

Bónus-deild karla
Leikirnir

Mikill plús fyrir Snæfell að hafa fengið Jeb Ivey
Jeb Ivey hefur heldur betur komið sterkur inn í úrslitaeinvígið á móti Keflavík en Snæfellsliðið hefur unnið báða leikina síðan Ivey datt inn í hús rétt fyrir leik tvö. Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aðeins þrjú af sex liðum hafa klárað í sömu stöðu og Snæfell
Snæfellingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík í Stykkishólmi í kvöld. Snæfellingar eru sjöunda liðið í sögunni sem kemst í 2-1 í úrslitaeinvíginu og getur tryggt sér titilinn á heimavelli. Þrjú af þessum sex liðum hafa tapað í sömu stöðu og þar á meðal er Grindavíkurliðið í fyrra. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hlynur: Vorum einfaldlega betri
Hlynur Bæringsson átti stórleik þegar að Snæfell tók forystuna í rimmu sinni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Guðjón: Þurfum að vera grimmari
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, segir helsta vandamálið við leik sinna manna gegn Snæfelli í dag var að þeir voru ekki nógu grimmir.

Jón Ólafur: Hlynur að skjóta eins og ég á góðum degi
Jón Ólafur Jónsson hrósaði félaga sínum, Hlyni Bæringssyni, fyrir góða frammistöðu er Snæfellingar unnu útisigur á Keflavík í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Umfjöllun: Hlynur fór á kostum í sigri Snæfells
Snæfell tók í dag forystuna í úrslitarimmunni gegn Keflavík um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla með góðum útisigri, 100-85.

Engin meðalmennska hjá Bradord á móti Snæfelli í síðustu úrslitakeppnum
Nick Bradford spilar með Keflavík á móti Snæfelli í þriðja leik úrslitaeinvígis Iceland Express deildar karla á morgun sem ættu að vera slæmar fréttir fyrir Hólmara sem hafa fengið að kenna á snilli Bradford í úrslitakeppninni í gegnum tíðina.

Njarðvíkingar gefa Keflavík leyfi til að nota Nick Bradford
Keflvíkingar hafa fengið leyfi frá Njarðvík til þess að nota Nick Bradford það sem eftir lifir af úrslitaeinvíginu á móti Snæfelli en bandaríski leikmaður liðsins, Draelon Burns, er meiddur.

Nick Bradford til Keflavíkur - Leysir af Draelon Burns
Nick Bradford sem lék með Njarðvík í vetur er genginn til liðs við Keflavík. Hann mun leysa af Draelon Burns sem er meiddur.

Burns verri í dag en í gær - er í skoðun á sjúkrahúsinu í Keflavík
Það er mikil óvissa í kringum framhaldið hjá Draelon Burns, leikmanni Keflavíkur, sem gat aðeins spilað í rúmar 22 mínútur í öðrum úrslitaleik Keflavíkur og Snæfells í gær. Burns skoraði bara átta stig í leiknum og var greinilega meiddur.

Þriðja mesta sveiflan í sögu lokaúrslitanna
Úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í körfubolta í ár hefur byrjað á tveimur stórum heimasigrum og sveiflan hefur verið svo mikil á milli leikja að ástæða er að fletta upp í sögubókunum.

Hörður Axel: Við spiluðum bara ekki körfubolta.
Hörður Axel Vilhjálmsson var með 11 stig og 7 stoðsendingar fyrir Keflavík í kvöld en það dugði þó skammt þegar liðið tapaði með 22 stigum í Hólminum í öðrum úrslitaleik Iceland Express deild. Hörður Axel var líka ekki sáttur í viðtali við Hörð Magnússon í útsendingu Stöð 2 Sport.

Ingi Þór: Jeb Ivey er ekki að koma til að vinna þetta einvígi fyrir okkur
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var ánægður með frábæran sigur sinna manna á Keflavík í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Snæfellsliðið lék frábærlega og vann sannfærandi 91-69.

Guðjón Skúlason: Við létum bara valta yfir okkur
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, var mjög ósáttur með frammistöðu sinna manna í Stykkishólmi í kvöld en liðið tapaði þá með 22 stigum á móti Snæfelli og úrslitaeinvígið stendur þar með jafnt 1-1.

Ivey ævintýrið gekk upp hjá Snæfelli - unnu Keflavík með 22 stigum
Snæfellingar jöfnuðu úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík með sannfærandi 22 stiga sigri, 91-69, í öðrum leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Liðin hafa því byrjað lokaúrslitin á því að bursta hvort annað í fyrstu tveimur leikjunum. Næsti leikur er í Keflavík á laugardaginn.

Nær Jeb Ivey ekki fyrri hálfleiknum? - vélinni frá Stokkhólmi hefur seinkað
Það lítur út fyrir að Jeb Ivey ná aðeins seinni hálfleiknum með Snæfelli í kvöld í öðrum leiknum við Keflavík í úrslitaeinvígi Iceland Express deild karla. Snæfell þurfti að skipta um bandaríska leiksjórnandann sinn vegna meiðsla Sean Burton en það gekk illa að koma Ivey til landsins í tíma.

Magnús Þór: Snæfell er ekkert að fara að stoppa þá
Snæfell tekur á móti Keflavík í öðrum úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Stykkihólmi klukkan 19.15 í kvöld. Keflavík vann fyrsta leikinn með yfirburðum og þegar Fréttablaðið heyrði í gær í Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrrum leikmanni Keflavíkur og núverandi leikmanni Njarðvíkur þá er hann á því að Keflavík vinni úrslitaeinvígið 3-0.

Jeb Ivey til Snæfells - er í ferju á leiðinni til Stokkhólms
Snæfellingar hafa ákveðið að skipta um leikstjórnanda vegna meiðsla Sean Burton. Burton er tognaður illa á ökkla og var aðeins skugginn af sjálfum sér í fyrsta leik úrslitaeinvígis Snæfells og Keflavíkur. Ingi Þór Steinþórsson hefur kallað á Jeb Ivey, fyrrum leikmann KFÍ og Njarðvíkur, til að hlaupa í skarðið fyrir Burton. Þetta kom fyrst fram í viðtalsþætti Valtýs Björns Valtýssonar á X-inu.

Aðeins tvö lið hafa komið til baka eftir stærra tap í fyrsta leik
Keflavík vann 19 stiga sigur á Snæfelli í gær, 97-78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Þetta var níundi stærsti sigur í fyrsta leik lokaúrslita í sögu úrslitakeppninnar og aðeins tveimur liðum hefur tekist að koma til baka eftir stærra tap í fyrsta leik.

Myndasyrpa úr Keflavík
Í kvöld hófust lokaúrslitin í úrslitakeppni Iceland Express-deild karla þegar að Keflavík og Snæfell mættust í fyrsta leik úrslitarimmunnar.

Ingi Þór: Liðið þarf að komast upp á tærnar
„Maður er aldrei sáttur við að tapa en við hittum Keflvíkingana í miklum ham og því miður var heildin okkar ekki til staðar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í Keflavík í kvöld.

Guðjón: Spiluðum ágætlega en margt má laga
„Heilt yfir spiluðum við leikinn ágætlega. Það er þó margt sem má laga og gera betur, sérstaklega þegar við förum á útivöll," sagði Guðjón Skúlason eftir öruggan sigur Keflavíkur á Snæfelli í kvöld.

Umfjöllun: Stemningin allan tímann með Keflavík
Keflavík vann í kvöld öruggan sigur á Snæfelli, 97-78, í fyrsta leik liðanna í úrslitarimmu þeirra um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.

Fimm hafa verið með í öllum 11 úrslitaleikjum Keflavíkur og Snæfells
Keflavík og Snæfell hefja í kvöld sitt fjórða úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn en liðið mættust einnig í lokaúrslitunum 2004, 2005 og 2008. Fimm leikmenn hafa verið með í öllum ellefu leikjum liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en bara fjórir þeirra verða með í Toyota-höllinni í Keflavík þegar fyrsti leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld.

Þrettándu lokaúrslitin hjá Guðjóni - setur nýtt met í kvöld
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, setur nýtt met í kvöld þegar hann tekur þátt í sínum þrettándu lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn annaðhvort sem leikmaður eða þjálfari.

Ræðst ekki fyrr en í upphitun hvort Sean Burton verði með í kvöld
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, er ekki öruggur með að geta teflt fram bandaríska leikstjórnandanum Sean Burton sem tognaði illa í oddaleiknum á móti KR. Ingi Þór var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Lokaúrslitin hefjast í Keflavík í níunda sinn - fyrsti leikur í kvöld
Keflavík og Snæfell leik í kvöld fyrsta leik sinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í Toyota-höllinni í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Gunnar áfram þjálfari ÍR
Gunnar Sverrisson mun halda áfram þjálfun meistaraflokks ÍR í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kemur fram á vefsíðunni karfan.is.

Pálmi þekkir ekkert annað en að vinna Snæfell-KR seríu
Snæfellingurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði eina af stærstu körfunum á lokamínútum oddaleiks KR og Snæfells í DHL-höllinni í gær þegar hann kom sínum mönnum í 84-80. Pálmi var langhæstur í plús og mínus í einvíginu.

Enginn skorað meira en Sigurður í svona leik í tólf ár
Sigurður Þorvaldsson fór á kostum í sigri Snæfells á KR í oddaleik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deild karla í DHl-höllinni í gær. Sigurður skoraði 28 stig í leiknum sem er það mesta sem Íslendingur hefur skorað í oddaleik um sæti í lokaúrslitum síðan árið 1998.