Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir og Margrét Wendt skrifa 7. janúar 2026 16:30 Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Loftslagsmál Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Ferðamenn leita nú að sjálfbærum valkostum á ferðalögum. Rannsóknir stærstu bókunarfyrirtækja heims, Booking.com og Expedia sýna að yfir 90% ferðamanna leggja áherslu á sjálfbærni við skipulagningu ferða og ekkert bendir til annars en að áherslan á sjálfbærni muni aukast í framtíðinni. Íslensk ferðaþjónusta hefur á undanförnum árum byggt upp sterka og jákvæða ímynd af Íslandi sem sjálfbærum áfangastað. Landið einkennist af hreinni náttúru, býður upp á einstakar upplifanir og er framsækið þegar kemur að lausnum í umhverfismálum. Stjórnvöld og hagaðilar í ferðaþjónustu hafa einnig markað þá stefnu að Ísland verði leiðandi áfangastaður í sjálfbærni fyrir árið 2030. Ísland hefur einstakt tækifæri til að verða fyrirmynd í loftslagsaðlögun ferðaþjónustu. Til að svo megi verða er þörf á að fylgja eftir stefnunni sem hefur verið mörkuð. Markmið í sjálfbærni krefjast raunverulegra aðgerða þar sem ferðaþjónustan er hluti af lausninni en ekki vandanum og þar er samstarf milli stjórnvalda, sveitarfélaga og atvinnugreinarinnar lykilatriði. Framtíðin verður ekki sjálfbær af sjálfu sér Nýverið var birt skýrsla á vegum samstarfsvettvangs borga á sviði ferðamála, City Destinations Alliance, sem ber heitið, Loftslagsbreytingar og framtíð ferðaþjónustu. Þar er sýnt fram á að loftslagsbreytingar muni endurmóta ferðamennsku í Evrópu á komandi áratug. Skýrslan undirstrikar að aðlögun og stefnumótun í loftslagsmálum eru ekki valkostir heldur nauðsyn. Stofnunin greinir tvo megin áhættuvalda sem raunar hafa þegar áhrif á ferðaþjónustuna. Sá fyrsti snýr að áhættu vegna aðstæðna og þátta í umhverfi sem ógna innviðum og öryggi ferðamanna s.s. ofhitnun, hækkun sjávarstöðu, flóð og þurrkar. Sá seinni snýr að áhættu vegna umbreytingu starfsumhverfisins þar sem til koma nýjar reglugerðir, kolefnisgjöld og breyttar ferðavenjur í takt við vaxandi kröfur um sjálfbærni. Þótt Ísland njóti ákveðins forskots – með svalt loftslag og hreina orku – er landið ekki undanskilið afleiðingum loftslagsbreytinga. Skýrslan bendir á að norðlægar borgir muni líklega verða vinsælli þegar suðlægir áfangastaðir hitna. Þetta getur virst vera tækifæri fyrir Ísland, en felur jafnframt í sér áhættu því þrýstingur gæti aukist á bæði innviði og vistkerfi. Einnig blasir við að ofsaveður verði tíðari sem mun án efa hafa veruleg áhrif á öryggi og upplifun ferðamanna á Íslandi. Hvernig verður Ísland leiðandi í sjálfbærni? Íslenskum fyrirtækjum fjölgar sem setja sjálfbærni á oddinn, tileinka sér vistvænar lausnir og sækja alþjóðlegar vottanir sem endurspegla ábyrgð og gæði. Þetta eru jákvæð skref og merki um metnað innan greinarinnar. Nýlega bættist við mikilvægur áfangasigur þegar Reykjavík lenti í 10. sæti yfir sjálfbærustu áfangastaði heims samkvæmt GDS sjálfbærnivísinum, sem mælir frammistöðu borga í málum sjálfbærni og hvetur þær áfram í átt að sjálfbærri framtíð. Markmiðið sem áfangastaðurinn höfuðborgarsvæðið hafði sett sér í samstarfi við sveitarfélög og fyrirtæki var að ná þessum áfanga fyrir árið 2027. Nú þarf að viðhalda þessum árangri. Til þess þarf áfangastaðurinn Ísland í heild að fara í ákveðnar aðgerðir. Skrifum undir Glasgow-yfirlýsinguna Fjölmargir áfangastaðir hafa skrifað undir Glasgow-yfirlýsinguna í loftslagsmálum. Undir hennar hatti sameinast ferðaþjónustan í heiminum um áætlun til að draga úr losun um helming fyrir 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir 2050. Aðilar að yfirlýsingunni skuldbinda sig til að skila loftslagsáætlun með mælanlegum aðgerðum. Í dag hafa yfir 140 lönd skrifað undir þessa yfirlýsingu. Ísland hefur ekki gert það. Í takti við Glasgow-yfirlýsinguna gera áfangastaðir jafnframt aðgerðaáætlanir í loftslagsmálum, greina áhættur, útbúa sviðsmyndir í loftslagsmálum og mæla kolefnisfótspor ferðaþjónustunnar. Þetta þurfum við að gera ef Ísland ætlar sér að vera raunverulega leiðandi í sjálfbærni á sviði ferðamála fyrir 2030. Verum framsýn Við þurfum að verja orðspor og ímynd Íslands og Reykjavíkur. Með því aukum við samkeppnishæfni okkar miðað við aðra áfangastaði í heiminum – því við erum jú í samkeppni. Til þess þurfum við að vera framsýn og vinna saman að stefnumiðuðum aðgerðum - við gerum það ekki eftir á. Inga Hlín er framkvæmdastjóri og Margrét er verkefnisstjóri sjálfbærni og þróunar hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar