Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 0-1 | Þróttarar enn án sigurs Þróttur tók á móti Víkingi í fimmtu umferð Bestu deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardal í kvöld. Nýliðarnir úr Fossvogi tóku stigin þrjú í kvöld með 1-0 sigri og leita Þróttarar enn að fyrsta sigrinum í deildinni. Íslenski boltinn 15. maí 2024 17:15
„Þegar við skorum að þá er gaman“ „Ég er ægilega ánægður, mér fannst liðið bara flott í þessum leik á móti erfiðu liði,“ sagði Jóhann Kristinn þjálfari Þór/KA eftir 4-0 sigur á Keflavík á Akureyri í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:30
„Þetta var eins og handboltaleikur“ FH tapaði í kvöld gegn Stjörnunni á Samsungvellinum í Garðabæ. Eftir ótrúlegar upphafsmínútur þar sem staðan var 4-1 eftir korter fyrir heimakonum þá bitu Hafnfirðingar frá sér í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í eitt mark. Lokatölur 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 21:15
„Fórum af bensíngjöfinni í staðin fyrir að gefa í” Valur lagði Tindastól með þremur mörkum gegn einu þegar þessi lið mættust í 5.umferð Bestu deild kvenna í dag. Fanndís Friðriksdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö af mörkum Íslandsmeistaranna sem lentu nokkuð óvænt undir. Íslenski boltinn 14. maí 2024 20:10
Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - FH 4-3 | Markasúpa í Garðabænum Stjarnan fékk FH í heimsókn á Samsungvöllinn í kvöld, í 5. umferð Bestu deildar kvenna. Boðið var upp á markasúpu en fyrstu fimm mörk leiksins komu á fyrsta korterinu. Lauk leiknum með sigri heimakvenna 4-3. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör og viðtöl: Þór/KA - Keflavík 4-0 | Heimakonur ekki í vandræðum Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:55
Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - Tindastóll 3-1 | Meistararnir lentu undir en komu til baka Tindastóll hafði unnið tvo leiki í röð í Bestu deild kvenna þegar liðið mætti Val, ríkjandi Íslandsmeisturum, á Hlíðarenda í kvöld. Stólarnir komust yfir en meistararnir svöruðu með þremur mörkum og hafa nú unnið alla fimm leiki sína til þessa í deildinni. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 14. maí 2024 19:25
„Við erum allar að læra þetta“ Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir fimmtu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Barbára Sól Gísladóttir og Heiða Ragney Viðarsdóttir úr Breiðabliki mættu í sófann til hennar, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Fótbolti 14. maí 2024 16:01
Sextán ára stelpa skoraði í Bestu eftir stoðsendingu frá einni fimmtán ára Táningarnir Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir bjuggu til mark fyrir Tindastól í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær og meðalaldurinn við gerð marksins var því ekki mjög hár. Íslenski boltinn 10. maí 2024 12:31
Rankaði við sér í sjúkrabíl: „Þekki hve alvarlegar afleiðingar þetta getur haft“ Jasmín Erla Ingadóttir þekkir það frá góðri vinkonu sinni hve alvarlegar afleiðingar höfuðhögg geta haft. Henni líður ágætlega í dag eftir að hafa misst skammtímaminnið um stund í Keflavík í fyrrakvöld. Íslenski boltinn 9. maí 2024 22:00
„Persónulegt markmið að skora einu sinni á móti öllum liðum“ Sandar María Jessen var allt í öllu hjá sínu liði, Þór/KA, gegn Víkingi í dag. Norðankonur unnu leikinn 1-2 eftir að hafa lent undir eftir aðeins fimm mínútur. Sandra María lagði upp fyrra mark síns liðs og skoraði það síðara. Fótbolti 9. maí 2024 19:04
Uppgjör: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Fyrsta tap nýliðanna Tindastóll sigraði Fylki í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna á Akureyri í dag. Þetta var annar sigur Tindastóls í röð en leikurinn endaði 3-0. Íslenski boltinn 9. maí 2024 18:00
Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-2 | Þrír norðansigrar í röð Þór/KA vann sinn þriðja leik í röð í Bestu deildinni í dag. Víkingur var liðið sem þurfti að lúta í lægra haldið gegn norðankonum í dag í leik sem endaði 1-2 í Víkinni. Íslenski boltinn 9. maí 2024 15:15
Rekin út af fyrir litla töf, Nadía reddaði Fanneyju og Blikar sjóðheitir Það var nóg um að vera í Bestu deild kvenna í fótbolta í gær þegar þrír leikir fóru fram. Rauða spjaldið fór tvisvar á loft í Kaplakrika, hjá FH og Þrótti, en Breiðablik og Valur héldu áfram á sigurbraut. Íslenski boltinn 9. maí 2024 12:31
Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Valur 1-2 | Meistararnir komu til baka suður með sjó Valur heimsótti Keflavík suður með sjó í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Bestu deildar kvenna. Eftir flottan fyrri hálfleik hjá Keflavík voru það Valsarar sem snéru þessu við og unnu 1-2 sigur. Íslenski boltinn 8. maí 2024 21:10
„Eitthvað sem þær þurfa að svara fyrir á fundi á morgun“ Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar sagði að hans lið þyrfti meiri tíma til að vera tilbúið í slaginn í Bestu deildinni. Hann sagði leikmenn þurfa að svara fyrir ákveðna hluti á fundi á morgun. Íslenski boltinn 8. maí 2024 20:16
Uppgjörið og viðtöl: FH - Þróttur 1-0 | Sigurmark á 96. mínútu Mikil dramatík var þegar FH fékk Þrótt í heimsókn í Bestu deild kvenna í kvöld. Breukelen Woodard tryggði FH-ingum sigurinn með marki þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Íslenski boltinn 8. maí 2024 20:00
Uppgjörið og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 5-1| Blikar kláruðu dæmið í fyrri hálfleik Breiðablik vann öruggan 5-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli. Breiðablik er því með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Stjarnan var að tapa sínum þriðja leik. Íslenski boltinn 8. maí 2024 19:50
„Spáin hjálpar okkur frekar en eitthvað annað“ Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í upphitunarþætti fyrir 4. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Signý Lára Bjarnadóttir úr Fylki mættu, ásamt sérfræðingnum Mist Rúnarsdóttur. Íslenski boltinn 8. maí 2024 14:31
Vatnstjónið vísar Stólum til Akureyrar Óvíst er hvenær Tindastóll getur leikið heimaleiki að nýju á gervigrasvelli sínum á Sauðárkróki vegna mikilla skemmda sem urðu á vellinum í vatnsveðri í apríl. Íslenski boltinn 7. maí 2024 13:01
Segir að móðurhlutverkið hafi gert sig að betri leikmanni Sandra María Jessen, markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta, segist hafa orðið betri leikmaður eftir að hún eignaðist barn. Íslenski boltinn 5. maí 2024 09:00
Andrea á batavegi: „Gott fyrir alla að sjá hana brosandi“ Andrea Marý Sigurjónsdóttir, leikmaður kvennaliðs FH í fótbolta sem hneig niður í leik liðsins gegn Breiðabliki í gær, er á batavegi. Hún undirgekkst rannsóknir í gær og í nótt og heilsaði svo upp á liðsfélaga sína í morgun. Íslenski boltinn 4. maí 2024 12:22
Með sjö í þremur: „Kannski margir sem afskrifa mann en mér finnst ég eiga nóg eftir“ Engu er logið þegar sagt er að Sandra María Jessen, landsliðskona í fótbolta, hafi farið hamförum í upphafi tímabils. Hún hefur skorað öll sjö mörk Þórs/KA í sumar og er markahæst í Bestu deildinni. Sandra ákvað að semja aftur við Þór/KA í vetur og er sátt með þá ákvörðun. Hún segir að Akureyringa dreymi um að verða Íslandsmeistarar. Íslenski boltinn 4. maí 2024 09:01
„Hún er með hjartagalla en í góðum höndum núna og vonandi fer allt vel“ Alvarlegt atvik átti sér stað undir lok leiks á Kópavogsvelli þegar FH-ingurinn Andrea Marý Sigurjónsdóttir hneig skyndilega niður. Leikurinn var flautaður af og hún flutt burt með sjúkrabíl. Íslenski boltinn 3. maí 2024 21:25
„Ég er spennt að fara heim að sofa“ Aníta Dögg Guðmundsdóttir kom með beinu næturflugi frá Bandaríkjunum í nótt, lagði sig í nokkra tíma og hélt svo markinu hreinu í 3-0 sigri Breiðabliks gegn FH í kvöld. Íslenski boltinn 3. maí 2024 21:08
„Við vissum að við þyrftum að þjást“ Tindastóll náði í sín fyrstu stig í Bestu deildinni á þessu tímabili eftir 0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ. Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum kampa kátur að leik loknum. Íslenski boltinn 3. maí 2024 20:51
Uppgjör, viðtöl og myndir: Breiðablik - FH 3-0 | Blikar héldu uppteknum hætti Breiðablik hélt frábærri byrjun sinni áfram í 3. umferð Bestu deildar kvenna með 3-0 sigri gegn FH. Blikakonur hafa nú unnið alla þrjá fyrstu leikina með þremur mörkum gegn engu. Íslenski boltinn 3. maí 2024 20:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 0-2 | Fyrstu mörkin og fyrsti sigurinn hjá Stólunum Í kvöld lauk 3. umferð Bestu deildar kvenna. Á Samsungvellinum í Garðabæ náði Tindastóll í sín fyrstu stig með sigri á heimakonum í Stjörnunni. Lokatölur 0-2 þar sem Jordyn Rhodes, framherji Tindastóls, skoraði bæði mörkin. Íslenski boltinn 3. maí 2024 19:53
Gunnar um að mæta dóttur sinni: „Hélt langmest með henni af öllum inn á vellinum“ Fylkir vann 4-2 sigur gegn Keflavík á heimavelli í 3. umferð Bestu-deildar kvenna. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, var afar ánægður með sigurinn. Sport 2. maí 2024 21:52
Uppgjörið og viðtöl: Fylkir - Keflavík 4-2 | Nýliðarnir nældu í sigur og eru enn ósigraðir Fylkir vann öruggan sigur gegn Keflavík. Í stöðunni 1-1 gerði Fylkir næstu þrjú mörkin og leikurinn endaði með 4-2 sigri. Fylkir hefur ekki tapað leik það sem af er tímabils og liðið hefur safnað fimm stigum í þremur leikjum. Íslenski boltinn 2. maí 2024 21:12