Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir, Bjarni Gíslason, Gísli Rafn Ólafsson, Hrönn Svansdóttir, Stella Samúelsdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 20. janúar 2026 08:01 Fjölmörg ríki heims hafa stóraukið framlög sín til varnarmála á undanförnum árum til að bregðast við auknum umbrotum og átökum á alþjóðavettvangi. Á sama tíma hafa hátekjuríki dregið verulega úr fjármögnun til þróunarsamvinnu í lágtekjuríkjum. Þá hafa ríki einnig tekið upp á því að skilgreina framlög til varnartengdra útgjalda sem þróunaraðstoð. Við sem störfum fyrir frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu viljum vara við þessari áherslubreytingu á alþjóðavísu, sem hefur komið niður á stuðningi við lífsbjargandi verkefni í fátækustu löndum heims. Með því að færa fjármagn til á þennan hátt og draga úr framlögum til þróunarsamvinnu hefur orðið samdráttur í alþjóðlegum fjárfestingum í uppbyggingu heilbrigðis-, mennta-, lýðræðis- og atvinnumála. Til lengdar mun þessi þróun leiða til aukinnar fátæktar og ójöfnuðar, sem ýtir undir fólksflótta, vopnuð átök og útbreiðslu smitsjúkdóma. Allt eru þetta ógnir sem minnka öryggi í alþjóðakerfinu og kalla á kostnaðarsöm viðbrögð ríkja þegar skaðinn er skeður. Fjárfesting í alþjóðlegri þróunarsamvinnu er því fjárfesting í stöðugleika og öryggi. Í stefnu íslenskra stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028 er áréttað að alþjóðleg þróunarsamvinna gegni lykilhlutverki við úrlausn þeirra fjölþættu áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir „því hún stuðlar að aukinni velsæld, sjálfbærni og jöfnuði sem getur af sér stöðugleika, allri heimsbyggðinni til hagsbóta.“ Alþingi samþykkti samhljóðandi ályktun einróma fyrir tveimur árum og þessi afstaða endurspeglast einnig í greinargerð við þingsályktunartillögu um varnar- og öryggismál sem nú er til umsagnar á Alþingi. Það hefur lengi verið markmið íslenskra stjórnvalda að framlög til þróunarsamvinnu séu hið minnsta 0,7% af vergum þjóðartekjum. Í samþykktri stefnu er áætlun um að framlög til þróunarsamvinnu vaxi úr 0,35% í 0,46% á tímabilinu. Frjáls félagasamtök fögnuðu þeirri hækkun en hafa bent á að töluvert skorti upp á að 0,7% takmarkinu sé náð. Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu ítreka að aldrei hafi verið jafn mikilvægt og nú, að Ísland standi með málaflokki þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar, styðji við alþjóðakerfið og stuðli að virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindum sem standa höllum fæti. Jafnframt fögnum við því að kveðið er á um áframhaldandi stuðning við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi í stefnu stjórnvalda í varnar- og öryggismálum, lögð sé áhersla á að tryggja þátttöku kvenna á öllum sviðum ákvarðanatöku og framkvæmdar og að mið sé tekið af kynjasjónarmiðum við ákvörðun fjárveitinga. Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum. Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Gísli Rafn Ólafsson Tótla I. Sæmundsdóttir Stella Samúelsdóttir Þróunarsamvinna Öryggis- og varnarmál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fjölmörg ríki heims hafa stóraukið framlög sín til varnarmála á undanförnum árum til að bregðast við auknum umbrotum og átökum á alþjóðavettvangi. Á sama tíma hafa hátekjuríki dregið verulega úr fjármögnun til þróunarsamvinnu í lágtekjuríkjum. Þá hafa ríki einnig tekið upp á því að skilgreina framlög til varnartengdra útgjalda sem þróunaraðstoð. Við sem störfum fyrir frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu viljum vara við þessari áherslubreytingu á alþjóðavísu, sem hefur komið niður á stuðningi við lífsbjargandi verkefni í fátækustu löndum heims. Með því að færa fjármagn til á þennan hátt og draga úr framlögum til þróunarsamvinnu hefur orðið samdráttur í alþjóðlegum fjárfestingum í uppbyggingu heilbrigðis-, mennta-, lýðræðis- og atvinnumála. Til lengdar mun þessi þróun leiða til aukinnar fátæktar og ójöfnuðar, sem ýtir undir fólksflótta, vopnuð átök og útbreiðslu smitsjúkdóma. Allt eru þetta ógnir sem minnka öryggi í alþjóðakerfinu og kalla á kostnaðarsöm viðbrögð ríkja þegar skaðinn er skeður. Fjárfesting í alþjóðlegri þróunarsamvinnu er því fjárfesting í stöðugleika og öryggi. Í stefnu íslenskra stjórnvalda um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2024-2028 er áréttað að alþjóðleg þróunarsamvinna gegni lykilhlutverki við úrlausn þeirra fjölþættu áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir „því hún stuðlar að aukinni velsæld, sjálfbærni og jöfnuði sem getur af sér stöðugleika, allri heimsbyggðinni til hagsbóta.“ Alþingi samþykkti samhljóðandi ályktun einróma fyrir tveimur árum og þessi afstaða endurspeglast einnig í greinargerð við þingsályktunartillögu um varnar- og öryggismál sem nú er til umsagnar á Alþingi. Það hefur lengi verið markmið íslenskra stjórnvalda að framlög til þróunarsamvinnu séu hið minnsta 0,7% af vergum þjóðartekjum. Í samþykktri stefnu er áætlun um að framlög til þróunarsamvinnu vaxi úr 0,35% í 0,46% á tímabilinu. Frjáls félagasamtök fögnuðu þeirri hækkun en hafa bent á að töluvert skorti upp á að 0,7% takmarkinu sé náð. Frjáls félagasamtök í þróunarsamvinnu ítreka að aldrei hafi verið jafn mikilvægt og nú, að Ísland standi með málaflokki þróunarsamvinnu og neyðaraðstoðar, styðji við alþjóðakerfið og stuðli að virðingu fyrir alþjóðlegum mannúðarlögum og mannréttindum sem standa höllum fæti. Jafnframt fögnum við því að kveðið er á um áframhaldandi stuðning við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi í stefnu stjórnvalda í varnar- og öryggismálum, lögð sé áhersla á að tryggja þátttöku kvenna á öllum sviðum ákvarðanatöku og framkvæmdar og að mið sé tekið af kynjasjónarmiðum við ákvörðun fjárveitinga. Þróunarsamvinna er grundvöllur friðar, stöðugleika, trausts og öryggis í heiminum. Brýnt er að stefna Íslands í varnar- og öryggismálum taki mið af því og að litið verði á öfluga þróunarsamvinnu sem hluta af öryggishagsmunum Íslands. Höfundar eru: Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi Hrönn Svansdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Ísland Tótla I. Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun