Hver er staðan og hvað tekur við? Sindri Sverrisson skrifar 28. janúar 2026 09:02 Elliði Snær Viðarsson skoraði átta mörk úr níu skotum gegn Sviss en það dugði aðeins til jafnteflis. Ísland fékk hins vegar líflínu þegar Svíum mistókst að vinna Ungverja. VÍSIR/VILHELM Með stuðningi Ungverja í gærkvöld er ljóst að Ísland getur með sigri gegn Slóveníu í dag komist í undanúrslit á EM í handbolta, í þriðja sinn í sögunni. Sex leikir fara fram í dag, þegar milliriðlakeppninni lýkur, en hvað tekur svo við? Strákarnir okkar byrja ballið í Malmö í dag klukkan 14:30 og eru sem betur fer í þeirri stöðu núna að þurfa ekki að treysta á neina nema sjálfa sig, eftir að Svíþjóð mistókst að vinna Ungverjaland. Tap í dag þýðir hins vegar 7.-8. sæti á mótinu eða í besta falli, með mikilli hjálp, leikur um 5. sæti sem gefur sæti á næsta HM. Standings provided by Sofascore Hvað ef Ísland vinnur í dag? Þá endar liðið með sjö stig og kemst í undanúrslit. Ísland endar þá í 2. sæti milliriðilsins, eða í 1. sæti ef Króatía vinnur ekki Ungverjaland síðar í dag. Hvað ef Ísland gerir jafntefli í dag? Þá endar Ísland með sex stig og þarf að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Sviss í kvöld. Sigur Svía myndi hins vegar þýða 3. sæti fyrir Ísland í milliriðlinum og leikur um 5. sæti á mótinu. Hvað ef Ísland tapar í dag? Þá kemst Slóvenía upp fyrir Ísland sem endar í 4. sæti milliriðilsins, og í 7.-8. sæti alls í mótinu, eða í besta falli í 3. sæti milliriðilsins ef Svíþjóð tapar fyrir Sviss. Leikirnir í dag: Milliriðill II 14.30 Slóvenía – Ísland 17.00 Króatía – Ungverjaland 19.30 Sviss – Svíþjóð Milliriðill I 14.30 Spánn – Portúgal 17.00 Þýskaland – Frakkland 19.30 Danmörk – Noregur Geta Danir valið sér andstæðing? Það eina sem er alveg á hreinu fyrir leiki dagsins er að Danmörk á öruggt sæti í undanúrslitunum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi spila úrslitaleik við Frakka um að fylgja Dönum upp úr milliriðli I, og dugar þar jafntefli. Standings provided by Sofascore Danir spila í kvöld og vita að ef að Frakkland vinnur Þýskaland þá endar Danmörk í efsta sæti síns milliriðils, og mætir þá liðinu í 2. sæti milliriðils II. Ef að hins vegar Þjóðverjar forðast tap gegn Frökkum þá gætu Danir enn endað í 2. sæti milliriðilsins og spilað við liðið sem vinnur milliriðil Íslands. Raunar gætu Danir þá verið í þeirri stöðu að geta „ráðið“ hvaða liði þeir mæta í undanúrslitum, að því marki sem þeir ráða úrslitunum í leik sínum við Noreg. Króatar í bestu stöðunni Í milliriðli II eru Króatarnir hans Dags Sigurðssonar í bestu stöðunni en álagið hefur verið mikið og ef þeir vinna ekki Ungverja í dag eiga þeir á hættu að missa Ísland og Svíþjóð upp fyrir sig. Króatar munu þó vita fyrir sinn leik hvernig fór hjá Slóveníu og Íslandi, og væru nær öruggir í undanúrslit með sigri Slóvena (aðeins jafntefli Svíþjóðar og Sviss myndi breyta því en þá yrði Króatía fyrir neðan Svíþjóð og Slóveníu vegna innbyrðis úrslita). Mikið í húfi fyrir Slóvena og Svíar vilja íslenskt tap Slóvenía þarf að vinna Ísland og treysta á að Svíþjóð tapi fyrir Sviss, til að komast í undanúrslit, en getur með sigri á Íslandi að minnsta kosti tryggt sér leik um 5. sæti á mótinu sem eins og fyrr segir gefur öruggt sæti á næsta heimsmeistaramóti. Það er því að nægu að keppa fyrir Slóvena í dag. Svíar þurfa að treysta á að annað hvort Íslandi eða Króatíu mistakist að vinna í dag og þá geta þeir komið sér í undanúrslit með sigri gegn Sviss í kvöld. Undanúrslit á föstudag Undanúrslitin á EM, og leikurinn um 5. sætið, fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. Leikurinn um 5. sæti er klukkan 14 og undanúrslitaleikirnir svo klukkan 16:45 og 19:30. Á sunnudag er svo bronsleikurinn klukkan 14:15 og úrslitaleikurinn klukkan 17. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira
Strákarnir okkar byrja ballið í Malmö í dag klukkan 14:30 og eru sem betur fer í þeirri stöðu núna að þurfa ekki að treysta á neina nema sjálfa sig, eftir að Svíþjóð mistókst að vinna Ungverjaland. Tap í dag þýðir hins vegar 7.-8. sæti á mótinu eða í besta falli, með mikilli hjálp, leikur um 5. sæti sem gefur sæti á næsta HM. Standings provided by Sofascore Hvað ef Ísland vinnur í dag? Þá endar liðið með sjö stig og kemst í undanúrslit. Ísland endar þá í 2. sæti milliriðilsins, eða í 1. sæti ef Króatía vinnur ekki Ungverjaland síðar í dag. Hvað ef Ísland gerir jafntefli í dag? Þá endar Ísland með sex stig og þarf að treysta á að Svíþjóð vinni ekki Sviss í kvöld. Sigur Svía myndi hins vegar þýða 3. sæti fyrir Ísland í milliriðlinum og leikur um 5. sæti á mótinu. Hvað ef Ísland tapar í dag? Þá kemst Slóvenía upp fyrir Ísland sem endar í 4. sæti milliriðilsins, og í 7.-8. sæti alls í mótinu, eða í besta falli í 3. sæti milliriðilsins ef Svíþjóð tapar fyrir Sviss. Leikirnir í dag: Milliriðill II 14.30 Slóvenía – Ísland 17.00 Króatía – Ungverjaland 19.30 Sviss – Svíþjóð Milliriðill I 14.30 Spánn – Portúgal 17.00 Þýskaland – Frakkland 19.30 Danmörk – Noregur Geta Danir valið sér andstæðing? Það eina sem er alveg á hreinu fyrir leiki dagsins er að Danmörk á öruggt sæti í undanúrslitunum. Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi spila úrslitaleik við Frakka um að fylgja Dönum upp úr milliriðli I, og dugar þar jafntefli. Standings provided by Sofascore Danir spila í kvöld og vita að ef að Frakkland vinnur Þýskaland þá endar Danmörk í efsta sæti síns milliriðils, og mætir þá liðinu í 2. sæti milliriðils II. Ef að hins vegar Þjóðverjar forðast tap gegn Frökkum þá gætu Danir enn endað í 2. sæti milliriðilsins og spilað við liðið sem vinnur milliriðil Íslands. Raunar gætu Danir þá verið í þeirri stöðu að geta „ráðið“ hvaða liði þeir mæta í undanúrslitum, að því marki sem þeir ráða úrslitunum í leik sínum við Noreg. Króatar í bestu stöðunni Í milliriðli II eru Króatarnir hans Dags Sigurðssonar í bestu stöðunni en álagið hefur verið mikið og ef þeir vinna ekki Ungverja í dag eiga þeir á hættu að missa Ísland og Svíþjóð upp fyrir sig. Króatar munu þó vita fyrir sinn leik hvernig fór hjá Slóveníu og Íslandi, og væru nær öruggir í undanúrslit með sigri Slóvena (aðeins jafntefli Svíþjóðar og Sviss myndi breyta því en þá yrði Króatía fyrir neðan Svíþjóð og Slóveníu vegna innbyrðis úrslita). Mikið í húfi fyrir Slóvena og Svíar vilja íslenskt tap Slóvenía þarf að vinna Ísland og treysta á að Svíþjóð tapi fyrir Sviss, til að komast í undanúrslit, en getur með sigri á Íslandi að minnsta kosti tryggt sér leik um 5. sæti á mótinu sem eins og fyrr segir gefur öruggt sæti á næsta heimsmeistaramóti. Það er því að nægu að keppa fyrir Slóvena í dag. Svíar þurfa að treysta á að annað hvort Íslandi eða Króatíu mistakist að vinna í dag og þá geta þeir komið sér í undanúrslit með sigri gegn Sviss í kvöld. Undanúrslit á föstudag Undanúrslitin á EM, og leikurinn um 5. sætið, fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. Leikurinn um 5. sæti er klukkan 14 og undanúrslitaleikirnir svo klukkan 16:45 og 19:30. Á sunnudag er svo bronsleikurinn klukkan 14:15 og úrslitaleikurinn klukkan 17.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Sjá meira