að á málsmeðferð Landsréttar kynnu að vera þeir annmarkar að rétt væri að heimila áfrýjun málsins. Dómsmál Brim Sjávarútvegur Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Axel Jósefsson Zarioh hafði starfað hjá útgerðinni í þrettán daga þegar hann féll fyrir borð á netabáti í maí 2020, þá átján ára gamall. Leit bar ekki árangur en tæplega ári eftir hvarf Axels rak lík hans á land í Vopnafirði. Foreldrar Axels hafa rekið mál á hendur TM og Brimi og krafist miskabóta. Nafn útgerðarinnar hefur verið nafnhreinsað í opinberum gögnum um málið en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða Brim hf. Foreldrarnir hafa meðal annars byggt kröfu sína á því að útgerðin hafi vanrækt skyldu sína til að skrá Axel á öryggisfræðslunámskeið þegar hann hóf störf, og á því að skipstjóri og áhöfn hafi ekki brugðist við með réttum hætti í kjölfar slyssins. Háttsemin hafi verið með þeim hætti að uppfyllt væri skilyrði um stórkostlegt gáleysi samkvæmt 2. mgr. 26. gr. skaðabótalaga, sem kveður á um bótaskyldu þess sem af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi veldur dauða annars manns. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði útgerðina og tryggingafélagið af kröfunni í febrúar á þessu ári og Landsréttur staðfesti dóminn í október með vísan til forsendna dóms héraðsdóms. Annmarkar á málsmeðferð Landsréttar Foreldrar Axels byggðu málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi. Málið varði skaðabótaskyldu útgerðar og starfsmanna hennar og þá sönnunarstöðu sem aðstandendur sjómanna sem látast á sjó standi frammi fyrir. Þá hefði málið verulega almenna þýðingu á sviði einkamálaréttarfars í ljósi annmarka á málsmeðferð Landsréttar. Foreldrarnir hefðu hvorki fengið að flytja mál sitt munnlega né leiða nánar tilgreind vitni fyrir réttinn. Af sömu ástæðu væri dómur Landsréttar bersýnilega rangur að formi til. Dómur Landsréttar væri auk þess rangur að efni til. Í þeim efnum var vísað til þess að ekki hafi verið lagt til grundvallar að Axel hafi látist í slysatburði þótt það hefði verið óumdeilt í málinu. Þá hefði ekki verið leyst úr öllum málsástæðum foreldranna. Loks byggðu foreldrarnir á því að málið varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra enda varði það andlát sonar þeirra og miska. Hæstiréttur féllst á beiðnina á þeim grundvelli að á málsmeðferð Landsréttar kynnu að vera þeir annmarkar að rétt væri að heimila áfrýjun málsins.
Dómsmál Brim Sjávarútvegur Samgönguslys Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira