Þurfti að ná í kærastann út á flugvöll Freyr Alexandersson var ráðinn landsliðsþjálfari kvenna í gær og fyrrum þjálfari liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, skrifar skemmtilegan pistil á heimasíðu sína í tilefni af þessum tímamótum. Íslenski boltinn 31. ágúst 2013 13:00
KR og ÍA berjast um sæti í Pepsi-deildinni KR og ÍA, tvö af stórveldum íslenskrar kvennaknattspyrnu á árum áður, mætast í ár í úrslitakeppni 1. deildar kvenna en í boði er sæti í Pepsi-deild kvenna á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 30. ágúst 2013 21:45
Yrði seint fyrirgefið í Vesturbænum ef ég segði að KR-hjartað væri farið Anna Björk Kristjánsdóttir hefur farið á kostum í vörn Stjörnunnar í sumar. Hún segir liðið hugsa sinn gang í hvert skipti sem það fái á sig mark. Hún ætlar sér sæti í A-landsliðinu enda leiðist henni að sitja á bekknum. Íslenski boltinn 30. ágúst 2013 00:01
Fá bikarinn afhentan gegn Blikum Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Val í 14. umferð Pepsi-deildar kvenna. Íslenski boltinn 29. ágúst 2013 12:45
Tæklingar Pálu Marie og glæsimörk Stjörnunnar Stjarnan tryggði sér í gærkvöldi Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Val í Garðabæ. Dómgæslan í leiknum vakti athygli. Íslenski boltinn 29. ágúst 2013 11:50
Harpa: Þetta er mitt besta tímabil Harpa Þorsteinsdóttir hefur átt ótrúlegt tímabil með Stjörnunni og er að flestra, ef ekki allra, besti leikmaður tímabilsins. Hún brosti breitt eftir að Íslandsmeistaratitillinn var kominn í hús eftir 4-0 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld. Íslenski boltinn 28. ágúst 2013 22:05
Þorlákur: Hef aldrei þjálfað svona lið Það var stoltur og brosmildur þjálfari Stjörnunnar, Þorlákur Árnason, sem mætti blaðamanni skömmu eftir 4-0 sigur Stjörnunnar á Val í Pepsi-deild kvenna í Garðabænum í kvöld en liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með þessum sigri. Stjörnuliðið hefur sýnt fádæma yfirburði í sumar undir hans stjórn og er vel að Íslandsmeistaratitlinum komið. Íslenski boltinn 28. ágúst 2013 22:04
Afturelding vann nýkrýnda bikarmeistara Blika Afturelding vann einn óvæntasta sigur sumarsins í Pepsi-deild kvenna í fótbolta þegar Mosfellskonur sóttu þrjú stig til nýkrýndra bikarmeistara Blika á Kópavogsvellinum í kvöld. Íslenski boltinn 28. ágúst 2013 19:59
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjörnukonur Íslandsmeistarar Stjarnan tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki er liðið vann sannfærandi sigur á Val. Stjarnan búin að vinna alla 14 leiki sína í deildinni og er meistari með fádæma yfirburðum. Langbesta lið landsins í dag. Íslenski boltinn 28. ágúst 2013 11:09
Erfiður tími fyrir mig persónulega Rakel Hönnudóttir, leikmaður Breiðabliks, mætir sínum gömlu félögum í Þór/KA í úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu. Rakel er uppalin fyrir norðan og lék lengi vel með Þór/KA. Íslenski boltinn 24. ágúst 2013 09:00
Telma hlóð í þrennu | Rakel með tvö Telma Hjaltalín Þrastardóttir skoraði þrennu fyrir Aftureldingu í miklum endurkomu sigri gegn FH í Mosfellsbæ í kvöld. Þá skoraði Rakel Hönnudóttir tvívegis fyrir Blika í sigri á Selfossi. Íslenski boltinn 20. ágúst 2013 21:02
ÍBV lagði Þrótt í Laugardalnum ÍBV sótti þrjú stig í heimsókn til Þróttar í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Eyjakonur unnu 2-1 sigur. Íslenski boltinn 20. ágúst 2013 20:07
Harpa með fernu og Stjörnukonur með tólf stiga forskot - myndir Stjarnan er komið með aðra höndina á Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna eftir 5-0 stórsigur á HK/Víkingi á Víkingsvellinum í kvöld. Jafntefli Vals og Þór/KA fyrr í kvöld og þessi góði útisigur sér til þess að Garðabæjarliðið er komið með tólf stiga forskot á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 21:23
Þór/KA stoppaði sigurgöngu Vals og hjálpaði Stjörnunni - myndir Norðanstúlkur úr Þór/KA gáfu liði Stjörnunnar tækifæri á því að komast enn nærri Íslandsmeistaratitli kvenna í fótbolta í kvöld þegar norðanliðið stöðvaði sigurgöngu Vals í markalausu jafntefli á Vodafone-vellinum í kvöld. Stjarnan getur því náð tólf stiga forskoti með sigri á HK/Víkingi seinna í kvöld. Íslenski boltinn 18. ágúst 2013 15:45
Búin að skora 65 prósent marka Selfossliðsins Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss í Pepsi-deild kvenna, skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri á Aftureldingu í gær og hefur þar með skorað 11 mörk í 12 deildarleikjum í sumar. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 17:30
Harpa er óstöðvandi Stjörnukonur héldu sigurgöngu sinni áfram í Pepsi-deild kvenna á þriðjudagskvöldið með því að vinna 3-1 sigur á FH í Kaplakrika. Líkt og oft áður í sumar var það Harpa Þorsteinsdóttir sem gerði útslagið í leik Garðabæjarliðsins en bæði hún og Stjörnuliðið eru stungin af í baráttunni um gull sumarsins. Íslenski boltinn 16. ágúst 2013 06:00
Greta með fernu og Guðmunda tvennu Þær Greta Mjöll Samúelsdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir sáu til þess að þeirra lið fengu þrjú stig í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 15. ágúst 2013 21:12
Von er á ákvörðun um framhaldið Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann ætli sér að halda áfram þjálfun liðsins. Hann hefur komið liðinu á stórmót í tvígang. Fótbolti 15. ágúst 2013 06:00
Valur og Þór/KA á sigurbraut Tveimur leikjum af þremur í Pepsi-deild kvenna í kvöld er lokið. Íslandsmeistarar Þór/KA og Valur unnu góða sigra. Íslenski boltinn 13. ágúst 2013 20:03
Tólf sigrar í röð hjá Stjörnunni Topplið Pepsi-deildar kvenna, Stjarnan, komst í hann krappann er liðið sótti FH heim í Kaplakrika í kvöld. Íslenski boltinn 13. ágúst 2013 18:32
Eyjakonur ætla að vera með í baráttunni | Myndir ÍBV sótti þrjú stig í Víkina í síðasta leiknum í 11. umferð Pepsi-deildar kvenna sem fram fór í kvöld. ÍBV vann HK/Víking 1-0 og er með jafnmörg stig og Breiðablik í 3. til 4. sæti. Íslenski boltinn 9. ágúst 2013 19:53
Eldra fólk hefur meiri áhuga á íslenskum fótbolta en yngra Aðeins ellefu prósent landsmanna átján ára og eldri hafa mjög mikinn áhuga á íslenskum fótbolta. Þetta kemur fram í könnun Capacent Gallup frá því í síðasta mánuði. Íslenski boltinn 9. ágúst 2013 18:45
Klúðruðu víti og skoruðu sjálfsmörk | Myndband Blikar voru sjálfum sér verstir í heimsókn hjá Val á Hlíðarenda í Pepsi-deild kvenna í gær. Liðið tapaði leiknum 2-1 þrátt fyrir að vera í aðalhlutverki við markaskorun. Íslenski boltinn 9. ágúst 2013 10:30
Fyrsti sigur Þróttar - öll úrslitin í Pepsi-deild kvenna Vanda Sigurgeirsdóttir og stelpurnar hennar í Þrótti unnu í kvöld sinn fyrsta sigur í Pepsi-deild kvenna í sumar þegar liðið vann sannkallaðan sex stiga leik á móti Aftureldingu á Valbjarnarvellinum. Fótbolti 8. ágúst 2013 21:35
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 3-0 | Tíu stiga forskot Stjörnukonur náðu tíu stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna eftir 3-o sigur á Íslandsmeisturum Þór/KA á Samsung-vellinum í Garðabæ. Stjörnuliðið hafði mikla yfirburði en mörkin litu ekki dagsins ljós fyrr en á síðustu 22 mínútunum. Harpa Þorsteinsdóttir, markahæsti leikmaður deildarinnar skoraði tvö mörk í leiknum. Íslenski boltinn 8. ágúst 2013 17:17
Valskonur upp í annað sætið eftir sigur á Blikum | Myndir Valskonur eru komnar upp í annað sætið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Breiðabliki á Vodafone-vellinum í kvöld en leikurinn var í 11. umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 8. ágúst 2013 17:15
Mikið undir hjá Blikum Karla- og kvennalið Breiðabliks í knattspyrnu verða í eldlínunni í dag þegar liðin mæta sterkum andstæðingum á vellinum. Fótbolti 8. ágúst 2013 14:15
Skorar bara með langskotum Sigrún Inga Ólafsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR í knattspyrnu, skoraði eitt marka Vesturbæjarliðsins í 8-0 útisigri á Keflavík í 10. umferð 1. deildar kvenna á dögunum. Íslenski boltinn 6. ágúst 2013 20:00
Einvalalið listamanna í auglýsingu fyrir kvennalið KR Stórskemmtileg sjónvarpsauglýsing var gerð á dögunum til að kynna íslenska kvennaknattspyrnu og þá sérstaklega meistaraflokk kvenna hjá KR. Fótbolti 5. ágúst 2013 23:45
Myndasyrpa úr leik FH og Þór/KA Leikur FH og Þór/KA fór fram í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en honum lauk með 2-2 jafntefli í stórskemmtilegum leik. Íslenski boltinn 30. júlí 2013 21:45