Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Greind með sama ban­væna sjúk­dóm og pabbi hennar

Kvikmyndagerðarkonan Helga Rakel Rafnsdóttir greindist með MND sjúkdóminn fyrr á þessu ári. Faðir hennar, trommarinn Rafn Ragnar Jónsson, lést úr sama sjúkdómi árið 2004 þá 49 ára gamall. Þetta kemur fram í þættinum Okkar á milli sem sýndur verður á RÚV í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Ferrell og Reynolds mættu í viðtöl hvors annars

Leikararnir og vinirnir Ryan Reynolds og Will Ferrell komu þáttastjórnendunum Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel á óvart í vikunni, þegar þeir mættu fyrir hvorn annan í viðtal. Ferrell mætti til Kimmel í stað Reynolds og Reynolds mætti í stað Ferrell til Fallon.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó

Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Vampírur bætast við söguheim Marvel

Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett

Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur?

Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum

Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leyni­löggan sýnd víða í Evrópu og Asíu

Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Langar að leika meira erlendis

Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Stóra sviðið: Sjáðu stutt­myndir Audda og Steinda

Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna.

Lífið