Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar 6. janúar 2026 07:00 Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ástæður árásarinnar er stuldur á olíu frá 1976 sem bandarísk olíufyrirtæki áttu og til að koma í veg fyrir áframhaldandi tilvist stjórnvalda sem að sögn ógna lífi Bandaríkjamanna með eiturlyfjaútflutningi og stuðningi við hermdar-og hryðjuverkaöfl. Það er óumdeilanlegt að þáverandi stjórnvöld þjóðnýttu olíuframleiðslu landsins á sínum tíma, en það er umdeilanlegt hversu stór hlutur Venesúela í eiturlyfjainnflutningi til Bandaríkjanna er og að þaðan stafi bein ógn af hermdar-og hryðjuverkamönnum. Ekki heldur skal gert lítið úr þeirri staðreynd að núverandi stjórnvöld í landinu eru hreinræktuð harðstjórn sem hefur kúgað og fangelsað landsmenn um langt skeið og valdið því að rúmlega átta milljónir þeirra hafa flúið land. En spyrja má hvort árás á Venesúela og yfirtaka þess sé í samræmi við tilefnið og hvort aðrar leiðir hafi ekki verið betri til að ná markmiðum Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur heitið því að árásin eigi eftir að koma íbúum Venesúela til góða þó svo að gamla einræðisstjórnin sé enn við völd, en þangað til að svo verður muni Bandaríkin stjórna landinu, enda á áhrifasvæði þeirra samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu. Hvort gamla einræðisstjórnin verður leppstjórn Bandaríkjanna á eftir að koma í ljós, en ljóst er að alþjóðalög sem hafa verið hönnuð til að stuðla að öryggi, festu og fyrirsjáanleika í samskiptum þjóða eru virt að vettugi og hnefaréttur hins sterka er hinn nýji raunveruleiki sem við okkur blasir. Öðrum þjóðum í Suður-Ameríku hefur verið hótað því að þau séu næst á lista Trumps forseta. Og Grænland er einnig á listanum. Bandaríkin þurfa að eignast Grænland vegna þjóðaröryggis segir Trump þrátt fyrir að hafa fengið skýr skilaboð frá dönskum og grænlenskum stjórnvöldum að það komi ekki til greina og að framtíð Grænlendinga verði ákveðin af þeim sjálfum. Fari svo að Bandaríkin eigni sér Grænland með valdi getur engin hér á Íslandi eða annars staðar haldið því fram að Bandaríkin sé áreiðanlegur bandamaður eða að slíkt framferði hafi ekki áhrif á starf Atlantshafsbandalagsins og þar með talið þær tvær grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála sem við treystum á. En jafnvel þó að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir þessum sögulegu breytingum ríghalda þau í þá varnarstefnu að útvista alfarið öllum öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar til Bandaríkjanna og annarra erlendra aðila. Þetta dauðahald í horfin heim er stórhættulegt fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands vegna þess að verið er að Pútínvæða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hugi að því hvernig hægt er að byggja upp og efla íslenskan varnarviðbúnað í samvinnu við líkt þenkjandi þjóðir. Höfundur er varnarmálasérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnór Sigurjónsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Engin vafi er á því að með árás Bandaríkjanna á Venesúela og brottnám forseta landsins til að standa andspænis dómstól í New York er söguleg og um leið ískyggileg breyting á alþjóðaskipan sem hefur verið við lýði allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Ástæður árásarinnar er stuldur á olíu frá 1976 sem bandarísk olíufyrirtæki áttu og til að koma í veg fyrir áframhaldandi tilvist stjórnvalda sem að sögn ógna lífi Bandaríkjamanna með eiturlyfjaútflutningi og stuðningi við hermdar-og hryðjuverkaöfl. Það er óumdeilanlegt að þáverandi stjórnvöld þjóðnýttu olíuframleiðslu landsins á sínum tíma, en það er umdeilanlegt hversu stór hlutur Venesúela í eiturlyfjainnflutningi til Bandaríkjanna er og að þaðan stafi bein ógn af hermdar-og hryðjuverkamönnum. Ekki heldur skal gert lítið úr þeirri staðreynd að núverandi stjórnvöld í landinu eru hreinræktuð harðstjórn sem hefur kúgað og fangelsað landsmenn um langt skeið og valdið því að rúmlega átta milljónir þeirra hafa flúið land. En spyrja má hvort árás á Venesúela og yfirtaka þess sé í samræmi við tilefnið og hvort aðrar leiðir hafi ekki verið betri til að ná markmiðum Bandaríkjanna. Forseti Bandaríkjanna hefur heitið því að árásin eigi eftir að koma íbúum Venesúela til góða þó svo að gamla einræðisstjórnin sé enn við völd, en þangað til að svo verður muni Bandaríkin stjórna landinu, enda á áhrifasvæði þeirra samkvæmt nýrri þjóðaröryggisstefnu. Hvort gamla einræðisstjórnin verður leppstjórn Bandaríkjanna á eftir að koma í ljós, en ljóst er að alþjóðalög sem hafa verið hönnuð til að stuðla að öryggi, festu og fyrirsjáanleika í samskiptum þjóða eru virt að vettugi og hnefaréttur hins sterka er hinn nýji raunveruleiki sem við okkur blasir. Öðrum þjóðum í Suður-Ameríku hefur verið hótað því að þau séu næst á lista Trumps forseta. Og Grænland er einnig á listanum. Bandaríkin þurfa að eignast Grænland vegna þjóðaröryggis segir Trump þrátt fyrir að hafa fengið skýr skilaboð frá dönskum og grænlenskum stjórnvöldum að það komi ekki til greina og að framtíð Grænlendinga verði ákveðin af þeim sjálfum. Fari svo að Bandaríkin eigni sér Grænland með valdi getur engin hér á Íslandi eða annars staðar haldið því fram að Bandaríkin sé áreiðanlegur bandamaður eða að slíkt framferði hafi ekki áhrif á starf Atlantshafsbandalagsins og þar með talið þær tvær grunnstoðir íslenskra öryggis- og varnarmála sem við treystum á. En jafnvel þó að íslensk stjórnvöld standi frammi fyrir þessum sögulegu breytingum ríghalda þau í þá varnarstefnu að útvista alfarið öllum öryggis- og varnarmálum þjóðarinnar til Bandaríkjanna og annarra erlendra aðila. Þetta dauðahald í horfin heim er stórhættulegt fyrir fullveldi og sjálfstæði Íslands vegna þess að verið er að Pútínvæða utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Það er löngu tímabært að íslensk stjórnvöld hugi að því hvernig hægt er að byggja upp og efla íslenskan varnarviðbúnað í samvinnu við líkt þenkjandi þjóðir. Höfundur er varnarmálasérfræðingur.
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar