Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar 4. janúar 2026 08:02 Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Covid-19 veirufaraldurinn, sem hófst árið 2019, hafði ýmsar breytingar í för með sér. Vissar aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru harðlega gagnrýndar, einkum fyrir að fela pólitískar ákvarðanir á bak við ráðleggingar sérfræðinga. Mörkin milli faglegs mats og pólitískra ákvarðana urðu við það óljós. Spurningar vöknuðu því um lýðræðislega ábyrgð og valdaskiptingu á tímum neyðarástands. Samt sem áður hafa kannanir sýnt að traust landsmanna til íslenskra heilbrigðisyfirvalda hafi ekki minnkað. Sú þróun hefur þó orðið að vaxandi tortryggni hefur gert vart við sig gagnvart bólusetningum, einkum bólusetningum barna. Þetta er afar hættuleg þróun. Á Íslandi er tíðni ungbarnadauða mjög lág, eða um 1,6 dauðsföll á hverjar 1.000 lifandi fæðingar samkvæmt tölum frá árinu 2024. Þetta er bæði með því lægsta í heiminum og lægra en meðaltal margra þróaðra landa, þar á meðal Norðurlandanna. Hverju er það að þakka? Íslenska heilbrigðiskerfið Þrátt fyrir úrtölur og kvartanir er íslenska heilbrigðiskerfið meðal þess besta sem gerist í heiminum. Íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru almennt vel menntaðir og flestir íslenskir sérfræðilæknar og margir hjúkrunarfræðingar fá sína framhaldmenntun erlendis, jafnvel við bestu mennta- og heilbrigðisstofnanir í heimi. Hlutverk heilbrigðiskerfisins er ekki einungis að lækna, heldur einnig að líkna sjúkum og fyrirbyggja veikindi og slys. Bólusetningar gegna þar afar mikilvægu hlutverki, sérstaklega bólusetningar barna. Í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hafa því miður heyrst raddir sem mæla gegn bólusetningum barna, jafnvel gegn hugsanlega banvænum sjúkdómum, svo sem kíghósta, barnaveiki, stífkrampa, Haemophilus influenzae af gerð b (Hib), mænusótt og pneumókokkum. RS-veirusjúkdómurinn (RSV) Á sama hátt hafa ýmsir leikmenn, og jafnvel einstaka læknar, efast um gildi forvarna gegn RSV, jafnvel á þeim forsendum að ekki sé um banvænan sjúkdóm að ræða og að mótefnagjöf gegn RSV geti haft ýmsar aukaverkanir í för með sér. Sannleikurinn er hins vegar sá að ung börn og fyrirburar, sem smitast af RSV, geta verið í bráðri lífshættu og veldur sjúkdómurinn árlega dauða hundruða þúsunda ungra barna um allan heim. RSV er ein algengasta ástæðan fyrir innlögnum á sjúkrahús víða um heim, og Ísland er þar engin undantekning og hér á landi veldur sjúkdómurinn ómældum þjáningum hjá bæði börnum og eldra fólki einkum hjá þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og skert ónæmiskerfi, af hvaða orsökum sem er. Þá er ótalið það vinnutap og sá gífurlegi kostnaður sem sjúkdómnum fylgir. Lág dánartíðni barna hér á landi er fyrst og fremst að þakka góðum aðstæðum, markvissum forvarnaraðgerðum, svo sem bólusetningum og hæfu, vel menntuðu heilbrigðisstarfsfólki en ekki því að ofangreindir sjúkdómar geti ekki verið banvænir. Forvarnir gegn RS-veirusjúkdómnum Frá haustinu 2025 hefur hér á landi verið boðið upp á einstofna mótefni (monóklónal mótefni) gegn RSV sem má gefa hraustum börnum frá fæðingu og til sex mánaða aldurs sem og börnum á fyrsta og öðru æviári, ef alvarleg undirliggjandi heilsufarsvandamál auka hættu á alvarlegri RSV-sýkingu. Lyfið Beyfortus® (nirsevimab) verður notað hér á landi á RSV-tímabilunum 2025–2026 og 2026–2027 til að draga úr innlögnum, veikindum og fylgikvillum RSV-sýkinga hjá ungum börnum. Þar að auki stendur til boða bólusetning mæðra á meðgöngu með lyfinu Abrysvo®, sem leiðir til myndunar mótefna hjá móður sem berast til barnsins yfir fylgjuna. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni aukaverkana, t.d. ofnæmisviðbragða við lyfinu, er mjög lág einkum þar sem það er yfirleitt aðeins gefið einu sinni. Algengasta aukaverkunin er væg hitahækkun, eða að lyfið hafi ekki haft tilætluð áhrif. Fullyrða má því að bólusetning gegn RSV sé örugg og geti dregið úr líkum á alvarlegum og langvinnum veikindum hjá ungum börnum. Lokaorð Allir foreldrar sem láta sig varða heilsu og velferð barna sinna eru eindregið hvattir til að fylgja ráðleggingum Landlæknis og Sóttvarnalæknis um forvarnir gegn RSV og öðrum hættulegum veirusjúkdómum, sem nefndir hafa verið hér að framan. Ráðlagðar bólusetningar barna eru lífsnauðsynlegar og geta komið í veg fyrir alvarleg og langvinn veikindi. Fátt er erfiðara fyrir foreldra og heilbrigðisstarfsfólk en að horfa upp á alvarleg veikindi barna, ekki síst veikindi sem valda öndunarerfiðleikum og sem hægt er að fyrirbyggja með einföldum forvörnum, svo sem bólusetningum. Höfundur er læknir
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun