Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. janúar 2026 08:00 Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjöldanum hér á landi líkt og annarra ríkja innan þess. Um það yrði ekki samið í umsóknarferlinu kæmi til þess. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, aðeins um 0,08% eða á við um 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri fyrir Grænland ef landið yrði hluti sambandsins, eða aðeins 0,01% vægi, enda búa þar aðeins um 67 þúsund manns. Þetta yrði það sem Evrópusambandssinnar kalla sætið við borðið. Með öðrum orðum hefðum við Íslendingar vægast sagt sáralítið vægi ef eitthvað í raun þegar teknar væru ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins, þar á meðal sem vörðuðu mikilavæga hagsmuni okkar eins og sjávarútvegs- og orkumál, og Grænlendingar enn minna. Við eins og Grænlendingar yrði með öðrum orðum undir vald sambandsins settir. Aðrir réðu eftirleiðis ferðinni, aðallega fjölmennustu ríkin, og við yrðum allajafna að vona að ákvarðanir sem teknar væru hentuðu okkur þrátt fyrir að þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með okkar hagsmuni og aðstæður í huga. Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Evrópusambandsins að fá Ísland, Noreg og Grænland í raðir þess sem meðal annars birtist nýverið í skýrslu um norðurslóðir sem samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða á þingi sambandsins í nóvember. Þar er hvatt til þess að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að ríkin þrjú gangi í sambandið og þar með undir vald þess líkt og áður hefur verið rakið, meðal annars í krafti fjármuna og afskipta af innanríkismálum þeirra líkt og fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, á sama tíma og lögð er áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda þeirra fyrir hagsmuni þess. Með öðrum orðum er ekki einungis verið að tala um aðgang að umræddum auðlindum, eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni, vildi meina í grein á Vísi nýverið þar sem hann svaraði grein sem ég hafði skrifað skömmu áður þar sem ég benti á að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri ekki einn um það að ásælast auðlindir Grænlendinga. Það sama ætti til dæmis við um Evrópusambandið. Helgi kaus þar að horfa eingöngu á áðurnefnda skýrslu en ekki hvað felst í inngöngu í sambandið sem ég hefði talið að stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni væri með á hreinu. Ég vitnaði í grein minni til ræðu Valérys Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundar Stjórnarskrár Evrópusambandsins sem var endurskírð Lissabon-sáttmálinn til þess að hindra það að kosið yrði um hana í fleiri ríkjum sambandsins eftir að franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu henni árið 2005. Þar talaði Giscard d’Estaing um það að Evrópusambandið væri tilraun til þess að sameina Evrópu líkt og reynt hefði verið af stórveldum fyrri alda en í þetta sinn með pennanum í stað sverðsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama en aðferðin önnur. Helgi vildi meina að það sem mestu máli skipti væri aðferðin sem beitt væri til þess að ná markmiðinu en ekki markmiðið sjálft. Vissulega er ekki sama hvernig staðið er að málum en markmiðið er þó eðli málsins samkvæmt meginatriðið. Í þessu tilfelli yfirstjórn Grænlands og nýtingu auðlinda þess. Hitt er annað mál að penninn er alls engin trygging fyrir því að haldið sé á málum með ásættanlegum hætti. Afskipti af innanríkismálum, eins og Evrópusambandið hefur til dæmis í hyggju í aðdraganda þjóðaratkvæðisins fyrirhugaða hér á landi, flokkast þannig til að mynda undir beitingu pennans. Hins vegar kemur það ekki mjög á óvart að Helgi sjái ekkert athugavert við markmiðið í ljósi þess að hann á jú sæti í stjórn Evrópuhreyfingarinnar sem aftur er aðili að evrópsku samtökunum European Movement International sem stofnuð voru árið 1948 með það að markmiði að til yrði evrópskt sambandsríki. Sem aftur hefur verið lokamarkmiðið með Evrópusambandinu og forverum þess frá upphafi. Forseti samtakanna, Guy Verhofstadt, var heiðursgestur landsþings Viðreisnar síðasta haust þar sem hann kallaði ekki aðeins eftir því að til yrði sambandsríki heldur evrópskt heimsveldi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið færi vægi landsins við ákvarðanatöku innan sambandsins fyrst og fremst eftir íbúafjöldanum hér á landi líkt og annarra ríkja innan þess. Um það yrði ekki samið í umsóknarferlinu kæmi til þess. Þannig yrði vægi Íslands í ráðherraráði Evrópusambandsins, valdamestu stofnun þess, aðeins um 0,08% eða á við um 5% hlutdeild í einum þingmanni á Alþingi. Staðan yrði margfalt verri fyrir Grænland ef landið yrði hluti sambandsins, eða aðeins 0,01% vægi, enda búa þar aðeins um 67 þúsund manns. Þetta yrði það sem Evrópusambandssinnar kalla sætið við borðið. Með öðrum orðum hefðum við Íslendingar vægast sagt sáralítið vægi ef eitthvað í raun þegar teknar væru ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins, þar á meðal sem vörðuðu mikilavæga hagsmuni okkar eins og sjávarútvegs- og orkumál, og Grænlendingar enn minna. Við eins og Grænlendingar yrði með öðrum orðum undir vald sambandsins settir. Aðrir réðu eftirleiðis ferðinni, aðallega fjölmennustu ríkin, og við yrðum allajafna að vona að ákvarðanir sem teknar væru hentuðu okkur þrátt fyrir að þær yrðu eðli málsins samkvæmt seint teknar með okkar hagsmuni og aðstæður í huga. Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Evrópusambandsins að fá Ísland, Noreg og Grænland í raðir þess sem meðal annars birtist nýverið í skýrslu um norðurslóðir sem samþykkt var með miklum meirihluta atkvæða á þingi sambandsins í nóvember. Þar er hvatt til þess að Evrópusambandið beiti sér fyrir því að ríkin þrjú gangi í sambandið og þar með undir vald þess líkt og áður hefur verið rakið, meðal annars í krafti fjármuna og afskipta af innanríkismálum þeirra líkt og fyrirhuguðu þjóðaratkvæði hér á landi, á sama tíma og lögð er áherzla á mikilvægi náttúruauðlinda þeirra fyrir hagsmuni þess. Með öðrum orðum er ekki einungis verið að tala um aðgang að umræddum auðlindum, eins og Helgi Hrafn Gunnarsson, stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni, vildi meina í grein á Vísi nýverið þar sem hann svaraði grein sem ég hafði skrifað skömmu áður þar sem ég benti á að Donald Trump Bandaríkjaforseti væri ekki einn um það að ásælast auðlindir Grænlendinga. Það sama ætti til dæmis við um Evrópusambandið. Helgi kaus þar að horfa eingöngu á áðurnefnda skýrslu en ekki hvað felst í inngöngu í sambandið sem ég hefði talið að stjórnarmaður í Evrópuhreyfingunni væri með á hreinu. Ég vitnaði í grein minni til ræðu Valérys Giscard d’Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og aðalhöfundar Stjórnarskrár Evrópusambandsins sem var endurskírð Lissabon-sáttmálinn til þess að hindra það að kosið yrði um hana í fleiri ríkjum sambandsins eftir að franskir og hollenzkir kjósendur höfnuðu henni árið 2005. Þar talaði Giscard d’Estaing um það að Evrópusambandið væri tilraun til þess að sameina Evrópu líkt og reynt hefði verið af stórveldum fyrri alda en í þetta sinn með pennanum í stað sverðsins. Markmiðið væri með öðrum orðum í grunninn það sama en aðferðin önnur. Helgi vildi meina að það sem mestu máli skipti væri aðferðin sem beitt væri til þess að ná markmiðinu en ekki markmiðið sjálft. Vissulega er ekki sama hvernig staðið er að málum en markmiðið er þó eðli málsins samkvæmt meginatriðið. Í þessu tilfelli yfirstjórn Grænlands og nýtingu auðlinda þess. Hitt er annað mál að penninn er alls engin trygging fyrir því að haldið sé á málum með ásættanlegum hætti. Afskipti af innanríkismálum, eins og Evrópusambandið hefur til dæmis í hyggju í aðdraganda þjóðaratkvæðisins fyrirhugaða hér á landi, flokkast þannig til að mynda undir beitingu pennans. Hins vegar kemur það ekki mjög á óvart að Helgi sjái ekkert athugavert við markmiðið í ljósi þess að hann á jú sæti í stjórn Evrópuhreyfingarinnar sem aftur er aðili að evrópsku samtökunum European Movement International sem stofnuð voru árið 1948 með það að markmiði að til yrði evrópskt sambandsríki. Sem aftur hefur verið lokamarkmiðið með Evrópusambandinu og forverum þess frá upphafi. Forseti samtakanna, Guy Verhofstadt, var heiðursgestur landsþings Viðreisnar síðasta haust þar sem hann kallaði ekki aðeins eftir því að til yrði sambandsríki heldur evrópskt heimsveldi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar