Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld?

    Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Liðin í Stjörnuleik KKÍ tilkynnt

    Það styttist í að Stjörnuleikur KKÍ fari fram og í dag voru tilkynnt byrjunarlið leiksins en körfuboltaáhugamenn kusu liðin sjálfir á vef KKÍ. Alls tóku 2.200 manns þátt í kjörinu

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn vill sjá meiri hraða hjá KR-liðinu

    Það er óhætt að segja að KR-ingar mæti með gerbreytt lið á nýju ári því Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, fær nú það verkefni að koma þremur nýjum erlendum leikmönnum inn í leik KR-liðsins. KR-ingar hafa samið við tæplega tveggja metra háa serbneska skyttu, Dejan Sencanski, sem bætist við Bandaríkjamennina Josh Brown og Rob Ferguson sem eru byrjaðir að æfa með liðinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR semur við tveggja metra Serba

    Körfuboltalið KR hefur breyst talsvert mikið um jólahátíðina. Tveir Kanar sömdu við liðið fyrir skömmu og nú hefur tveggja metra Serbi samið við Íslandsmeistarana.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72

    Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni

    Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús Þór: Algjörir klaufar, asnar og aular að tapa þessum leik

    Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var ískaldur þegar Keflavík tapaði 74-75 á móti Grindavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í gær. Magnús Þór skoraði 11 stig en níu þeirra komu á vítalínunni og hann klikkaði á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Grindvíkingar unnu Lengjubikarinn

    Grindvíkingar komust í hann krappann gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjubikarsins í í DHL-höllinni í kvöld. Grindvíkingar voru búnir að vinna alla leiki sína í vetur fyrir leikinn en þurftu frábæran endakafla í fjórða leikhlutanum til þess að tryggja sér Lengjubikarmeistararatitilinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Tvö heitustu liðin mætast í DHL-höllinni

    Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík mætast í DHL-höllinni í dag í úrslitaleik Lengjubikars karla en þau unnu undanúrslitaleiki sína í gærkvöldi. Grindavík vann 80-66 sigur á Þór en Keflavík vann 93-88 sigur á Snæfelli. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður einnig í beinni útsendingu á Sporttv.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Erum ekki vanir því að vera litlir í okkur

    „Það er alveg augljóst að það voru gerð ákveðin mistök í ráðningu á erlendum leikmönnum í sumar,“ segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, en félagið er búið að senda Bandaríkjamanninn David Tairu til síns heima og Ed Horton gæti einnig farið sömu leið áður en langt um líður.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Helgi Jónas góður í því að fela púlið

    Eitt lið hefur borið höfuð og herðar yfir önnur það sem af er tímabilinu í körfunni. Grindavík hefur unnið alla fjórtán leiki tímabilsins, sjö í deild, sex í deildarbikar og Meistarakeppni KKÍ þar sem Páll Axel Vilbergsson skoraði eftirminnilega sigurkörfu. Páll Axel hefur tekið að sér nýtt hlutverk í vetur og spilar nú sem sjötti maður með góðum árangri.

    Körfubolti