Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2026 13:00 Xabi Alonso með Florentino Perez forseta Real Madrid eftir síðasta leik sinn sem þjálfari Real Madrid þar sem liðið tapaði á móti Barcelona í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins. Getty/ Jose Breton Spænski fótboltasérfræðingurinn Guillem Balague veltir fyrir sér ástæðunum fyrir því að Xabi Alonso entist aðeins í sjö mánuði í starfinu. Xabi Alonso hætti í gær sem þjálfari stærsta fótboltaliðs Evrópu en mikið hefur gengið á í vetur í herbúðum Real. Balague benti á það hvernig leikmenn Real Madrid höguðu sér eftir dramatískt 3-2 tap á móti Barcelona í úrslitaleiknum um spænska Ofurbikarinn á dögunum. Gerði eins og stjarnan hans krafðist „Kylian Mbappé benti liðsfélögum sínum á að yfirgefa völlinn. Xabi Alonso bað hann um að vera kyrr. Mbappé krafðist þess. Og Xabi sneri sér að lokum undan og gerði eins og stjarnan hans krafðist. Enginn heiðursvörður fyrir Barcelona eftir sigur þeirra í spænska ofurbikarnum á sunnudag,“ skrifaði Balague í upphafi pistils síns sem hann nefndi „Af hverju valdatíð Alonso hjá Real Madrid er lokið.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) „Mörgum fannst þetta bera vott um skort á íþróttamannslegri framkomu, eitthvað sem aldrei hefur verið tengt við Xabi Alonso. Það benti líka á eitthvað allt annað, að liðið, en ekki stjórinn, réði ferðinni. Og eftir úrslitaleik sem hafði verið jafn og ráðist á skoti sem breytti um stefnu, gat maður næstum ímyndað sér Xabi hugsa: nóg komið,“ skrifaði Balague og hélt áfram: „En þetta var ekki uppsögn. Og það var ekki planað. Xabi Alonso bjóst ekki við að hætta sem stjóri Real Madrid – aðeins sjö og hálfum mánuði eftir að hann var ráðinn. Ekki strax allavega,“ skrifaði Balague. Grófu undan honum frá upphafi „Að hefja stjóraferil hjá Real Madrid er erfiðasta áskorunin í fótbolta. Enginn segir nei við Madrid, ekki einu sinni þeir sem skilja hversu erfitt það er að breyta menningu sem byggir á einstaklingssnilld í nútímalega heild þar sem allir pressa og allir verjast. Stjóri er sterkastur þegar hann kemur, en Madrid gróf undan valdi hans frá upphafi,“ skrifaði Balague. „Xabi tókst aldrei að sannfæra leikmennina um að hans leið væri sú rétta. Og án þess gat hann ekki innleitt hápressuna, hraðann, stöðufótboltann sem einkenndi Leverkusen-lið hans,“ skrifaði Balague. Eftir flottan feril þar sem Alonso vann titla með bæði Liverpool og Real Madrid sneri hann sér að þjálfun. Hann sló í gegn hjá Bayern Leverkusen í þýska boltanum áður en hann var ráðinn þjálfari spænska stórveldisins. Balague veltir fyrir sér framhaldinu hjá Alonso. Mörg þeirra yrðu ánægð með að fá hann „Hann verður að ákveða hvort hvíld sé það næsta á dagskrá hjá honum. Þeir sem þekkja hann telja að brottförin, þótt hún hafi ekki verið óskuð, verði nokkur léttir. Þetta gekk einfaldlega ekki upp. En skilaboðin frá stærstu félögum Evrópu eru skýr, mörg þeirra yrðu ánægð með að fá hann næsta tímabil, ef aðstæður leyfa,“ skrifaði Balague. „Real Madrid er enn og aftur litið á sem sér á báti – félag sem starfar öðruvísi, takmarkar stjórann sinn og undirbýr jafnvel í kyrrþey jarðveginn fyrir brottrekstur mánuðum áður en hann á sér stað, með hjálp tryggra fjölmiðla. Næstur í röðinni er Alvaro Arbeloa, þjálfari Castilla, maður félagsins. En ef goðsögn eins og Xabi Alonso gat ekki breytt menningunni, stendur Arbeloa frammi fyrir nánast ómögulegu verkefni,“ skrifaði Balague. Neita einfaldlega að láta stjórna sér „Ef þetta tímabil endar án titla munu stóru liðin í Evrópu telja sig hafa fengið staðfestingu á sinni trú. Ef, vegna einnar af kunnuglegum mótsögnum fótboltans, að Real Madrid endar á að lyfta bikurum, munum við komast að sömu niðurstöðu og við gerum alltaf: Að sumir stjórar passa ákveðnum félögum og sum félög neita einfaldlega að láta stjórna sér,“ skrifaði Balague en allur pistill hans er aðgengilegur hér. View this post on Instagram A post shared by Score 90 (@score90) Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Xabi Alonso hætti í gær sem þjálfari stærsta fótboltaliðs Evrópu en mikið hefur gengið á í vetur í herbúðum Real. Balague benti á það hvernig leikmenn Real Madrid höguðu sér eftir dramatískt 3-2 tap á móti Barcelona í úrslitaleiknum um spænska Ofurbikarinn á dögunum. Gerði eins og stjarnan hans krafðist „Kylian Mbappé benti liðsfélögum sínum á að yfirgefa völlinn. Xabi Alonso bað hann um að vera kyrr. Mbappé krafðist þess. Og Xabi sneri sér að lokum undan og gerði eins og stjarnan hans krafðist. Enginn heiðursvörður fyrir Barcelona eftir sigur þeirra í spænska ofurbikarnum á sunnudag,“ skrifaði Balague í upphafi pistils síns sem hann nefndi „Af hverju valdatíð Alonso hjá Real Madrid er lokið.“ View this post on Instagram A post shared by Match of the Day (@bbcfootball) „Mörgum fannst þetta bera vott um skort á íþróttamannslegri framkomu, eitthvað sem aldrei hefur verið tengt við Xabi Alonso. Það benti líka á eitthvað allt annað, að liðið, en ekki stjórinn, réði ferðinni. Og eftir úrslitaleik sem hafði verið jafn og ráðist á skoti sem breytti um stefnu, gat maður næstum ímyndað sér Xabi hugsa: nóg komið,“ skrifaði Balague og hélt áfram: „En þetta var ekki uppsögn. Og það var ekki planað. Xabi Alonso bjóst ekki við að hætta sem stjóri Real Madrid – aðeins sjö og hálfum mánuði eftir að hann var ráðinn. Ekki strax allavega,“ skrifaði Balague. Grófu undan honum frá upphafi „Að hefja stjóraferil hjá Real Madrid er erfiðasta áskorunin í fótbolta. Enginn segir nei við Madrid, ekki einu sinni þeir sem skilja hversu erfitt það er að breyta menningu sem byggir á einstaklingssnilld í nútímalega heild þar sem allir pressa og allir verjast. Stjóri er sterkastur þegar hann kemur, en Madrid gróf undan valdi hans frá upphafi,“ skrifaði Balague. „Xabi tókst aldrei að sannfæra leikmennina um að hans leið væri sú rétta. Og án þess gat hann ekki innleitt hápressuna, hraðann, stöðufótboltann sem einkenndi Leverkusen-lið hans,“ skrifaði Balague. Eftir flottan feril þar sem Alonso vann titla með bæði Liverpool og Real Madrid sneri hann sér að þjálfun. Hann sló í gegn hjá Bayern Leverkusen í þýska boltanum áður en hann var ráðinn þjálfari spænska stórveldisins. Balague veltir fyrir sér framhaldinu hjá Alonso. Mörg þeirra yrðu ánægð með að fá hann „Hann verður að ákveða hvort hvíld sé það næsta á dagskrá hjá honum. Þeir sem þekkja hann telja að brottförin, þótt hún hafi ekki verið óskuð, verði nokkur léttir. Þetta gekk einfaldlega ekki upp. En skilaboðin frá stærstu félögum Evrópu eru skýr, mörg þeirra yrðu ánægð með að fá hann næsta tímabil, ef aðstæður leyfa,“ skrifaði Balague. „Real Madrid er enn og aftur litið á sem sér á báti – félag sem starfar öðruvísi, takmarkar stjórann sinn og undirbýr jafnvel í kyrrþey jarðveginn fyrir brottrekstur mánuðum áður en hann á sér stað, með hjálp tryggra fjölmiðla. Næstur í röðinni er Alvaro Arbeloa, þjálfari Castilla, maður félagsins. En ef goðsögn eins og Xabi Alonso gat ekki breytt menningunni, stendur Arbeloa frammi fyrir nánast ómögulegu verkefni,“ skrifaði Balague. Neita einfaldlega að láta stjórna sér „Ef þetta tímabil endar án titla munu stóru liðin í Evrópu telja sig hafa fengið staðfestingu á sinni trú. Ef, vegna einnar af kunnuglegum mótsögnum fótboltans, að Real Madrid endar á að lyfta bikurum, munum við komast að sömu niðurstöðu og við gerum alltaf: Að sumir stjórar passa ákveðnum félögum og sum félög neita einfaldlega að láta stjórna sér,“ skrifaði Balague en allur pistill hans er aðgengilegur hér. View this post on Instagram A post shared by Score 90 (@score90)
Spænski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira