Fleiri fréttir

FH semur við miðvörðinn Rennico

FH hefur samið við miðvörðinn Rennico Clarke en hann semur við Hafnarfjarðarliðið til tveggja ára. Þetta staðfesti FH á Twitter en hann var á reynslu hjá félaginu á dögunum og lék meðal annars í æfingarleik gegn Breiðablik.

Aldrei meira að gera hjá De Gea en á þessu tímabili

Spænski markvörðurinn David De Gea hefur átt frábært tímabil með Manchester United og á mikinn þátt í því að United-liðið er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á enn tölfræðilega möguleika á að vinna enska meistaratitilinn.

Aron Einar sagður geta valið úr tilboðum frá fjórum löndum

Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum.

Christensen: Ég er þakklátur Conte

Andrea Christensen, leikmaður Chelsea, segist vera þakklátur Antonio Conte fyrir að hafa ennþá trú á sér þó svo að frammistaða hans hafi ekki verið jafn góð í síðustu leikjum og í byrjun tímabils.

Wenger: Welbeck á allt gott skilið

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fór fögrum orðum um framherja sinn Danny Welbeck á blaðamannafundi eftir 3-2 sigur Arsenal á Southampton í dag.

Pique: Ég mun ekki sofa á nóttinni

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, kom með kaldhæðið skot á Zidane, stjóra Real Madrid, eftir að Zidane sagði að lið hans myndi ekki standa heiðursvörð er liðin mætast í næsta mánuði.

Sigur hjá Heimi og félögum

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í HB unnu sterkan útisigur á EB/Streymi í færeysku deildinni í dag en lokastaðan var 0-1.

Tap hjá Íslendingunum í Rostov

Sverrir Ingi Ingason og Ragnar Sigurðsson þurftu að sætta sig við eins marks tap gegn Lokomotiv í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Welbeck hetja Arsenal í dramatískum sigri

Danny Welbeck var allt í öllu í sigri Arsenal á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn leystist upp í vitleysu á loka mínútunum með tvö rauð spjöld í uppbótartíma.

Eggert Gunnþór vann Hannes og félaga

Eggert Gunnþór Jónsson og félagar í SönderjyskE höfðu betur gegn Hannesi Þór Halldórssyni og liðsmönnum í Randers í fallslag í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Haukar byggja knattspyrnuhús

Upphitað knattspyrnuhús verður reist á íþróttsvæði Hauka að Ásvöllum í Hafnarfirði er fram kemur í tilkynningu frá félaginu í morgun.

Danilo: Við vorum betra liðið

Manchester United vann grannaslaginn við Manchester City í gær og kom í veg fyrir að City gæti fagnað Englandsmeistaratitlinum. Varnarmaður City vildi þó ekki viðurkenna að United hafi verið betra liðið í leiknum.

Bjarni Mark aftur í KA

Bjarni Mark Antonsson er á leið aftur til Íslands og mun spila með KA í Pepsi deildinni í sumar. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni.

Sjáðu endurkomu United og allt hitt úr leikjum gærdagsins

Enska úrvalsdeildin sýndi það í gær að hún er ein skemmtilegasta deild í heimi. Stórleikur fullur af umdeildum atvikum; mark þar sem tveir leikmenn bítast um heiðurinn, dramatískir fallslagir, allir fengu sitt fyrir aðgöngumiðann.

Neville: Pogba vill alltaf athygli

Gary Nevillie, fyrrum leikmaður Manchester United og nú álitsgjafi hjá Sky, var ekki sáttur með Paul Pogba í vikunni.

Messi skoraði þrennu í sigri Barcelona

Lionel Messi skoraði þrennu í sigri Barcelona gegn Leganes í spænsku deildinni i kvöld en eftir sigurinn er Barcelona með 79 stig í efsta sæti deildarinnar.

Mourinho: Viljum ná öðru sætinu

José Mourinho, stjóri United, var að vonum ánægður með sigur sinna manna á Manchester City í dag en hann telur markmið síns liðs að enda í öðru sæti deildarinnar.

Kane: Ég á þetta mark

Harry Kane, leikmaður Tottenham, virðist vera staðráðinn í því að fá seinna mark Tottenham gegn Stoke í dag skráð á sig en mikill vafi liggur á því hvort að hann eða Christian Eriksen eigi markið.

Pogba skoraði tvö í sigri United á City

Manchester City mistókst að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn er liðið tapaði fyrir grönnum sínum Í United en leiknum lauk með 3-2 sigri þeirra rauðklæddu.

Birkir í byrjunarliði í tapi Aston Villa

Birkir Bjarnason og félagar töpuðu 3-1 fyrir Norwich í ensku fyrstu deildinni á meðan Jón Daði Böðvarsson spilaði rúmlega 70 mínútur fyrir Reading í 1-0 sigri á Preston North End.

WBA missti af mikilvægum sigri

West Bromwich Albion missti af mikilvægum stigum í fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið gerði jafntefli við Swansea eftir að hafa leitt leikinn.

Tvenna Eriksen tryggði Tottenham sigurinn

Harry Kane var mættur aftur í byrjunarlið Tottenham þegar liðið sótti Stoke heim í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann fagnaði endurkomunni með sigurmarki Tottenham.

Fjórði sigur Burnley í röð

Burnley náði í fjórða sigurinn í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið sótti Watford heim í dag.

Sjá næstu 50 fréttir