Tekin við forsetaembætti
Nýr forseti Írlands sór embættiseið í dag, við hátíðlega athöfn í Dyflinnarkastala. Catherine Connolly er tíundi forseti lýðveldisins, eftir að hafa unnið stórsigur í kosningum undir lok október, með sextíu og þremur prósentum atkvæða.